Fréttablaðið - 25.09.2010, Side 94
58 25. september 2010 LAUGARDAGUR
Söngleikurinn Chess, innblásinn af
einvíginu mikla í Reykjavík 1972
milli Boris Spasskí og Bobbys Fis-
cher, verður eitt af opnunaratrið-
um nýja tónlistar- og ráðstefnu-
hússins Hörpu. Chess, eða Skák, er
eftir Abba-tvíeykið Björn Ulava-
eus og Benny Anderson og texta-
höfundinn Tim Rice sem er hvað
þekktastur fyrir samstarf sitt við
Andrew Lloyd Webber en saman
gerðu þeir meðal annars Jesus
Christ Superstar og Evitu.
28 manna hljómsveit mun leika
undir í gryfju og 24 raddir verða í
kór en sjö einsöngvarar fara með
helstu hlutverkin. Ráðgert er að
söngleikurinn verði frumsýnd-
ur hinn 18. júní á næsta ári en
tilkynnt verður um frekari opn-
unaratriði á blaðamannafundi í
Hörpunni á mánudag. Búið er að
ganga frá samningum við þrjá
söngvara um að koma fram í Skák
en það eru þau Vigdís Hrefna
Pálsdóttir, Garðar Thor Cortes og
Selma Björnsdóttir.
„Þetta er söngleikur sem á sér
mjög merkilega sögu,“ segir Páll
Baldvin Baldvinsson, sem stend-
ur fyrir sviðsetningunni. „Tim
Rice leitaði til Björns og Bennys
úr Abba þegar árið 1981 og bauð
þeim samstarf um söngleik sem
lýsti átökum stórveldanna í kalda
stríðinu eins og þau birtust í áskor-
endaeinvígum heimsmeistaramóts-
ins í skák. Kveikjan var einvígið í
Reykjavík milli Spasskys og Fis-
chers. Á vinnutíma verksins bætt-
ust við einvígin milli Kortsnojs og
Karpovs og úr varð „konsept“-plat-
an Chess,“ útskýrir Páll en tvö lög,
I Know him so well og One Night
in Bangkok nutu mikilla vinsælda
á sínum tíma.
Verkið var síðan frumsýnt 1986 í
London og hefur farið sigurför um
heiminn. Af ástæðum, sem óþarfi
er að tíunda hér, eru til tvær útgáf-
ur af verkinu, amerísk og evrópsk,
en sú síðarnefnda verður sett upp
hér á landi. „Chess hefur sópað að
sér verðlaunum þar sem það hefur
verið sett á svið. Rolling Stone lýsti
verkinu á sínum tíma svo að þar
kæmu saman allar greinar dæg-
urlaga í eitt, tónlistin er voldug og
sönglögin gera miklar kröfur til
flytjenda enda hefur hún verið vin-
sæl í flutningi á tónleikaformi í tvo
áratugi,“ segir Páll Baldvin.
freyrgigja@frettabladid.is
PERSÓNAN
Árni Sveinsson
Aldur: Fæddur 9.
maí 1976.
Starf: Kvikmynda-
gerðarmaður og
plötusnúður í
frístundum.
Fjölskylduhagir:
Í góðum málum.
Foreldrar: Sveinn
Aðalsteinsson,
viðskiptafræðingur
og strætóbílstjóri. Sigrún Hermanns-
dóttir bóksali.
Búseta: 101 Reykjavík.
Stjörnumerki: Naut.
Árni Sveinsson er leikstjóri kvikmyndar-
innar Backyard sem fer á kvikmyndahá-
tíðina CPH:DOX í Kaupmannahöfn.
„Ég skal komast í mark – en ég er
svo hrædd um að ég rústi mér,“
segir veðurfréttakonan Soffía
Sveinsdóttir.
Soffía flaug til Þýskalands í gær,
en þar hyggst hún taka þátt í Berl-
ínarmaraþoninu á morgun. Hlaup-
ið mun reynast Soffíu erfiðara en
ella þar sem hún hefur glímt við
hnémeiðsli að undanförnu. „Ég
fékk bólgur utan á liðbönd í báðum
hnjánum þannig að ég er búin að
vera hjá sjúkraþjálfara í mánuð,“
segir hún.
Maraþonið er fyrsta borgarmara-
þonið sem hún hleypur, en áður
hefur hún tvisvar hlaupið hinn
alræmda Laugaveg, 54 kílómetra
leið.
Þannig að þetta er bara skemmti-
skokk fyrir þig?
„Skemmtiskokk! Það er reynd-
ar allt öðruvísi út af því að maður
hleypur allan tímann í maraþoni,
en á Laugaveginum labbar maður
upp og niður brekkurnar,“ segir
Soffía. „Ég bý að æfingunum fyrir
Laugaveginn. Ég skráði mig í jan-
úar og það er ekki hægt að hætta
við, ég er búin að bóka flug og
svona. Þannig að ég fer þetta á
þrjóskunni.“
Soffía segir meiðslin hafa orðið
til þess að hún slái af tímakröfun-
um. „Nú er markmiðið að koma í
mark, en ég er ekki að fara að gera
neinar rósir – enda hefði ég ekki
gert það hvort sem er,“ segir Soff-
ía hógvær. - afb
Hleypur meidd fyrsta maraþonið
HÖRKUTÓL Veðurfréttakonan Soffía
Sveinsdóttir lætur meiðsli ekki stöðva
sig og hleypur Berlínarmaraþonið á
morgun.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON: SAMEINAR ALLAR GREINAR DÆGURLAGA
Söngleikur um skákeinvíg-
ið frumsýndur í Hörpunni
„Þá er maður alfarið farinn að skjóta rótum í
höfuðborginni,“ segir Ingólfur Þórarinsson,
söngvari, leikari og fótboltamaður en hann
festi nýverið kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin
er í Gerðahverfi í Reykjavík og ætlar kapp-
inn því endanlega að yfirgefa heimabæ sinn
Selfoss. Íbúðina fær söngvarinn afhenta í
byrjun desember og lofar hann innflutnings-
partýi fram í febrúar.
„Ég hef alltaf verið með annan fótinn á
Selfossi hjá mömmu en nú er kominn tími
til að standa á eigin fótum,“ segir Ingólfur,
eða Ingó eins og hann jafnan er kallaður, og
viðurkennir að þetta sé stórt fullorðinsskref
fyrir sig. „Maður á nú eftir að sakna Selfoss
en ég verð duglegur að keyra yfir heiðina í
heimsókn,“ segir Ingó og bætir við að mat-
seldin eigi eftir að verða stærsta vandamál-
ið í heimilishaldinu til að byrja með. „Ég
get alveg viðukennt það að ég er ekki mikill
kokkur og finnst eins og flestum strákum
maturinn hennar mömmu bestur,“ segir Ingó
og bætir við að uppskriftabók sé efst á óska-
listanum yfir innflutningsgjafir. „Það eina
sem ég kann er að sjóða pulsur svo allar mat-
arráðleggingar eru vel þegnar.“
Þrátt fyrir að vera að yfirgefa Selfoss er
Ingólfur staðráðinn í að halda áfram í fót-
boltanum en Selfoss féll á dögunum niður í
fyrstu deild. „Ég ætla pottþétt að spila fót-
bolta næsta sumar en ég veit ekki alveg enn
þá með hvaða liði. Það á eftir að koma í ljós,“
segir Ingó að lokum.
- áp
Á eftir að sakna matarins hjá mömmu
SKÝTUR RÓTUM Í REYKJAVÍK Ingólfur Þórarinsson hefur
fest kaup á sinni fyrstu íbúð í Reykjavík og yfirgefur þar
með heimabæ sinn Selfoss í bili. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fyrirsætan og fegurðardrottning-
in Ingibjörg Egilsdóttir lenti í
Singapúr í gær, en þangað var
henni boðið til að fylgjast
með Formúlu 1-keppn-
inni um helgina. Ingi-
björg flaug til London
fyrr í vikunni áður en
langt flug til Singapúr
tók við – þrettán
tímar, takk fyrir, en
þægindin í háloftun-
um voru svo mikil
að henni leið eins
og ferðalagið
hefði tekið aðeins
hálftíma …
Í Singapúr hitti Ingibjörg Íslands-
vinkonuna Rachel Kum, en hún
var ungfrú Singapúr í fyrra og þær
stúlkur hittust á Miss Univer-
se-keppninni á Havaí. Kum
er mikill aðdáandi Sigur
Rósar og lengi hefur
staðið til að hún komi til
landsins. Hún ætlaði
t.d. að eyða síðustu
jólum á Íslandi
en áformin duttu
upp fyrir. Þá stóð
til að hún myndi
halda upp á afmælið
sitt á Hótel Rangá í
apríl, en af því varð ekki
heldur. - afb
FRÉTTIR AF FÓLKI
dagar eru
þangað til
ráðstefnu- og
tónlistarhúsið Harpan verður
vígt, væntanlega við formlega
athöfn.
221
SKÁKSÖNGLEIKUR
Garðar Thor Cortes, Vigdís
Hrefna Pálsdóttir og Selma
Björnsdóttir verða meðal
aðalleikara í söngleik eftir
Abba-tvíeykið Björn og Benny.
Söngleikurinn verður meðal
opnunaratriða Hörpunnar
næsta sumar en hann er
innblásinn af skákeinvíg-
inu í Laugardalshöll árið
1972 milli Boris Spassky
og Bobbys Fischer.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
Fös 15/10 kl. 20:00 frums
Lau 16/10 kl. 20:00 2.sýn
Fös 22.10. Kl. 20:00 aukas.
Lau 23/10 kl. 20:00 3.sýn
Lau 30/10 kl. 20:00 4.sýn
Sun 31/10 kl. 20:00 5.sýn
Fös 5/11 kl. 20:00 6.sýn
Lau 6/11 kl. 20:00 7.sýn
Fim 11/11 kl. 20:00 8.sýn
Fös 12/11 kl. 20:00 9.sýn
Lau 25.9. Kl. 13:00
Lau 25.9. Kl. 15:00
Sun 26.9. Kl. 13:00
Sun 26.9. Kl. 15:00
Lau 2.10. Kl. 13:00
Lau 2.10. Kl. 15:00
Sun 3.10. Kl. 13:00
Sun 3.10. Kl. 15:00
Lau 9.10. Kl. 13:00
Lau 9.10. Kl. 15:00
Fös 24.9. Kl. 20:00
Lau 25.9. Kl. 20:00
Sun 26.9. Kl. 20:00
Fim 30.9. Kl. 20:00
Fös 1.10. Kl. 20:00
Lau 2.10. Kl. 20:00
Fös 8.10. Kl. 20:00
Lau 9.10. Kl. 20:00
Fös 15.10. Kl. 20:00
Lau 16.10. Kl. 20:00
Fim 21.10. Kl. 20:00 aukas.
Fös 22.10. Kl. 20:00
Lau 23.10. Kl. 20:00
Fös 24.9. Kl. 19:00 U
Lau 25.9. Kl. 19:00 U
Sun 26.9. Kl. 15:00 U
Fim 30.9. Kl. 19:00 U
Fös 1.10. Kl. 19:00 Ö
Lau 2.10. Kl. 19:00 Ö
Sun 3.10. Kl. 15:00 U
Fös 8.10. Kl. 19:00 Ö
Sun 17.10. Kl. 19:00 U
Sun 24.10. Kl. 19:00 Ö
Þri 26.10. Kl. 19:00 U
Mið 27.10. Kl. 19:00 U
Fim 28.10. Kl. 19:00 Ö
Sun 7.11. Kl. 19:00 Ö
Mið 10.11. Kl. 19:00 Ö
Sun 14.11. Kl. 19:00
Fim 21.10. Kl. 20:00
Lau 13.11. Kl. 20:00
Fös 29.10. Kl. 20:00
Fös 26.11. Kl. 20:00
Fim 4.11. Kl. 20:00
Ö
U
Ö
Ö
Ö
Ö Ö
Ö
Ö
Ö
U Ö
Ö
Ö
Ö
U
Ö
Ö Ö
U
U
U
Finnski hesturinn (Stóra sviðið)
Fíasól (Kúlan)
Hænuungarnir (Kassinn)
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Gerpla (Stóra sviðið)
Gildir
ágúst
2010
til jún
í 2011
hús
kor
tið
1
OPIÐ
KORT
Gildir
á
Leik
hús
kor
tið
201
0/2
011
ÁSK
ikhus
id.is I
mida
sala@
le
Leikhúsk
ort
4 miðar á
aðeins
9.900 kr.
U
Ö
U
U
Ö
Ö
U
Ö
U
U
U
U Ö Ö
Ö
Ö
Ö
U
Ö
U
U
Ö
Ö
U
Ö
Ö
Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00
Vinsælu dagbækurnar komnar aftur.
16 mánaða, sept. 2010 - des. 2011
verð
1.995,-