Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Page 11

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Page 11
íslandsmeistararnir 1919. spyrnumót Reykjavíkur í júlí. Var þá í fyrsta sinn keppt um hornið, sem K.R. gaf. Sigraði Fram í báðum þess- um mótum og vann þvi hornið í fyrsta sinn. En liinn 17. júni kepptu yngri deildir K.R. og Fram og sigraði K.R. þar, og mun það hafa ýtt undir félag- ið að leggja sem mesta alúð við það að ala upp knattspyrnumenn. Á nœsta ári, 1919, tapaði lv.R. ís- landsmótinu, en vann Reykjavíkurmót- ið og heimti nú hornið aftur. En árið el'tir (1917) lók Fram aftur hæði mótin. Þetta sumar gaf Egill Jac- obsen mikið og fagurt horn, lit þess að keppa um og var það netnt Knatt- spyrnunorn Islands. Var keppt um þao t fyrsta stnn 3. sept. Aðeins K.R. og Vatur kepptu, og har K.R. sigur úr hýt- um. Fram viidi ekki vera með; pvi þotti nafn hornsins koma i hága viö nafn Knattspyrnubikars lslands. A þessu sumri gáíu þeir A. V. Tuli- nius og Egilt Jacohsen einnig hikar, sem nelndist Knattspyrnubikar Reykja- víkur tii verðiauna t'yrir sigur i öðr- um ílokki. lvepptu Víkingur og K.R. unt hann í september og har Vikingur sigur úr býtum. Yfirleitt gekk K.R. margt á nióti á þessmn árum og mundu sumir hafa lagt árar i bát. En það má félagið eiga, að það harðnaði við hverja raun, og var það mest að þakka dugnaði stjórnarinnar. Hún lét reynsluna kenna sér og áhuginn var ódrepandi. Hún sá, að félaginu var nauðsynlegt, ef það átti að halda velli, að haía jafnörugt varalið, eins og kapplið, og safnaði þvi unglingum undir merki sin af kappi. Kappleikirnir næsta sumar (1918) byrjuðu ekki glæsilega fyrir K.R. Á Knattspyrnumóti íslands, sem háð var í júni, fór K.R. lialloka fyrir öllum hin- um félögunum, Val, Viking og Fram, og var ósiguriun mjög greinilegur. En ekki lét K.R. þó hugfallast, heldur æfði af kappi. I júli var Knattspyrnumót Reykjavikur háð. Þar kepptu 3 félög, og vann K.R. bæði Val og Fram og jókst nú félagsmönnum hugrekki, og þótti það góðs viti, að þeir höfðu heimt aftur hornið sitt úr höndum Fram. í ágúst var keppt um Knattspyrnuhorn íslands og sigraði K.R. aftur bæði Val og Fram; Víkingur lék heldur ekki nú. í september kepptu II. flokkar Víkings og K.R. um Knattspyrnubikar Reykja- víkur og vann K.R. í sama mánuði fór í fyrsta skifti fram kappleikur i III. flokki (drengja). Höfðu þeir Axel Tuli- nius og Egill Jacobsen gefið silfurbikar tii að keppa um. Fjögur félög kepptu: K.R., Fálkinn, Vikingur og Væringjar. Vann Vikingur mótið, en K.R. varð 3. i röðinni. Flokkur þess hafði verið stofnaður siðara hluta sumars og var kjarninn i honum knattspyrnufélag, er drengir i Vesturbænum höfðu stofnað með sér og nefndu Héðinn. Gekk fé- lag þelta inn í K.R. og voru III. flokks menn orðnir 20—30 um haustið. Fyrsta mót ársins 1919 var III. flokks mótið og beið K.R. þar ósigur. En svo kom Knattspyrnumót íslands og liófst það G. júni. Þar har K.R. sigur af hólmi og hrepti íslandsbikarinn og um leið nafnbótina „besta knattspyrnufélag íslands". Hafði bikar þessi þá eigi ver- ið í höndum lv.R. í 7 ár. Var yfir þessu almenn gleði meðal félagsmanna, og máttu beir vera hreyknir yfir þvi, að K.R. hafði nú i höndum alla verðlauna- gripi I. og II. flokks: Islandsbikarinn, Reykjavikurhornið, Reykjavíkurbikar- inn og íslandshornið. Hafði ekkert fé- lag áður haft alla þessa gripi undir höndum i senn, enda lá K.R. nú við að ofmelnast og hefndist því fyrir það á þann liátt, að það misti alla gripina um sumarið, nema Íslandsbikarinn. Sumarið 1920 varð K.R. andstætt á margan hátt. Þá voru haldin 8 knatt- spyrnumót, og sigraði K.R. aðeins i einu þeirra. Var það vormót III. flokks. Á ölluni hinum mótunum beið K.R. ósig- ur og misti nú aftur þann heiður, að nefnast besta knattspyrnufélag íslands. En þrátt fyrir alt verður að telja ár- ið 1920 merkisár i sögu félagsins. Er það fyrst til að telja, að um vorið fékk stjórnin Guðmund Ólafsson til þess að stjórna æfingum og þjálfa II. og III. flokk. Gekk hann að þvi með ótrauð- leik og áhuga og tóku flokkar þessir stórkostlegum framförum um sumarið. Hefur Guðmundur siðan verið þjálf- kennari félagsins og skilað hverjum ár- ganginum öðrum betri til I. flokks og mun K.R. lengi búa að starfi lians. Sumarið 1921 voru aftur haldin átta knattspyrnumót, en ekki auðnaðist K.R. að sigra i nema tveiin þeirra, en það voru vormót og haustmót 3. flokks. Þetta liaust voru félagar alls orðnir 338. 9

x

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939
https://timarit.is/publication/660

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.