Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 34
 19. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR22 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI KR-ingar eru farnir að huga að næsta sumri. Einhverj- ar breytingar verða á leikmanna- hópi liðsins en meðal annars vant- ar nýjan markvörð. Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, er sterklega orðaður við félagið en Lars Ivar Moldsked kemur ekki aftur næsta sumar. Svo er óvissa með framtíð Hol- lendingsins Mark Rutgers hjá félaginu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sagði KR upp launalið samningsins við Rutgers og reyndi að fá Daníel Laxdal frá Stjörnunni. Það gekk ekki eftir, þar sem Stjarnan vildi ekki selja fyrirliðann sinn. Þó svo að Rutgers þurfi að endur- semja við KR hefur hann áhuga á að spila áfram með liðinu. Við- ræður um nýjan samning standa yfir og ættu þau mál að skýrast á næstu dögum. KR er einnig eitt þeirra félaga sem hafa áhuga á að fá Hólmar Örn Rúnarsson. FH hefur einnig áhuga og svo vill Keflavík að sjálf- sögðu halda honum. Hólmar sagði við Fréttablaðið í gær að hann ætl- aði sér að skoða möguleika erlend- is áður en hann semdi við lið á Íslandi. Hann sagði það ekki vera sjálfgefið að hann yrði áfram í Keflavík. - hbg Óvissa með framtíð Marks Rutgers hjá KR: Stjarnan vildi ekki selja Daníel til KR EKKI TIL SÖLU Daníel Laxdal er ekki til sölu og KR fékk ekki að kaupa hann. Daníel á eitt ár eftir af samningi sínum við Stjörnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester Utd, er harður í horn að taka og hefur alla tíð verið óhræddur við að taka á stjörnum liðsins. Þannig hafa leikmenn á borð við David Beckham og Jaap Stam verið seldir frá félaginu eftir að þeir lentu upp á kant við stjórann. Sagan gæti verið að endurtaka sig eina ferðina enn því hermt var í breskum fjölmiðlum í gær að Wayne Rooney hefði farið fram á að vera seldur frá félaginu. Man. Utd var fljótt að senda frá sér yfir- lýsingu í kjölfarið þar sem félagið þvertók fyrir þann möguleika að selja leikmanninn í janúar. Staðan er mjög viðkvæm enda á Rooney rúmlega eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félag- ið. Viðræður um nýjan samning eru ekki lengur í gangi og Rooney vill ekki semja. Verði ekki samið við Rooney þarf United að selja hann í janúar eða næsta sumar. Annars mun félagið missa hann án þess að fá pund fyrir. Samband Rooney og Sir Alex Ferguson, stjóra félagsins, er víst orðið mjög stirt. Ferguson hélt því fram um daginn að Rooney gæti ekki spilað vegna ökklameiðsla en Rooney upplýsti síðar að það væri nákvæmlega ekkert að honum. Hann gæti vel spilað. Ferguson henti honum í kjölfarið á bekkinn um helgina gegn WBA. Talið er að þeir hafi rifist heiftar- lega og Rooney sé búinn að fá nóg. Hann vilji fara. Síðustu mánuðir hafa ekki verið góðir fyrir Rooney. Hann olli gríðarlegum vonbrigðum á HM eftir að hafa átt ótrúlegt tímabil með United. Síðan komst upp að hann hefði keypt sér þjónustu vændiskvenna og ofan á allt hefur hann ekkert getað á fótboltavellinum síðustu vikur. Það yrði gríðarlegt áfall fyrir United að missa Rooney, enda var það hans hlutverk að leiða liðið eftir að það seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid fyrir metfé. Það er þó ekki á vísan að róa þegar Ferguson er annars vegar. Það geta David Beckham, Jaap Stam, Paul Ince og Ruud van Nistelrooy vitnað um. henry@frettabladid.is BÚIÐ SPIL? Það mun reyna á forráðamenn Man. Utd að bera klæði á vopnin hjá Rooney og Ferguson næstu daga. Mikið er í húfi. NORDIC PHOTOS/GETTY Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis 2010 Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis verður haldinn í Fylkishöll þriðjudaginn 2. nóvember 2010 kl. 20.30. Dagskrá; 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis. FÓTBOLTI Þriðja umferð Meistara- deildar Evrópu hefst í kvöld í riðl- um E til H en stórleikur kvölds- ins verður spilaður á Santiago Bernabéu í Madríd þar sem Real Madrid tekur á móti AC Milan. Real Madrid hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í Meist- aradeildinni og vann 4-1 sigur á Malaga í spænsku deildinni um síðustu helgi. „Þetta er einn af leikjun- um sem allir leikmenn vilja spila og allir fótbolta- áhugamenn vilja sjá,“ sagði Iker Casillas, fyrirliði og markvörður Real (til hægri). „Þetta er fyrsti alvöru leik- urinn okkar á tímabilinu,“ sagði Casillas, en AC Milan er tveimur stigum á eftir Real. Arsenal fær góðan kunn- ingja í heimsókn á Emirates þegar toppliðin í H-riðlinum mætast. Eduardo da Silva snýr þá aftur aðeins þremur mán- uðum eftir að Arsenal seldi hann til Shakhtar Donetsk. „Áður en það var dregið í riðlana var mig farið að dreyma um að fá að mæta Arsenal og spila fyrir fram- an stuðningsmennina á Emirat- es,“ sagði Eduardo, sem hefur reyndar aðeins spilað í 15 mín- útur í fyrstu tveimur leikj- um Shakhtar, sem úkra- ínska liðið hefur unnið með markatölunni 4-0. Chelsea fær að margra mati fyrsta alvöru prófið í Meistaradeildinni þegar liðið heimsækir Spartak á Luzhniki-leikvanginn í Moskvu. Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína. Þetta gæti einnig orðið tæki- færi fyrir marga leikmenn Chelsea til að skipta út slæm- um minningum frá Moskvu, en þetta er fyrsti leikur Chel- sea í höfuðborg Rússlands síðan liðið tapaði í vítakeppni á móti Manchester United í úrslita- leik Meistaradeildarinnar árið 2008. - óój Þriðja umferð Meistaradeildarinnar hefst í kvöld: Risaleikur á Bernabéu Er Rooney næstur undir öxina hjá Ferguson? Það var um fátt annað fjallað í breskum miðlum í gær en framtíð Wayne Roon- ey. Samningaviðræður hans við félagið hafa siglt í strand, hann er lentur upp á kant við stjórann, Sir Alex Ferguson, og er sagður vilja yfirgefa félagið. KÖRFUBOLTI Fjölnir vann fyrsta leikinn sinn undir stjórn Örvars Þórs Kristjánssonar og Stjörnu- menn unnu sinn fyrsta sigur frá upphafi í Keflavík, en ÍR-ingar misstu hins vegar frá sér fyrsta sigur sinn í vetur þegar þriðja umferð Iceland Express-deildar kláraðist í gær. Sonur Tómasar Holton, fyrir- rennara Örvars Þórs Krisjánsson- ar, nýs þjálfara Fjölnis, var hetjan í dramatískum 81-80 sigri Fjölnis- manna á Hamri í Grafarvogi í gær. Tómas Heiðar Tómasson kláraði Hamarsliðið á báðum endum vallarins á æsispennandi lokasek- úndum leiksins. Hann skoraði fyrst sigurkörfuna 50 sekúndum fyrir leikslok og varði síðan lokaskot leiksins frá Andre Dabney. Örvar Þór tók við liði Fjölnis af Tómasi Holton fyrir helgi og það byrjaði ekki vel því Hamarsmenn skoruðu að vild í fyrsta leikhlutan- um og voru sextán stigum yfir við lok hans, 18-34. Fjölnisliðið gafst hins vegar ekki upp og vann sig hægt og rólega inn í leikinn. Hamar var ellefu stigum yfir í hálfleik, 41-52, og fimm stig- um yfir fyrir lokaleikhlutann, 64- 69. Fjölnismenn skoruðu fyrstu þrjú stig fjórða leikhlutans og leikurinn var síðan æsispennandi allan lokaleikhlutann. Tómas kom Fjölni í 81-80 þegar 40 sekúndur voru eftir og Andre Dabney fékk síðan tvö tækifæri til að tryggja Hamri sigur. Fyrst klikkaði hann á þriggja stiga skoti en Darri Hilmarsson náði þá sókn- arfrákastinu. Dabney reyndi að fara nær körfunni til þess að ná lokaskotinu en þar beið Tómas, varði skotið og tryggði Fjölni fyrsta sigur hans á tímabilinu. Stjörnumenn unnu sinn annan sigur í röð þegar liðið vann 78- 69 sigur á Keflavík í Keflavík þar sem góðir endasprettir Garð- bæinga í öllum fjórum leikhlutun- um lögðu grunninn að sigrinum. Þetta var fyrsti sigur Garðbæinga í Keflavík en Keflvíkingar töpuðu þarna sínum öðrum leik í röð. KFÍ tryggði sér síðan 107-97 sigur á ÍR eftir framlengingu eftir að staðan var 91-91 í lok fjórða leikhluta. ÍR var yfir nær allan leikinn en missti niður átta stiga forskot á síðustu 93 sekúndunum og hefur því tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins. - óój Sonur Tómasar Holton tryggði Örvari fyrsta sigurinn sem þjálfara Fjölnis: Dramatískur sigur í fyrsta leik HETJAN Tómas Heiðar Tómasson verst hér Ellert Arnarsyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stigahæstir í gær Fjölnir-Hamar 81-80 (41-52) Ben Stywall 22 (10 frák.), Ægir Þór Steinarsson 19 (9 frák./7 stoðs.), Tómas Heiðar Tómasson 15 - Andre Dabney 29, Darri Hilmarsson 22, Ellert Arnarson 10. Keflavík-Stjarnan 69-78 (32-38) Gunnar Einarsson 18, Hörður Axel Vilhjálmsson 17, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16 - Jovan Zdravevski 21 (11 frák.), Marvin Valdimarsson 17. KFÍ-ÍR 107-97 (37-45, 91-91) Craig Schoen 32 (7 frák./9 stoðs./9 stoln- ir), Nebojsa Knezevic 26 - Kelly Biedler 32 (17 frák.), Nemanja Sovic 23, Karolis Marcinkevicius 13. ÞÓRUNN HELGA JÓNSDÓTTIR var Suður-Ameríkumeistari með brasilíska liðinu Santos í fyrrinótt en þetta er annað árið í röð sem hún vinnur þennan eftirsótta titil með félaginu. Santos-liðið vann 1-0 sigur á Everton frá Chile í úrslitaleiknum og lék Þórunn Helga allan leikinn en sigurmarkið kom beint úr aukaspyrnu á lokamínútu leiksins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.