Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Qupperneq 8
komist, þegar talað er um að „forstopp-
arinn“ mundi stöðva sóknina, þótt hér
sé vitanlega átt við einn af framvörð-
unum. En nú eru menn loksins alveg
hættir að tala um „gullið“ á leikvell-
inum — og er það víst vegna krepp-
unnar!!!
Það er skiljanlegt, að áhorfendur
hrasi um nýyrði knattspyrnumálsins,
þegar alvanir leikmenn hrasa um þau,
og það jafnoft og þeir hrasa (detta) á
leikvelli. Þetta er ótækt. Öllum knatt-
spyrnumönnum ber skylda til þess að
tala fagurt knattspyrnumál; en öllum
íslendingum ætti að vera það metnað-
armál að vernda móðurmálið, vera mál-
hreinsunarmenn. Og það er sannfæring
min, að því réttara knattspyrnumál,
sem vér tölum, því fallegar og betur
verði knattspyrna leikin hér á landi,
vegna hinna rétlu hugtaka knattspyrnu-
málsins.
Á leikvvellinum shrdlu Rræö shrds
af mínum bestu leikbræðrum, samlierj-
um og vinum í áratugi; og þaðan hef
ég margar af bestu endurminning-
unum. Ekki verða þær metnar til fjár,
hinar mörgu gleði- og samverustund-
ir meðal góðra leikbræðra, né sú holl-
usta, sem líkamsiðkunum fylgir. Þess
vegna hefur það hina mestu þýðingu
fyrir uppvaxandi kynslóð, að velja sér
góð og farsæl hugðarstörf. Vér, sem
íþróttir iðkum og unnum, viljum að
æskulýður landsins temji sér líkams-
iþróttir, því vér vitum, af eigin raun,
að þær þroska menn bæði andlega og
likamlega, og veita farsæld í störfum.
Að Iokuni óska ég K.R. hjartanlega
til hamingju með 40 ára afmælið, um
leið og ég þakka félaginu þjóðþrifa-
starfið, og fyrir þann þroska, sem það
hcfur veitt mér undanfarna áratugi.
Glæsisbikarinn.
Forstjórar Efnalaugarinnar Glæsis,
Oddur Jónasson og Tngimundur Jóns-
son, hafa gefið K.R. vandaðan silfur-
bikar, smíðaðan á gullsmíðavinnustofii
Árna B. Björnssonar. Hefur K.R. ráð-
stafað honum til að keppa um á vor-
móti fyrir T. flokk (áður B-Iið). Njóta
öll knattspyrnufélögin því mjög góðs
af þessari rausnarlegu gjöf, því að slik-
an grip hefir vantað hér mjög tilfinn-
anlega um lengri tima, svo að mótin
gætu verið tvö i þessum flokki, eins
og hinum. Oddur lék i kappliði TTT.
flokks K.R. 1918.
Stjórn K.R. þakkar gefendunum mjög
vel fyrir þessa veglegu gjöf,
6
Guðmundur Ólafsson:
Hvers virði
er 40 ára starf K.R.?
Margir Reykvikingar, sem íþróttum
unna, munu hugleiða það nú, á 40 ára
afmæli K.R., hvers virði starf þess fé-
lags hefir verið fyrir Reykjavík. En
þó að menn brjóti heilann um það,
verður aldrei hægt að sýna það með
tölum, eða á annan raunverulegan hátt.
Allir munu þó vera sammála um það,
að starfsemi K.R. hér í höfuðstaðnum
hefur átt sinn drjúga þátt í þvi, að efla
likamlega og andlega hreysti Reykvík-
inga. Fyrir 40 árum var hér mjög dauf-
ur áhugi fyrir öllum íþróttum. Þó voru
þá til einstaka ungir, tápmiklir menn,
sem löngun báru í brjósti til íþrótta-
iðkana. Þessir menn báru gæfu til að
stofna Knattspyrnufélag Reykjavikur.
Félag, sem hefur dafnað og eflst ár
frá ári frá stofnun þess, og nú siðustu
10—15 árin borið ægishjálm yfir iill
önnur íþróttafélög þessa lands.
Þessir ungu menn, sem stofnuðu K.R.,
höfðu ])að fyrir markmið, að iðka
knattspyrnu, eins og nafn félagsins ber
með sér. Það má segja, að þeir liafi
hitt naglann á höfuðið. Frá ])ví að
þeir byrjuðu að iðka þessa skemtilegu
og áhrifamiklu iþrótt, hefur hún farið
sigurför um alt land, og er nú orðin
sú íþrótt, sem flestir landsmenn iðka,
enda þykir hún svo skemtileg, að til
dæmis hér í Reykjavík kemur á völl-
inn, þegar von er á vel leiknum knatt-
spyrnukappleik, alt að þvi fjórði hver
bæjarbúi.
Þau áhrif, sem þessi iþrótt hefur haft
á islenskt íþróttalif alment, eru ómet-
anleg, en þeir, sem vel hafa fylgst með
iþróttalífi okkar, munu ekki vera í vafa
um, hve knattspyrnan hefur greinilega
skipað þar forustuna.
Knattspyrnan er sú íþróttin, sem aðr-
ar íþróttir hefur vakið hér á landi;
æskan byrjar fyrst að fá íþróttaáhuga,
liegar hún kynnist knattspyrnu, sem
leiðir hann svo til íþróttaiðkana á ýms-
um sviðum. Það má þvi fullyrða það,
að með stofnun K.R. er að minsta kosti
reykvískt íþróttalíf vakið.
Knattspyrnan var hér eðlilega á byrj-
unarstigi lengi framan af. En eftir að
K.R. komst af unglingsárunum, fór
henni brátt að fara fram, og nú er
knattspyrnan komin hér á það stig, að
við megum vel við una, eftir ástæðum
og þeirri aðstöðu, sem við höfum i
veðráttu- og vallarskilyrðum.
K.R. hefur sí og æ fært út kvíarnar,
bætt við sig nýjum og nýjum íþrótta-
greinum, og er nú orðið fjölþætt-
asta íþróttafélag landsins. Sigursælt
hefur og félagið verið, svo að önnur
íþróttafélög hafa þar ckki tærnar, sem
það hefur hælana. Til dæmis voru á
siðastliðnu ári hér í bæ tólf kappmót
á milli hinna ýmsu íþróttafélaga hér
i bænum og utan af landi. Af þessúm
tólf mótum vanu K.R. átta mót. (Fé-
lagakeppni er það þegar flokkar félaga
keppa og verðlaunin ganga til félags-
ins). Þá hefur sigur liinna einstöku
keppenda i K.R. ekki verið minni, sbr.
alla ])á íslandsmeistara, sem það á i
hinum ýmsu iþróttagreinum.
Miklir sigrar og miklir dugnaðar-
menn á sviði íþróttanna eru ágætir á
vissan hátt, en það á aldrei og má
aldrei vera aðalatriðið í iþrótlastarf-
seminni, að vinna verðlaunagripi eða
verðlaunapeninga. Þjálfun líkamans á
að vera til Jiess að viðhalda og efla
hreysti hans, skapa viðsýni og frjáls-
lyndi, og síðast en ekki síst, til að
skapa félagslyndi, virðingu og kær-
lcika til allra, sem þeir umgangast.
KR-ingar eiga mörg og mikil verk-
efni eftir óunnin. Fyrsta og aðalstarf
þeirra i framtíðinni á að vera það, að
skapa allsherjar áhuga ungs fólks fyr-
ir i])róttum, að innræta ungum mönn-
um heilbrigt og holt liferni, og skapa
drengskap — sannan drengskap, í is-
lensku íþróttalífi.