Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Side 12
íslandsmeistararnir 1926.
Sumarið 1922 voru 7 knattspyrnu-
mót. Tók K.R. þátt í þeim öllum, og
vann nú sigur í þrem þeirra: vormóti
2. flokks og báðum 3. flokks mótunum.
Iíom það glögt í Ijós, bœði þessi síð-
ustu sumur, hvað drengjunum i K.R.
hafði farið stórkostlega fram, og hvers
virði það er, að stunda æfingar af al-
úð og kappi.
Þetta sumar var fenginn hingað til
Reykjavíkur skozkur þjálfkennari, Ro-
bert Templeton að nafni, og var hér
um tveggja mánaða skeið. Stóð Olym-
piunefnd knattspyrnumanna fyrir
komu hans og leiðbeindi hann öllum
félögunum og kendi. Þá kom og hing-
að flokkur skozkra knattspyrnumanna.
„Civil Service“, og keppti við félögin
hér. Fengu þau þá að kenna áþreifan-
lega á því, hve mikið þau áttu ólært
í listinni, sérstaklega um samleik, og
að hver maður gætti þess jafnan að
vera á sínum stað. Er enginn efi á
því, að koma kennarans og flokksins
hefur orðið knattspyrnumönnum hér
til hins mesta gagns, enda tók knatt-
spyrnan hér nú miklum framförum.
Sumarið 1923 voru enn sjö knatt-
spyrnumót, sem K.R. tók þátt í. Fór
það nú að sækja sig, því að það bar
sigur af hólmi í 5 þeirra: Knattspyrnu-
móti Reykjavíkur (vann nú aftur horn-
ið eftir 4 ár), vor- og haustmóti II.
flokks, knattspyrnumóti Vikings, og
haustmóti III. flokks.
Suma'rið 1924 vann K.R. 5 knatt-
spyrnumótin af 7, sem háð voru (Knatt-
spyrnumót Reykjavíkur, Vormót II. fl.
og fékk bikarinn til eignar, Knatt-
spyrnuinót Víkings, Haustmót II. fl. og
haustmót III. flokks).
Sumarið 1925 voru 6 knattspyrnumót
og vann K.R. þrjú þeirra: Vormót III.
flokks, Knattspyrnumót Vikings, og
Haustmót III. flokks. Þetta sumar fór
I. flokkur K.R. til Vestmannaeyja og
keppti við félögin þar. Sigraði K.R.
bæði Tý og Þór, en gerði jafntefli við
úrvalslið þeirra.
Árið 1926 voru knattspyrnumótin 6
og sigraði K.R. nú í öilum mótunum,
og er það einsdæmi i sógu knattspyrn-
unnar hér á iandi. Var K.R. þvi vel
að lsiandsbikarnum komið og nalii-
bótinni: „Resta knattspyrnuieiag is-
lands'i Kom nu i ijós arangurinn al
áhuga féiagsmanua og vei stjornuöum
ællngum.
Þetta suniar kom norska knattspyrnu-
félagið „Djerv“ frá Bergen hingaö, og
keppti her tvo kappieiki við úrvalsiiö.
Atti K.R. sinn drjuga þátt i þvi, aö
Djerv tapaði öðrum leiknum, og hinn
varð jafntefli, þvi rúmur helmingur
keppendanna var úr K.R.
Sumarið 1927 voru 6 knattspyrnu-
mót og sigraði K.R. i 4 þeirra (Vor-
móti 3. flokks, íslandsmótinu, Vikings-
mótinu og haustmóti 3. flokks). Vals-
menn báru að þessu sinni al' i 2. l'lokki,
bæði vor og haust. En K.R. hélt ls-
landsbikarnum.
Sumarið 1928 voru knattspyrnumótin
enn 6 og vann K.R. 4 þeirra (vormót
og haustmót 3. flokks, Islandsmótið og
línattspyrnumót Reykjavíkur). En 2.
flokkur tapaði aftur báðum mótunum,
og var það ilt.
1929 tók K.R. þátt í 8 knattspyrnu-
mótum og vann þessi: vormót 3. flokks,
Knattspyrnumót Islands, Skotabikar-
inn og haustmót 2. flokks. Á Islands-
mótinu kepptu tvö utanbæjarfélög, Ak-
ureyringar og Vestmanneyingar. Skota-
bikarinn var gefinn af skozku knatt-
spyrnumönnunum, sem komu hingað
1928. Var því keppt um hann í fyrsta
sinn. Einnig keppti K.R. við færeyska
knattspyrnuflokkinn, sem kom hingað
þá um smnarið og sigraði K.R. Færey-
ingana með 5:1, en Valur vann þá
með 4:1. Á haustmóti 2. flokks keppti
K.R. 3 kappleiki við Val til úrslita,
og sigraði K.R. í þriðja leiknum.
1930 vann K.R. bæði vormótin í 3.
og 2. flokki. En K.R. tapaði íslands-
mótinu. Valur vann, og hafði verið
20 ár á leiðinni að þessu marki sinu.
Hefur oft veitst erfitt að koma honum
úr þeim sess síðan. K.R. vann Reykja-
víkurmótið og var þá keppt um horn-
ið. Haustmót 2. flokks vann K.R. einnig.
Á þessu ári fór úrvalsflokkur knatt-
spyrnumanna úr Reykjavík til Fær-
eyja undir forustu Erlendar Péturs-
sonar. Voru margir KR-menn í þeim
flokki. Voru háðir 3 kappleikir í Fær-
eyjum og sigruðu íslendingar í þeim
öllum.
1931. Vormót 3. flokks vann K.R.
Einnig sigraði K.R. mjög glæsilega á
Islandsmólinu og náði íslandsbikarn-
10