Fréttablaðið - 25.09.2010, Side 85

Fréttablaðið - 25.09.2010, Side 85
Í vondum málum Írski söngvarinn Bono gæti verið í verulegum vandræðum eftir að New York Post upplýsti að aðeins eitt prósent úr góðgerðasjóði hans rynni í raun og veru til góðgerðar- mála, stærstum hluta fjármunanna væri varið til launa- greiðslna og markaðsmála. Bono gæti átt yfir höfði sér málssókn vegna málsins að því er kemur fram í New York Post. Talsmaður sjóðs- ins vísaði hins vegar ásökunum á bug. Fækka fötum Fjölmiðlar birtu í gær fréttir þess efnis að bandaríska leikkonan Jessica Alba sæist heldur fáklædd í hasarspennumyndinni Machete. Þetta þótti sæta nokkrum tíðindum því Alba er kaþólsk og ætlaði aldrei að sýna allt fyrir framan tökuvélarn- ar. Það kemur hins vegar kannski minna á óvart að í þessari sömu mynd fækkar Lindsay Lohan fötum þannig að leikstjóri mynd- arinnar, Robert Rodrigues, virðist eiga fremur auðvelt með að sannfæra fólk. Lopez skömmuð Skólastjóri Holy Family School hefur skammað bandarísku leik- konuna Jennifer Lopez fyrir að gefa ekki nægjanlega af sér. Lopez gekk í umræddan skóla en hefur víst lítið hirt um að hjálpa honum þrátt fyrir mikil fjárhagsvand- ræði. Claire La Tempa, skólastýran hvassyrta, segir Lopez ekki einu sinni hafa gefið geisladisk en hún vonist til að fá bleika demants- hringinn sem Ben Affleck gaf henni þegar þau trúlofuðu sig. Radiohead tekur upp Thom Yorke og félagar í hljóm- sveitinni Radiohead ætla að skella sér í hljóðver til að skoða þau lög sem hafa safnast í sarpinn að undanförnu. „Við höfum unnið að nýju efni með hléum í eitt ár,“ sagði trommarinn Phil Selway sem nýlega gaf út sína fyrstu sólóplötu. „Við ætlum að hittast og sjá hvort við getum notað efniviðinn og búið til eitthvað meira úr honum.“ Síðasta plata Radio- head, In Rainbows, var fáanleg ókeypis á Netinu. Bassaleikarinn Colin Greenwood segir óvíst hvenær nýja platan verður gefin út. FRÉTTIR AF FÓLKI HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS Haustlínan komin Nýtt Kr. 139.700 – Porto Bello ***** Netverð á mann, m.v. tvo fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. Kr. 169.800 – Porto Bello ***** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. Kr. 157.140 – Sherwood Breezes Resort ***** Netverð á mann, m.v. tvo fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. Kr. 187.900 – Sheerwood Breezes Resort ***** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Sértilboð til Antalya í Tyrklandi 26. október í 9 nætur frá kr. 139.700 Heimsferðir bjóða frábæra haustferð til Antalya í Tyrklandi þann 26.október í 9 nætur. Antalya er einn allra vinsælasti ferðamannastaður Tyrklands og þar er veðurlag mjög þægilegt í október og nóvember. Glæsileg hótel og fjölbreytt mannlíf og fyrsta flokks aðstæður í hvívetna fyrir ferðamenn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.