Fréttablaðið - 19.10.2010, Side 18

Fréttablaðið - 19.10.2010, Side 18
 19. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 Heilsuvenja 1: Borðið mikið af grænmeti og heilkorni Lönd þar sem lögð er áherslu á það: Kína og Grikkland Í mörgum löndum er litið á kjöt sem meðlæti. Í Kína byggist mataræðið fyrst og fremst upp á grænmeti, ávöxtum og heilkorni og í Grikklandi eru grænmeti og rótarávextir uppistaðan í mörgum máltíðum, ekki bara meðlæti. Hvað á að gera: Reynið að fylla tvo þriðju disksins með grænmeti og heilkornsafurðum og einn þriðja með fiski eða kjöti. Kaupið ferska ávexti á sumrin, frystið þá og notið út í jógúrt eða ávaxtahristing á morgnana. Heilsuvenja 2: Gefið ykkur nógan tíma til að matast Lönd þar sem lögð er áhersla á það: Ítalía, Frakkland, Spánn, Grikk- land og Japan. Í þessum löndum stendur mál- tíð gjarnan yfir í nokkra klukku- tíma. Og í opinberum matarráð- leggingum í Grikklandi er lögð áhersla á að „borða hægt, helst allt- af á sama tíma dags og í ánægju- legu umhverfi“. Að borða hægt og njóta þess dregur úr ofáti og eykur afslöppun, sem hjálpar til við meltinguna. Hvað á að gera: Takið ykkur tíma til að njóta lyktarinnar, áferð- arinnar og bragðsins af matnum. Tedrykkja að japönskum sið byggist til dæmis á því að sinna öllum skilningarvitum; að horfa og hlusta þegar teinu er hellt í bollann, finna hitann af bollanum í lófanum þegar honum er lyft, anda síðan að sér ilminum og að lokum njóta bragðsins. Heilsuvenja 3: Passið skammtastærðir Lönd þar sem lögð er áhersla á það: Frakkland og Japan. Í Frakklandi eru meðalskammt- ar um það bil 25 prósentum minni en til dæmis í Bandaríkjunum og pökkuð matvæli eru seld í mun minni pakkningum. Í Japan eru skammtarnir líka smáir og þar borðar fólk úr litlum skálum í stað stórra diska. Hvað á að gera: Marg- ir Japanar ástunda „hara hachi bu“ sem þýða má sem „átta af tíu“ og þýðir að þeir hætta að borða strax og þeim finnst þeir vera að verða saddir. Ráðlagt er að ýta frá sér diskinum um leið og maginn virðist vera að fyllast. Einnig er ráðlegt að hafa uppistöðuna í mál- tíðinni mettandi trefjaríka fæðu eins og linsubaunir eða grænmeti. Heilsuvenja 4: Notið aðeins ferskt óunnið hráefni Lönd þar sem lögð er áhersla á það: Ítalía, Frakkland, Grikkland og Japan. Matarinnkaup í löndum á borð við Frakkland og Ítalíu fara fram á mörgum stöðum; hjá slátraran- um, grænmetissalanum og bakar- anum, sem tryggir að hráefnið er ferskt og óunnið. Hvað á að gera: Sleppið því að kaupa unnar vörur og leggið meiri áherslu á salatið. Eldið grænmeti almennt eins lítið og mögulegt er, gufusjóðið það eða snöggsteikið. Heilsuvenja 5: Kryddið hraustlega Lönd þar sem lögð er áhersla á það: Indland, Kína og Taíland. Kryddjurtir og annað krydd eru ekki bara holl, heldur auka ánægj- una af máltíðinni fyrir öll skiln- ingarvit. Rannsóknir hafa leitt í ljós að kryddjurtir eins og tímí- an, basilíka og rósmarín, og krydd eins og kanill, negull og túrmerik geta haft hamlandi áhrif á vöxt sjúkdóma. Hvað á að gera: Til að tryggja aðgang að ferskum kryddjurtum allt árið er tilvalið að rækta þær í pottum í eldhúsglugganum. Það má líka krydda hversdagsmatinn með óvenjulegu kryddi, til dæmis nota kanil eða negul á grillkjúkl- inginn eða fiskinn. fridrikab@frettabladid.is Maturinn lengir lífið Ýmislegt er sameiginlegt með mataræði þeirra þjóða þar sem meðalaldur er hæstur og ekki úr vegi að taka þær sér til fyrirmyndar. Hér eru fimm venjur sem gott er að temja sér ef stuðla á að langlífi. Þótt ekki séu margir svona ávaxtamarkaðir á Íslandi er fjölbreytt úrval ávaxta í stórmörkuðum. Lönd þar sem fólk lifir lengst Land Offita Meðalaldur 1. Japan 1,5% 82 ár 2. Singapúr 1,8% 82 ár 3. Kína 1,8% 73 ár 4. Frakkland 6,6% 81 ár 5. Svíþjóð 11% 81 ár 6. Ítalía 13% 80 ár 7. Spánn 16% 80 ár 8. S-Kórea 10% 79 ár 9. Ísrael 24% 81 ár 10. Grikkland 25% 80 ár Ávextir og grænmeti eru nauðsynleg fyrir heilsusamlegt útlit, eftir því sem fram kemur í nýlegri rannsókn. Þar kemur fram að húðlitur manneskju segi til um hversu heilsusamleg hún virðist vera og þar af leiðandi hversu aðlaðandi hún sé. Þá hafi mataræði mikið að segja um húðlit. UPPSKRIFT FYRIR FJÓRA • 700 gr. grasker eða butternut squash afhýtt og skorið í teninga • 2-3 matskeiðar ólífuolía • 2 hvítlaukslauf, kramin • 1 msk ferskur engifer,afhýddur og raspaður • 1-2 msk karrýduft, eftir smekk • ½ teskeið kanill • 1 msk grænmetiskraftur • 200 ml kókosmjólk • 4 meðalstórir tómatar, skornir í teninga eða 1 dós niðursoðnir tómatar í teningum • 100 gr. heslihnetur • 100 gr. rúsínur • 1 knippi ferskur kóríander, skorinn smátt • Salt og pipar eftir smekk Látið olíuna hitna á pönnu og mýkið laukinn í henni. Bætið hvítlauk, engifer, karrýdufti, kanill og grænmetiskrafti útí og hrærið í eina mínútu. Bætið þá graskeri og kókosmjólk og látið krauma í um 15 mín. Áður en graskerið er orðið fyllilega mjúkt bætið öllu öðru útí nema kóríander laufum, hafið á hægum hita í 5 mín. Bæta má kókosmjólk útí ef kássan er of þurr. Bætið við Kóríander rétt áður en rétturinn er borinn fram. FLJÓTLEGT SPELT NAAN BRAUÐ • 1 bolli hvítt spelthveiti • 1 teskeið lyftiduft • ½ tsk salt • 1 tsk sítrónusafi • 1 tsk kraminn hvítlaukur (má sleppa) • 1 tsk kraminn kóríander úr krukku eða 1 msk ferskur (má sleppa) • 60-70 ml heitt vatn Blandið öllum þurrefnum saman, bætið síðan vökvunum við. Handhnoðið stuttlega, þar til deigið er mjúkt en límist ekki. Mótið fjórar litlar bollur, fletjið þær út í höndunum og bakið í ofni við 200 gráður í um 5-7 mínútur á hvorri hlið. Eftirá dreypið ólívuolíu yfir brauðið og berið fram heitt. Rétturinn er borinn fram með brúnum basmati hrísgrjónum og fersku salati. Grænn kostur Skólavörðustíg 8 101 Reykjavík Sími: 552 2028 Graskers- karrý með Naanbrauði www.graennkostur.is Heilsuréttir F í t o n / S Í A ÞAÐ ER AUÐVELTAÐ KAUPA ÁSKRIFT Á STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.