Fréttablaðið - 25.09.2010, Síða 88
25. september 2010 LAUGARDAGUR52
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Það verður einnig keppt
um gull-, silfur- og bronsskóinn í
lokaumferðinni í dag. Blikinn Alfreð
Finnbogason er markahæstur fyrir
lokaumferðina með 14 mörk en ólíkt
hinum fjórum sem koma honum
næstir þá mun Alfreð ekki spila
með Blikum í dag þar sem hann er
í leikbanni.
FH-ingurinn Atli Viðar
Björnsson var með þriggja
marka forustu fyrir lokaum-
ferðina í fyrra en KR-ingur-
inn Björgólfur Takefusa
tók þá gullskóinn með
því að skora fimm mörk
í lokaleiknum sínum.
Atli Viðar er nú í 3.
sæti með 13 mörk, einu
marki minna en Alfreð
og jafn Stjörnumann-
inum Halldóri Orra
Björnssyni sem er í
2. sæti á færri spiluð-
um leikjum.
Halldór Orri Björnsson
verður alltaf hærri en
Atli Viðar og Alfreð þar
sem hann hefur spilað
færri leiki en Atli
og færri mínútur
en Alfreð. Grind-
víkingurinn Gilles
Ondo er tveimur mörkum á
eftir Alfreð en er í bestu
stöðunni verði hann jafn
öðrum leikmanni.
- óój
liðum og við berum það mikla virð-
ingu fyrir Keflavík að við getum
ekki leyft okkur að vera að hugsa
um neitt annað.“
En sumarið hjá ÍBV hefur verið
vonum framar, segir Heimir. „Við
mætum kannski hvað afslappaðast-
ir til leiks af þessum liðum því við
erum ánægðir með okkar sumar.
Auðvitað viljum við vinna leikinn
en við erum mjög sáttir við okkar
tímabil.“
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH,
þekkir þó vel að vera í baráttu um
Íslandsmeistaratitilinn enda liðið
orðið meistari bæði þau ár sem
hann hefur þjálfað liðið. FH er
einnig ríkjandi bikarmeistari
en liðið hefur þó aldrei unnið
tvöfalt.
„Það er möguleiki á því
nú sem hefur kannski
ekki verið áður,“ segir
Heimir sem hefur
mikla trú á að FH
geti varið titilinn í
dag. „Ef við tryð-
um því sjálfir að
við gætum ekki
unnið þetta mót
gætum við allt
eins sleppt
því að mæta í
leikinn í dag.
Þetta verð-
ur þó erfið-
ur leikur og
við þurfum að mæta 100 prósent
einbeittir til leiks.“ eirikur@
frettabladid.is
FÓTBOLTI Hinn 27 ára gamli dóm-
ari, Gunnar Jarl Jónsson, fær það
verðuga verkefni að dæma stórleik
dagsins í Garðabænum. Gunnar
Jarl er næstyngsti dómari deild-
arinnar en hefur vakið verðskuld-
aða athygli fyrir góða dómgæslu
í sumar. Hann er svo verðlaunað-
ur með því að fá þennan risaleik
í dag.
„Þetta er klárlega minn stærsti
leikur á ferlinum. Ég hef dæmt
nokkra stóra leiki í sumar og þar
á meðal leik Hauka og FH. Það
toppar samt ekki þennan leik þar
sem allt er undir,“ sagðu Gunnar
Jarl en hann átti ekki von á því að
dæma leik í lokaumferðinni. Taldi
sig vera búinn með leikjakvóta
sumarsins. En er hann stressað-
ur?
„Nei, ég get ekki sagt það. Ég
verð ekki stressaður fyrir leiki. Ég
stefni á að dæma eins og ég geri
venjulega og vonandi taka menn
sem minnst eftir mér í leiknum.
Svona leikir eiga að ráðast á fót-
boltanum en ekki dómgæslunni.“
Hina stórleikina dæma dómar-
arnir þrautreyndu, Jóhannes Val-
geirsson og Kristinn Jakobsson.
Kristinn fær að dæma Fram-
leikinn þó svo hann sé KR-ingur
enda afar litlar líkur á því að Fram
geti náð KR í deildinni.
Það vekur síðan athygli að
Jóhannes Valgeirsson fái stór-
leikinn í Keflavík en dómgæsla
Jóhannesar í síðustu tveim leikjum
sínum hefur verið afar umdeild og
hann ekki upp á sitt besta í þeim
leikjum eftir að hafa dæmt mjög
vel í sumar. - hbg
Hinn ungi Gunnar Jarl dæmir stórleik dagsins:
Vonandi taka menn
sem minnst eftir mér
EFNILEGUR Hinn 27 ára gamli Gunnar
Jarl dæmir leik Stjörnunnar og FH.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Dómarar í dag
Stjarnan-Breiðablik Gunnar Jarl Jónsson
Keflavík-ÍBV Jóhannes Valgeirsson
Fram-FH Kristinn Jakobsson
KR-Fylkir Þóroddur Hjaltalín
Selfoss-Grindavík Örvar Sær Gíslason
Haukar-Valur Erlendur Eiríksson
FÓTBOLTI Sjaldan hefur verið jafn
mikil spenna fyrir lokaumferð í
efstu deild karla í knattspyrnu og
nú. Þrjú lið eiga enn möguleika á
titlinum en ekkert þeirra mætast
innbyrðis. Þetta eru Breiðablik, ÍBV
og FH en öll spila liðin á útivelli í
dag. Blikar standa best að vígi – eru
með 43 stig en ÍBV kemur næst stigi
á eftir og FH tveimur á eftir.
„Við högum undirbúningi okkar
fyrir leikinn eins og fyrir alla aðra.
Þetta er bara einn leikur af 22 í
deildinni í sumar. Hann gefur jafn
mörg stig og hinir,“ segir Ólafur
Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
Hann segir að aðalbarátta hans
fyrir leikinn sé að senda leikmenn
til leiks með réttu hugarfari.
„Þetta er baráttan við það að
segja að þessi leikur hafi jafn mikið
vægi og aðrir leikir. Ég geri mér
grein fyrir því að þetta er síðasti
leikur mótsins og eftir hann ráðast
úrslitin. Það hefur áhrif á spennu-
stigið en um það snúast slagsmálin
– að líta á þennan leik eins og hvern
annan,“ segir Ólafur sem hefur
unnið markvisst í að bæta hugar-
far leikmanna í tvö ár.
„Hugarfarsþjálfun ber ekki
árangur nema hún sé langtíma-
verkefni. Auðvitað höfum við mis-
stigið okkur hér og þar á leiðinni
og eigum eflaust eftir að gera það
aftur. En mér finnst þetta komið
í fínt horf og hún er orðin hluti af
okkar hefðbundna undirbúningi.
Ég er því nokkuð rólegur yfir þessu
öllu saman.“
Ólafur hefur lagt áherslu á að
hugsa ekki um það sem þeir fá ekki
stjórnað – til að mynda að Kári
Ársælsson fyrirliði og Alfreð Finn-
bogason sóknarmaður verði í banni
og að Breiðablik hafi aldrei áður
orðið Íslandsmeistari.
„Við höfum reynt að útiloka allt
það sem við ráðum ekki við og þess
í stað beint kröftunum að því sem
við ráðum við,“ segir Ólafur. „Þetta
snýst um að vera hvorki fastur í for-
tíðinni eða kominn of langt fram úr
sér. Þetta snýst um að vera einfald-
lega í núinu.“
ÍBV og FH munu veita Blikum
aðhald í dag og anda ofan í hálsmál
þeirra. Þjálfarar beggja liða eru þó
ekki að hugsa um annað en eigin
verkefni.
„Auðvitað vonar maður að þetta
fari á besta veg,“ sagði Heimir Hall-
grímsson, þjálfari ÍBV. „En ég held
að við séum að spila við erfiðasta
andstæðinginn af þessum þremur
Bara einn leikur af 22
Í dag ráðast úrslitin í Pepsi-deild karla. Þrjú lið – Breiðablik, ÍBV og FH – eiga
möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Blikar eru á toppnum en Ólafur
Kristjánsson, þjálfari liðsins, lítur á leikinn eins og hvern annan á tímabilinu.
Fjögur lið hafa misst frá sér Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferð Íslandsmóts-
ins á síðustu 30 árum. Tvö liðanna eiga það sameiginlegt að hafa verið á
eftir sínum fyrsta meistaratitli líkt og Blikar nú (FH 1989 og Fylkir 2002) og
enn fremur var Ólafur Kristjánsson, núverandi þjálfari Blika, leikmaður með
tveimum þessara liða (FH 1989 og KR 1996).
FH-ingar voru með eins stigs forskot á KA fyrir lokaumferðina 1989 og
nægði sigur á heimavelli á móti botnliði Fylkis. Fylkir átti möguleika á að
bjarga sér, alveg eins og Keflavík sem tók á móti KA. FH komst í 1-0 eftir 3
mínútur en tapaði leiknum á endanum 1-2 á sama tíma og KA tryggði sér
titilinn með 2-0 sigri í Keflavík. Fylkir og Keflavík féllu bæði en FH vann ekki
fyrsta titilinn sinn fyrr en 15 árum síðar.
KR og ÍA voru jöfn að stigum en KR með betri markatölu þegar þau
mættust í lokaumferðinni 1996 upp á Akranesi. KR nægði jafntefli en mátti
sætta sig við 1-4 tap og að 28 ára bið eftir meistaratitlinum lengdist enn.
Fylkir var með eins stigs forskot á KR fyrir lokaumferðina 2002 eftir að KR
hafði tryggt sér 1-1 jafntefli sjö mínútum fyrir leikslok í innbyrðisleik liðanna
í umferðinni á undan. Fylkir fór upp á Skaga en tapaði 0-2 og á sama tíma
tryggði KR sér titilinn með 5-0 sigri á Þór Akureyri.
Keflavík var með tveggja stiga forustu á FH fyrir lokaumferðina 2008
og átti heimaleik á móti Fram. Keflavík komst í 1-0 á 54. mínútu og fyrsti
meistaratitillinn í 35 ár virtist vera að koma í hús. Framarar sneru hins vegar
leiknum á síðustu 23 mínútunum og unnu 2-1. FH-ingar nýttu sér það og
urðu meistarar eftir 2-0 sigur á Fylki í Árbænum. - óój
Það er líka barist um markakóngstitilinn í dag:
Hver fær gullskóinn?
Fjögur lið hafa klikkað í lokaumferðinni
TRYGGVI GUÐMUNDSSON verður í sömu stöðu í dag og árið 2008. Þá, líkt og nú, var Tryggvi í leikbanni í lokaumferðinni
þar sem hans lið átti möguleika á því að vinna titilinn. FH-liðið þá þurfti eins og Eyjaliðið nú að vinna bæði sinn leik og treysta á úrslit í
öðrum leikjum. FH vann þá titilinn, þökk sé sigri Fram í Keflavík, og nú er að sjá hvort Eyjamenn fá sömu hjálp frá Stjörnumönnum í dag.
ÓLAFUR KRISTJÁNSSON
Getur gert Blika að
Íslandsmeisturum í dag.
Markahæstu menn:
Alfreð Finnbogason, Breiðabliki 14 mörk
21 leikur/1870 mínútur
Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 13 mörk
20 leikir/1748 mínútur
Atli Viðar Björnsson, FH 13 mörk
21 leikur/1822 mínútur.
Gilles Ondo, Grindavík 12 mörk
19 leikir/1710 mínútur
Kristinn Steindórsson, Breiðabliki 12 mörk
21 leikur/1669 mínútur
NÚ ER
TVÖFALT
MEIRA
Í VINNING
EN Á-DUR!
I I
!
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
ÚRV.D.
1. D.
Liverpool – Sunderland
Arsenal – W.B.A.
Birmingham – Wigan
Blackpool – Blackburn
Fulham – Everton
West Ham – Tottenham
Leeds – Sheff. Utd.
Scunthorpe – Ipswich
Burnley – Bristol City
Nottingham Forest – Swansea
Q.P.R. – Doncaster
Reading – Barnsley
Watford – Middlesbro
68.000.000
25.500.000
20.400.000
42.500.000
ENSKI BOLTINN 25. SEPTEMBER 2010
38. LEIKVIKA
(13 R.)
(12 R.)
(11 R.)
(10 R.)
Stærstu nöfnin eru í Enska
boltanum og nú er potturinn
orðinn ennþá stærri. Vertu með
og tippaðu fyrir kl. 13 í dag.
SÖLU LÝKUR 25. SEPT. KL. 13.00
1 X 2
TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS