Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Side 9

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Side 9
(zcíendur ^jDéíursson: T^naltsptjin usaga Upphaf íþróttahreyfingar. Árið 1895 fékk Björn heitinn Jóns- son, ritstjóri, skozkan mann til ísa- foldarprentsmiðju, sem James B. Fer- guson hét. Var hann hinn mesti iþrótta- maður; hafði æft „bar“-leikfimi i mörg ár og hlotið 6 heiðurspeninga fyrir. Þegar hingað kom, safnaði hann þeg- ar um sig ungum mönnum og tók að kenna þeim fimleika, knattspyrnu, hlaup og fleiri íþróttir, og má ótví- rætt telja hann brautryðjanda iþrótta- hreyfingarinnar hér á landi. Fyrsta veturinn, sem hann var hér, kendi hann fjölda mörgum og valdi svo úr þá bestu og stofnaði úrvalsflokk, og voru i honum meðal annara þessir: Adam Barcley Sigmundsson, Sigurður Þorláksson, Jón Sigurðsson, bræðurnir Ólafur og Sveinn Björnssynir, Vil- hjálmur Finsen, Hannes Heigason og Pétur Jónsson söngvari. Með þessum mönnúm og nægilega mörgum áhuga- James Fcrguson. mönnum öðrum, byrjaði liann svo knattspyrnuæfingar. Má þar á meðal Þorsteinn Jónsson. nefna Ólaf Rósinkranz, Guðjón Ein- arsson prentara (föður Ben. G. Wáge, forseta Í.S.Í.), tvo Skota, sem voru í „Glasgow“, og svo voru nokkrir pilt- ar úr Latínuskólanum. Æfingar fóru fram suður á Melum, á óruddu svæði, en þó lærðu menn helstu reglur knatt- spyrnunnar. Eftir burtför Ferguson’s tók Ólafur Rósinkranz við forystunni, og má ef- laust þakka honum það manna mest, að sú list lagðist ekki alveg niður aft- ur. Mestan dugnað í því að smala mönnum saman til æfinga, sýndu þeir Adam Barcley og Pétur Jónsson, en Guðjón Einarsson var ætið sjálfvalinn markvörður og þótti afkastamikill þar. Undir aldamótin voru margir latínu- skólapiltar farnir að æfa knattspyrnu, og leiðbeindi Ólafur Rósinkranz þeim. Má meðal þeirra nefna bræðurna Skúla og Pétur Bogasyni, Gunnlaug Claessen, hræðurna Ingvar og Magnús Sigurðs- syni, Jón ísleifsson, Jón Ófeigsson, Sig- urjón Jónsson og Björn Pálsson (Kal- man). Sýndi Björn sérstakan áhuga á íþrótt- inni og skilning fyrir því, livernig menn gæti haft hennar best not og tekið framförum. Náði hann i eitt ein- tak af enskum knattspyrnureglum og þýddi þær smám saman, einn kafla undir hverja æfingu, og las upp áður en æfing hófst. Með þessu móti tókst mönnum að fylgja ákveðnum reglum i leik, t. d. um rangstöðu (off side) o. s. frv. Á þessum árum byrjuðu félagsmenn á því að vinna nokkurskonar þegn- skylduvinnu við það að hreinsa grjót af knattspyrnuvellinum, — unnu jafn- an við það hálfa stund áður en leik- ur hófst, og reis þar seinna upp á liinu rudda svæði hinn gamli íþrótta- völlur. Fyrsta knattspyrnufélag íslands stofnað. Talið er að K.R. sé stofnað í mars- mánuði 1899, þvi að þá komu nokkrir ungir menn saman í búð Gunnars Þor- bjarnarsonar í Aðalstræti (þar sem verslunin Manchester er nú), og bund- ust félagsskap um það, að kaupa knött. Lagði hver maður fram 25 aura til kaupanna, en það hrökk nú skamt. Iínötturinn fékst þó — með afborgun, og þar með var félagsskapur myndað- ur og nefndur „Fótboltafélag Reykja- víkur“. Voru félagsmenn þessir fyrstu árin: Bræðurnir Pétur og Þorsteinn Jónssynir, Jóhann Antonsson, Þorkell Guðmundsson, bræðurnir Kjartan og Geir Konráðssynir, Björn Pálsson (Kalman),Davíð Ólafsson, Bjarni ívars- son, Guðmundur Guðmundsson, Hábæ, Guðmundur Þorláksson, Guðmundur Þórðarson, Hól, Jón Björnsson, bræð- urnir Bjarni og Kristinn Péturssynir, Sigurður Guðjónsson, Brunnhúsum, Guðmundur Stefánsson glimumaður og Kristinn Jóhannsson, Laugarnesi. Síðar. bættust við smámsaman: hræðurnir Jón Pétur Jónsson. t 7

x

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939
https://timarit.is/publication/660

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.