Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Page 6

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Page 6
Þegar við 10—15 strákar vorið 1890 auruðum saman i þá svokallaðan í'ót- bolta, datt vist engum okkar í hug, að úr hinu þá svokallaða „Fótbolta- íélagi Reykjavikur“ yrði hið nú vold- uga K.R., með um 2000 meðlimum, eig- in stórhýsi í hjarta bæjarins, sérstöku æfingahúsi, skiða- og iþróttaskála hátt á fjöllum uppi og ýmsum öðrum þæg- indum fyrir meðlimi sina. Því byrjunin var sú, að aðeins var hugsað urn að eignast 1—2 „fótbolta“ yfir sumarið til að sparka í suður á melum, eftir að við höfðum séð ensku sjóliðana af herskipunum æfa sig þar, en áður hafði James Ferguson prent- ari æft nokkur sumur leikfimislærlinga sína i knattspyrnu suður á melum. Eru flestir þeirra knattspyrnumanna nú dánir, en eftir nú i Reykjavík, að ég man, aðeins Guðjón Einarsson prent- ara og Pétur Á. Jónsson óperusöngvari. En það varð einhvern veginn mitt hlutskifti að „panta“ knettina frá Eng- landi fyrstu árin og 'innheimta hina árlegu 1 krónu hjá strákunum, svo við gætum iðkað þessa fögru iþrótt þeirra Bretanna. Melarnir voru þýfðir og ó- ruddir og dytti engum nú í hug að nota siíkan leikvöll; markstengur voru engar, aðeins steinar með réttu milli- bili, en hæðarinnar varð maður að geta sér til, ef einhverjum tókst eftir mikl- ar þvælingar og erfiði að spyrna knett- inum milli steinanna. Eg nefni þvæl- ingar, því fyrstu árin var það svo, að við héldum að mestur dugnaður og spilamenska væri fólgin i þvi að þvæla knettinum sjálfur og komast þannig að markinu og var það alveg ótrúlegt, hve lengi sumir gátu þolað að hlaupa og þvælast með knöttinn. Man ég sérstak- lega eftir Kristni sál. frá Laugarnesi, Jóhanni Antonssyni og Pétri Jónssyni, Sigurði frá Brunnhúsum og Sigurjóni Péturssyni, en hann lék venjulega á kúskinnsskóm, og dugðu þeir vel. Oft var erfitt um æfiugar vegna ó- nógrar þátttöku, en eítir að Oiaíur llósinkranz kom með latinuskólapilt- ana suður á mela, lifnaði nú heldur en ekki yfir leiknum. Olafur var, eins og allir vita, mikill og áhugasamur íþróttamaður, og lék man ég siðast 1907, þá 54 ára, í kappleik, er við háð- um við sjóliða af ensku herskipi. En latínuskólapiltar þeir, er Olafur kom með suður á mela, voru margir ágæt- is iþróttamenn, og nefni ég helst Matt- hías Einarsson, Sigurjón Jónsson, Jón Isleifsson, Magnús Sigurðsson, Gunn- laug Claessen, Björn Pálsson Kalman, Pétur Jónsson, og hina látnu merkis- menn: Jón Ófeigsson og bræðurna Böðvar og Jón Kristjánssyni. Að þess- um mönnum var mikill styrkur og settu þeir afar mikið fjör í leikinn, sérstak- lega Matthías, já, og svo Skúli læknir Bogason, sem liklega hefur verið mesti hlaupagarpurinn af öllum. En fljótt fundum við það, strákarnir, að þótt erfitt eða hættulegt gæti verið að „hlaupa á“, eins og þá var kallað, suma af þessum stórfiskum og okkur eldri mönnum, þá var ávalt óhætt að hlaupa á eða reyna að ná knettinum af Matt- híasi, þvi hann valt heldur sjálfur um koll en að lirinda eða skella okkur strákunum. Af ofanskráðu sést, að knattleikur þá var aðallega einmenningsleikur hvað það snertir, að hver hugsaði um sjálfan sig. Samspil þektist þá alls ekki, flestir kölluðu: „til min, til mín!“ og sá, er hafði knöttinn, reyndi eftir megni að koma knettinum að marki sjálfur, en alls ekki skila honum frá sér. Og ákefðin var oft svo mikil, að ekkert var hugsað um hið litla svæði, er við höfðum til æfinga. Man ég eftir einum mikilsmetnum borgara þessa bæjar, er kom suður eftir, vel klædd- ur og á lakk-skóm, er hann heyrði, að „fótbolti" væri á ferðinni, og spyrnti knettiuum á undau sér og þvældi á rnilli mótspilaranna, þar tii hann var einn um knöttinn, en þá var hann líka kominn suður undir bkild- inganeshóla! En hvernig lakk-skornir voru eftir ferðina, er önnur saga — eins og Kipling segir. Það er margs að minnast, þegar lit- ið er um öxl siðustu 40 árin og margt skringilegt kom fyrir á æfingum. Eu ekki, lærðmn við neitt í samspilinu fyr en við fórum að keppa við Eng- lendingana og var þó þátttakan stund- um svo litil frá okkar hálfu, að sjald- an var fullskipað lið; eitt sinn man ég eftir kappleik i miðjum júlí, þar sem aðeins voru — eftir %-tima bið — af okkar hálfu: Pétur Jónsson, Pét- ur Halldórsson, Ólafur Rósinkranz, Magnús frá Cambridge, Halldór Stef- ánsson læknir og svo ég, og lánuðu þeir ensku okkur þá hina 5, er á vant- aði. En á haustin og vorin hefði ver- ið hægt að æfa 2—3 kapplið, þvi ekk- ert var annað til skemtunar, hvorki Bíó, kaffihús, Borg né annað. Nú er öldin önnur og allir vita, með hve miklum ágætum æfingar og kappleikir nú fara fram hér í Reykja- vik og á K.R. þar mestan heiður skil- inn, því að þeir voru brautryðjend- ur, og þótt þeir hafi mjög oft unnið, kunnu þeir lika að tapa með gleði, heiðri og sóma. Oft spriklar í fótunum á okkur gömlu skörfunum, er við konnun suð- ur á völl til að sjá — helst — K.R. vinna. Og þar hittumst við ávalt, Pét- ur Jónsson, Árni og Lúðvig Einarssyn- ir, Guðmundur frá Ilól og Guðmund- ur Þorláksson, Bjarni og Kristinn Pét- urssynir, Ben. G. Wage, Nieljohníus Ólafsson, Jón Þorsteinsson, Davíð Ól- afsson, Geir og Kjartan Konráðssynir og aðrir gamlir IÍR-ingar, og gleðj- umst yfir góðum leik. Og þótt við, þessir gömlu karlar, gelum ekki keppt á nútímavísu, ættum við að liittast úti á velli í sumar og sýna einhverjuin liinna „Old Boys“ í tvo heimana. Nú er þessum stuttu endurminning- um að verða lokið, og mætti þó margt fleira fram telja. En ekki get ég þó endað þær, án þess að geta þess, að það var Árni Einarsson, sem frá 1913 tók við formensku í K.R. og með sér- stökum dugnaði kom félaginu vel á legg og lagði til þess mikla vinnu, og á eftir honum var K.R. svo heppið, að fá hina duglegustu stjórnendur og nefni ég aðeins þá Erlend Pétursson, Kristján Gestsson og Guðmund Ólafs- 4

x

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939
https://timarit.is/publication/660

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.