Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Page 14
Þannig er nú knattspyrnusaga lv.lt.
í mjög stórum dráttum. Og vegna þess,
hvað rúni er takmarkað í þessu blaði,
verð ég einnig að stikla á stóru um
nokkrar minningar, sem hér fara á
eftir.
Það eru nú um 24 ár síðan ég kom
í stjórn K.R., en ég mun nú vera 25
ára gamall KR-ingur. Á þessum árum
hefur maður upplifað ýmislegt viðvíkj-
andi knattspyrnunni, sigra og ósigra.
Sumt hefur gleymst, annað gleymist
aldrei. Hér á eftir fer nú það helsta,
sem ég vildi bæta við.
Árið 1911 stofnuðuin við nokkrir
piltar í Vesturbænum félag, sem við
nefndum Fótboltafélag Vesturbæjar.
Var mikill áhugi í þvi félagi og marg-
ar æfingar haldnar. Það var þetta fé-
lag, sem gekk í K.R. 1914 og var hin
fyrsta yngri deild þess. Á þessum tima
voru Vesturbæingar sem sjálfstæðast-
ir og vildu lítil mök eiga við Miðbæ-
inga eða Austurbæinga. Þeir töldu sig
og það með réttu „aðal“ bæjarins. Það
kom til minna kasta sem formanns Fót-
bolta,félags Vesturbæjar, að taka þá
mikilsverðu ákvörðun, þegar K.R. ósk-
aði að fá okkur til sín, og fékk ég
flesta eða nær alla á mitt mál að lok-
um, og rökstuddi ég þá ákvörðun mína,
að vilja láta félagið ganga i K.R., eitt-
hvað á þessa leið: í K.R. eru nær all-
ir Vesturbæingar, eins og við, og kjarni
þess mun verða það í framtiðinni, það
er því óþarfi að skifta okkur í tvo
flokka, K.R. og Fótboltafélag Vestur-
bæjar. Ef einhverjir eru úr öðrum bæj-
arhlutum í K.R., þá verðum við bara
að „aðla“ þá lika. Aðeins 1 piltur fór
i Fram og 1 eða 2 i Val. Allir aðrir
gengu i K.R. Með þvi að fá þessa pilta
í K.R., kom nýr fjörkippur i félagið.
Þeir bjuggu sig undir að taka við af
þeim eldri.
Um þetta leyti var Árni Einarsson
verslunarmaður orðinn formaður K.R.
Stjórnaði þá formaður æfingum þeirra
eldri, en sérstök nefnd sá um ungling-
ana. Helstu menn i kappliði lí.R. um
þessar mundir og það lið, sem vann
íslandsbikarinn 1912, voru þeir Geir
Konráðsson, sem var markvörður, Jón
Þorsteinsson (sem þegar var kominn
í „gullskóna") og Skúli Jónsson (nú
dáinn) voru bakverðir. En framverðir
voru þeir Nieljohnius Ólafsson, Sig-
urður Guðlaugsson og Ivristinn Pélurs-
son. Framherjar voru Davið Ólafsson,
Guðm. H. Þorláksson, Lúðvíg Einars-
son, Kjartan Konráðsson og Björn
Þórðarson. Höfðu þeir allir sína miklu
kosti, en einnig líka sína galla.
Um þessar mundir var mikill rígur
milli Fram og K.R. og var það aðal-
lega út af íslandsmótinu. Fram vildi
hafa það i byrjun júni, til að hafa
alla sína Mentaskólapilta með, en K.R.
vildi hafa mótið seinna, þegar allir
væru komnir í góða æfingu. K.R. var
svo ákveðið í þessu, að vegna þessa
féll íslandsmótið niður í 2 ár. Það ein-
kennilega er, að enn i dag er rifist
um það sama. Allir tala um það, að
mótið sé haldið of snemma á vorin,
en þó er þessu aldrei breytt.
Um þessar mundir var það hinn
áhugasami formaður K.R., Arni Ein-
arsson, sem hélt félaginu saman og
safnaði mönnum á ælingar. Arið 1917
er enn risið upp feiag i Vesiurnæn-
um með ungum pittum, sem kaliaöi sig
„Héðinn’* og var Kristján L. Gestsson
forystumaður þeirra. Eg var þá kom-
inn i stjorn K.R. og hótðum víð Arm
sterka „ágirnd" á aö fa þessa pilta i
K.R. og um sumariö ltilö tengum við
að mæca á iuncli bjá Heöni, til aö
reyna að „kristna" þá og iá þá til að
ganga i K.R. Helt ég þá mikla hvatn-
ingarræðu og endaði íundurmn svo, að
aiiir samþyktu að ganga i K.R., nema
einn, en það var sjáifur forustumað-
urinn, Kristján L. Gestsson. Hanu vildi
halda félaginu áfram sjálfstæðu.
Man ég, að eftir íundinn sagði ég
við Arna: Mikið er hann Kristján stít-
ur. En haun má ekki sleppa. Þvi el'
hann vinst, verður hann eius dugleg-
ur fyrir K.R., eins og hann hefur ver-
ið fyrir Héðinn. Við töluðum því við
hann privat á eftir og loksins vanst
björninn. Eins og saga K.R. sýnir síð-
an, var koma hans í félagið sú mesta
gæfa, sem því hefur hlotnast. Siðan
Héðinn var innlimaður i K.R. hefur
ekkert sérfélag verið stofnað i Vestur-
bænum, heldur telja flestir Vesturbæ-
ingar það skyldu sina, að ganga í K.R.
Og þó félagið hafi fengið marga ágæta
menn úr öðrum bæjarhlutum, eru þó
Vesturbæingar ávalt kjarni þess og sá
kjarni hefur reynst ósvikinn. Annars
er allur kritur milli bæjarhlutanna
fallinn niður að mestu eða öllu leyti,
og nú erum við, eins og lika vera ber,
allir fyrst óg fremst Reykvíkingar.
Eins og áður er getið var hinn mikli
velunnari félagsins, Egill Jacobsen
kaupm. nú tekinn við stjórn á 1. fl.
æfingum félagsins. Var hann gamall
knattspyrnumaður og var okkur leið-
beining hans mikils virði. Yngri flokk-
unum stjórnaði nefnd, sem var skipuð
af eldri knattspyrnumönnum félagsins.
Auk þeirra, sem áður er getið, voru
oft í kappliði K.R. um þessar þeir Fritz
Fahning og Viktor Strange. Einnig
Kristinn J. Brynjólfsson.
Á þessu ári og því næsta voru litl-
ir knattspyrnusigrar hjá K.R. Þó var
yngri flokkurinn hyrjaður að sigra
jafnaldra sína, og 1. flokkur vann
Reykjavíkurmólið og íslandshornið. En
1919 hefst aftur sigur K.R. Vinnur það
nú íslandsbikarinn aftur eftir 7 ára
haráttu. Einnig mótin i 3. og 2. flokki.
Voru nú hinir yngri menn að taka
12