Fréttablaðið - 20.10.2010, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 20. október 2010
Samningaviðræður Íslands við ESB
Klárum dæmið
Hvernig má auka pólitíska samstöðu um að ljúka
aðildarviðræðum?
Fundur í Iðnó fimmtudaginn 21. október kl. 8:15 - 9:30
Kaffibolli og rúnnstykki í upphafi fundar
Semjum og látum þjóðina ákveða
G. Valdemar Valdimarsson, formaður alþjóðanefndar Framsóknarflokksins
Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi og ritari stjórnar VG
Geta þingmenn náð höndum saman?
Birkir Jón Jónsson, alþingismaður og varaformaður Framsóknarflokksins
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, varaformaður VG
Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður
Fundarstjóri er Jón Steindór Valdimarsson,
formaður Sterkara Íslands
Nánari upplýsingar á www.sterkaraisland.is
Fornbókasalan Bókin fagnar
fimmtíu ára afmæli nú um mund-
ir og af því tilefni hefur verið efnt
til sérstakrar afmælisútsölu, þar
sem um það bil 40 þúsund bækur
í versluninni verða á 50 prósenta
afslætti.
„Þetta eru bækur úr öllum
áttum,“ segir Bragi Kristjónsson
fornbókasali. „Hér eru ættfræði-
rit, héraðssaga, matreiðslubækur,
blandaðar fagbókmenntir, íþrótt-
ir og tómstundaiðja, sjálfshjálp-
arbækur í miklu úrvali, ævisögur
erlendra stórmenna og landkönn-
un á íslenskum og erlendum tung-
um, skákbækur, hvernig verða má
ríkur og voldugur og ég veit ekki
hvað og hvað.“
Bragi bendir á að útgefnir bóka-
titlar á 20. öld hafi verið um 100
þúsund talsins og þetta sé því
vænn hluti þess sem komið hefur
út. Útsalan hefst í dag og stendur
í eina viku. Bókin ehf. var stofnuð
í litlu húsnæði við Klapparstíg 26
árið 1960, en var lengst af á Lauga-
vegi 1 og Skólavörðustíg 6.
Afmælisútsala í Bókinni
BRAGI KRISTJÓNSSON Á útsölunni verða
40 þúsund titlar seldir með 50 prósenta
afslætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Bókmenntir ★★★★
Mörg eru ljónsins eyru
Þórunn Valdimarsdóttir
Ástar- og átakasagan Laxdæla er
náttúrulega hreinræktuð sápa og
furðulegt að ekki skuli löngu vera
búið að gera nútímaútgáfu af örlög-
um þeirra fóstbræðra Kjartans og
Bolla og ástkonu þeirra Guðrún-
ar Ósvífursdóttur. Nú hefur Þór-
unn Erlu Valdimarsdóttir bætt úr
þeirri vöntun og skrifað sakamála-
sögu úr samtímanum með persón-
um og plotti úr Laxdælu.
Guðrún er hér reyndar Óðins-
dóttir, sjónvarpsfréttamaður og
fegurðardís, Bolli myndlistarmað-
ur og Kjartan sagnfræðingur.
Sagan hefst á morði Kjartans
sem lögreglumaðurinn Leó L.
Jónsson þarf að rannsaka. Stekk-
ur síðan beinustu leið í forsöguna,
sem spannar fjórtán ár, og lýkur
á niðurstöðu rannsóknarinnar og
eftirmála.
Forsagan er meginefni bókar-
innar, morðin næstum aukaatriði
og þar sem lesandinn þykist vita
hver myrti hvern er ekki mikil
spenna. Þórunn snýr sig reynd-
ar frábærlega út úr því og kemur
Laxdælukunnugum lesendum á
óvart. Annars fylgir hún í meg-
indráttum sögu fóstbræðranna
og ástkonunnar en færir hana til
nútímans á skemmtilegan og sann-
færandi hátt.
Lögreglumaðurinn Leó er fjórða
aðalpersóna sögunnar, skondin
blanda af skandinavískri vanda-
málalöggu og amerískri töffara-
löggu, og saga hans og heimil-
isaðstæður leika stórt hlutverk
í fléttunni enda flækjast örlög
þeirra Guðrúnar saman með
óvæntum afleiðingum.
Persónurnar eru misvel mótað-
ar, Guðrún, Kjartan, Leó og ýmsar
aukapersónur mjög vel dregin og
trúverðug, en Bolli hálfgerður
huldumaður sem lesandinn nær
illa að tengjast og Hrefna, kona
Kjartans, afskaplega þokukennd
persóna. Einnig þar tekur Þórunn
mið af Laxdælu.
Eins og endranær hjá Þórunni er
það þó stíllinn sem lyftir þessari
sögu hátt yfir flestar aðrar íslensk-
ar sakamálasögur. Þessi sérkenni-
lega blanda af gömlu bókmáli og
nútíma talmáli virkar tilgerðar-
leg í fyrstu en býr yfir einhverjum
seið sem sogar lesandann inn í sög-
una og rígheldur honum þar. Hér
morar allt í orðtökum með glettn-
islegri vísun til Íslendingasagna:
„Ágirnd vex með bossa hverjum“,
„Meira þarf til en myntu súpu með
gúrkum“, „Ástarfljótsskrímslið
er í djúpunum“ o.s.frv. En text-
inn morar líka í óhemjufallegum
setningum og erótískum undirtón-
um, heimspekilegum hugleiðing-
um og hártogunum. Einhver orðaði
það svo að textinn daðraði við les-
andann og það má til sanns vegar
færa. Og það daður svínvirkar.
Maður fyllist næstum því sökn-
uði þegar bókin endar og klippt er
á orðahringiðuna sem haft hefur
mann á valdi sínu meðan á lestri
stóð.
Merkimiðinn sakamálasaga er
dálítið vafasamur, ekki eru forn-
sögurnar eða leikrit Shakespeares
flokkuð sem sakamálasögur þótt
þar sé krökkt af morðum og und-
irferli. Mörg eru ljónsins eyru á
meira skylt við fyrrnefnd rit en
formúlukennda krimma samtím-
ans. Hún er fyrst og fremst breið
skáldsaga um ástina og dauðann,
eins og allar aðrar góðar sögur, og
mörgum þrepum ofar í bókmennta-
stiganum en formúlubókmenntirn-
ar. Friðrika Benónýsdóttir
Niðurstaða: Vel heppnuð nútímaút-
færsla á Laxdælu sem á meira skylt
við fornsögurnar en formúlukrimma
samtímans.
Heldur þann næstbesta