Fréttablaðið - 05.10.2010, Page 36

Fréttablaðið - 05.10.2010, Page 36
24 5. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. veita húsaskjól, 6. öfug röð, 8. gól, 9. í hálsi, 11. æst, 12. bolur, 14. fáni, 16. tveir eins, 17. síðan, 18. bjálki, 20. ólæti, 21. stertur. LÓÐRÉTT 1. á endanum, 3. tveir eins, 4. kasta, 5. for, 7. nýta, 10. eldsneyti, 13. viðmót, 15. fínt, 16. frændbálkur, 19. persónufornafn. LAUSN LÁRÉTT: 2. hýsa, 6. on, 8. ýlu, 9. kok, 11. ör, 12. stofn, 14. flagg, 16. ææ, 17. svo, 18. tré, 20. at, 21. tagl. LÓÐRÉTT: 1. loks, 3. ýý, 4. slöngva, 5. aur, 7. notfæra, 10. kol, 13. fas, 15. gott, 16. ætt, 19. ég. Ókei, settu tónlistina í gang. Stelpur... Þær eru allt öðru- vísi en við. Það er kannski þess vegna sem við erum svo hrifnir af þeim! Skjaldbökur eru líka allt öðruvísi en við! Það er rétt! En ætli maður hafi ekki meiri áhuga á stelp- unum! Það er nú gott að heyra Maggi minn! Hvernig gekk að keyra strákana í skólann? Fínt, það sagði enginn orð eins og venju- lega. Strákarnir sitja bara þarna, horfa út í loftið og ímynda sér veröld sem væri betri ef við værum ekki til. Þú ert sætur þegar þú ert í fýlu. Þetta er eins og að vera fanga- vörður en án hlýjunnar. Í dag eldaði ég sjö máltíðir, spilaði ellefu hengimann, synti í vaðlaug- inni og stjórnaði útför fyrir tvö óheppin fiðrildi. Vá. Lífið er svo fullt. Og svo flæðir út fyrir í sumarfríinu. BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar Hvað tekur þú með þér inn í haust, myrkur og vetur? Hvaða liti, hljóð, sögur, orð og upplifanir eru þitt vetrar- nesti? Ég nýt þeirrar blessunar með konu minni að horfa líka á veröldina með fimm ára drengjum okkar. Við reynum að miðla þeim visku og vitum að á þessum árstíma eru Þingvellir aðalstaðurinn til upplifana. Við notuðum því laugardaginn til píla- grímsferðar inn í ríki blámans, langsýna og skýrleika. Gjárnar seiddu, hægur Silfru- straumur heillaði og haustlitir glöddu. Við skokkuðum upp hleðslugötuna upp Hallann og í Stekkjargjá og síðan að úðandi Öxar- árfossi. EFTIR gleðihopp í gjánni héldum við svo niður að breiðunni við Neðrifoss. „Nú ætla ég að sýna ykkur undur lífs- ins“ sagði ég við karlana mína. Við læddumst öll að ánni og viti menn. Þarna var stór urriði, sem rauk af stað og sprettbunga myndaðst á grunnsævinu. „Vá“ hann er stór. „Þeir eru fleiri hér einhvers staðar,“ sagði pabbinn, „það glitt- ir í eitthvað þarna við flúðina.“ Við fórum upp á brúna við Drekk- ingarhyl og undrið blasti við. Stór torfa fiska brosti þarna í glitrandi vatninu, kviðmiklir og bolþykk- ir. Sporðarnir voru sem skóflur. Ég taldi 101 stykki, kannski voru sumir þess- ara risafiska nærri tuttugu pund? ÉG hef fylgst vel með Öxará í tvo áratugi og ástalífið þar fer batnandi. Mikilvægar riðstöðvar við útfall Sogsins við Kaldár- höfða voru eyðilagðar við gerð Steingríms- stöðvar fyrir hálfri öld. Hinn stórvaxni urriðastofn vatnsins hrundi, en hefur braggast síðustu ár með hjálp manna. Fyrir tuttugu árum voru aðeins nokkrir fiskar sem komu í Öxará til að efla lífið, en nú má vænta tvö til fjögur hundruð ofur- fiska í ána hvert haust. Það er því sjón að sjá boltana. Nú er ástalífið í gerðinni í Öxará og lífsgleðin magnast. FYRST er að kenna drengjum á undur lífs- ins, að við megum njóta og taka með okkur svona upplifun inn í okkur og veturinn. Svo þurfum við líka að vita að menn geta skemmt eða verndað. Ég sagði þeim ekkert um Drekkingarhyl í þessari ferð, en naut þess fremur að tala og hugsa um þessa líf- iðju, gleði og vonir neðan við fossinn hjá hyl grimmdarinnar. Töfrar lífsins þrátt fyrir dauða. Í nánd við Drekkingarhyl spírar lífið í þessari Lífbreiðu. Neðan við Drekkingarhyl eru stangveiðar bannaðar en upplifanir leyfðar. Dauðinn dó en lífið lifir – góð viska fyrir veturinn og allt líf mannabarna. 101 Öxará Blessaði Guð Ísland? Stefnir Ísland áfram? Er atvinna að skapast eða tapast? Tvö ár eru liðin frá bankahruni. Félag atvinnurekenda stendur fyrir opnum fundi þar sem rædd verður framtíðarsýn í atvinnurekstri á Íslandi. Hvernig sköpum við störf? Hverjar eru aðstæður fyrirtækja? Er Ísland nýtur þegn í samfélagi þjóðanna, nafli alheimsins eða afskekkt einkahagkerfi? Fundurinn fer fram í Iðnó miðvikudaginn 6. október kl. 15.00 Skattheimta á skjön. Á milli erinda verða kynnt grátbrosleg dæmi um innheimtu vörugjalda og skatta sem augljóslega stríða gegn heilbrigðri skynsemi. Munum að „Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir“. Dagskrá: 1. Viðskiptaumhverfið á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi – hver er staðan tveimur árum eftir hrun? Margrét Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Félags atvinnurekenda og forstjóri Icepharma 2. Á krossgötum: Pólitískar og hugmyndafræðilegar forsendur endurreisnarinnar Þorsteinn Pálsson 3. Hugmyndir skapa störf! Frosti Sigurjónsson, frumkvöðull 4. Minni og meðalstór fyrirtæki eru drifkraftur atvinnusköpunar – en erum við að beisla kraftinn? Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Margrét Þorsteinn Frosti Almar fæst í pósthúsum um allt land

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.