Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 10
10 19. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 5 5 Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir ... Stofnun lýðveldis [建國大業] (2009) Askja st. 132, fimmtudagur 21. október, kl. 17:30 Stórmyndin Stofnun lýðveldis var framleidd í tilefni 60 ára afmælis stofnunar Alþýðulýðveldisins Kína og segir frá atburðum hinnar afdrifaríku borgarastyrjaldar á árunum 1945-1949. Myndin er almennt talin vera fordómalaus, sanngjörn og laus við áróður. Sýningin er öllum opin og án endurgjalds. Sýningartími 140 mín. SJÁVARÚTVEGUR HB Grandi hefur ákveðið að senda Ingunni AK til veiða á íslenskri sumar- gotssíld og tók skipið nót í Reykjavíkurhöfn í gær. Mikil óvissa hefur verið um það hvort ástand síldarstofnsins væri með þeim hætti að kvóti yrði gefinn út á þessu hausti, en eins og kunnugt er greindist sýking í stofninum. Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur hins vegar verið gefinn út fimmtán þús- und tonna byrjunarkvóti. Hlutur Granda er um 1.800 tonn, eins og kemur fram á heima- síðu fyrirtækisins. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildar- stjóra uppsjávarsviðs HB Granda, var ákveð- ið að senda Ingunni til veiða á íslensku sumar- gotssíldinni, þar sem veðurspáin er óhagstæð fyrir austan landið þar sem skip HB Granda hafa stundað veiðar á norsk-íslensku síldinni. Spáin fyrir vestanvert landið er hins vegar hag- stæð en vitað er til þess að töluvert magn af íslensku sumargotssíld heldur sig inni á Breiða- firði um þessar mundir. Alls eiga skip HB Granda nú óveidd um 1.400 tonn af norsk-íslenska síldarkvótanum, en sífellt erfiðara er að sækja aflann. Að sögn Vilhjálms mun framvinda mála næstu daga skera úr um það hvort veiðunum verður haldið áfram eða hvort eftirstöðvar kvótans verða færðar yfir á næsta ár. - shá Töluvert magn af síld er komið inn á Breiðafjörð og veiðar að hefjast: Grandi byrjar síldveiðarnar í Breiðafirði INGUNN AK Var í Reykjavíkurhöfn í gær að taka nót um borð. Stefnan er sett á Breiðafjörð til veiða á íslenskri sumargotssíld. EFNAHAGSMÁL Með fyrirkomulagi sem eykur gagnsæi og aga í ríkis- fjármálum má koma í veg fyrir að sú erfiða staða sem ríkissjóður er nú í endurtaki sig. Þetta kemur fram í áliti Viðskiptaráðs Íslands. Í álitinu kallar Viðskiptaráð eftir því að trúverðugleiki fjárlaga- ramma ríkisins verði efldur með innleiðingu bindandi útgjaldaþaks fyrir hvert ráðuneyti yfir heilt kjörtímabil. Með slíku fyrirkomu- lagi er sagt að draga myndi úr pól- itískum þrýstingi á aukin útgjöld, óháð árferði í efnahagsmálum. Þar segir að rík tilhneiging sé til þess að auka útgjöld í góðæri. Það kalli á niðurskurð þegar verr ári. Þessi stefna ýki hagsveiflur. „Hugmyndir um hvort ráðast eigi í niðurskurð eða skattahækk- anir munu ætíð vera grundvöllur skoðanaskipta í þjóðfélaginu og skal engan undra að svo sé enda hafa báðar aðgerðir neikvæð áhrif á ólíka hagsmuni tiltekinna hópa. Ágreiningur um hvort áhersla eigi að vera á tekjuöflun eða útgjalda- stjórnun ætti þó almennt ekki að koma í veg fyrir samstöðu á öðrum sviðum,“ segir í álitinu. - óká Á TRÖPPUM STJÓRNARRÁÐSINS Í nýju áliti kemur fram að níutíu prósent forsvarsmanna ríkisstofnana eru hlynnt áætlanagerð til lengri tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Viðskiptaráð Íslands vill að fjárlagagerð ríkisins verði styrkt með útgjaldaþaki: Vilja farsælli úrlausn til langs tíma GENGIÐ Á FLOTBJÁLKA Eitt skemmti- atriða á hverfishátíð í Tókýó var hópur fólks sem sýndi færni sína í því að ganga á fljótandi trjádrumbum. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.