Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Side 16

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Side 16
Sigurjón Pétursson 4CQ.-t)iwíb _________) Þegar menn lesa fyrirsögn þessarar greinar, mun að sjálfsögðu flestum detta i hug, að hér sé átt við hið fræga knattspyrnutríó K.R., ])á Steina, Hansa og Gísla, en svo er ekki; held- ur á ég hér við annað trió i K.R., sem eru þeir heiðursmennirnir: Erlendur, Kristján og Guðmundur. Guðmundur Ólafsson. Á síðastliðnu hausti voru liðin 20 ár frá því að Guðmundur Ólafsson gerð- ist knattspyrnuþjálfari K.R. f tilefni af þessu afmæli Guðmundar var stofnað til samsætis honum til heiðurs í Odd- fellowhöllinni s.l. haust, sem tókst hið besta i alla staði. f þessu samsæti féll það mér í skaut að halda stutta ræðu fyrir minni Guð- mundar, og mun ég i þessari grein minni, hvað viðvikur honum, að mestu leyti halda mér við það, sem ég sagði i samsætinu. Aðalstarf Guðmundar i K.R. undan- farin 20 ár hefur verið þjálfarastarfið, og hefur hann i þvi starfi verið hinn mikilvirkasti þjálfari, sem nokkurn- tima hefur starfað hér á landi. Þegar Guðmundur lióf starf sitt, var mjög mikil þörf á að cinhver nýr kraftur kæmi i félasið, þvi að um mörg undanfarin ár hafði það átt við ein- læga ósigrá að striða i knattspyrn- unni, sérstaklega i 1. flokki og að nokkru Ieyti í 2. flokki. Hafði þetta að sjálfsögðu hin verstu áhrif á allan framgang félagsins. Sérstaklega vnr mikil óánægja hjá hinum yngstu með- limum félagsins, 3. flokki, þar sem að sá flokkur hafði um margra ára skeið haldið uppi heiðri félagsins á knatt- spyrnusviðinu. Útlitið var hið verstn fyrir félagið, og ef ekki kæmi skjót og góð hjálp, þá myndi jafnvel svo geta farið, að félagið liði undir lok. En með Guðmundi Ólafssyni kom sú hjálp, sem með þurfti. Mjög fljót- lega varð Guðmundi það Ijóst, í hverju ósigrar félagsins, sérstaklega í 1. flokki, lágu, sem sé í því, að sönm mennirnir höfðu leikið of lengi, voru orðnir of gamlir og því ekki um nein- ar framfarir að ræða, nema ef siður skyldi vera. Því var það að Guðmund- ur setti nokkra 2. flokks kappliðsmenn í 1. flokks kappliðið og kom þá brátt í Ijós, að þar var hann á réttri leið. 3. flokkur hélt áfram að vinna eins og áður, en þann flokk hafði Guð- mundur æft i nokkur ár, áður en hann tók við þjálfun 1. og 2. flokks. Hjá 2. flokki voru hinar mesfu framfarir og leikur 1. flokks hreyttist mjög til hins betra, eftir að Guðmundur hafði æft flokkinn í tiltölulega stuttan tima. Þannig urðu undir hinni alveg óvenju- legu stjórn Guðmundar hinar mestu framfarir hjá öllum knattspyrnuflokk- um félagsins, svo að árið 192(5 vinnur K.R. öll knattspyrnumótin i öllum ald- ursflokkum, og er það met, sem aldrei verður slegið. Frá þvi að Gnðmundur tekur við æf- ingum flokkanna og þar til hann hætf- ir þjálfarastarfinu s.l. haust. hefir neð- anskráður árangur náðst: K.R. hefur tekið þátt í 138 knatt- spyrnumótum og þar af unnið 72. TTef- ur leikið 390 kappleiki. Þar af unnið 258 leiki. gert jafntefli í 5(5 leikium. tapað 7(5 — Samtnls 390 leikir. Á sama tima skorað 777 mörk gean 157. Þessar tölur tala greinilega sinn máli, og hera Guðmundi hinn glæsilegastn vitnishurð. Ég býst við þvi. að margur. sem les þetta og þekkir ekki Guðmund. nema að litlu leyti. muni spvria: Hvaða töfra- maður er eiginlega þessi Guðmundur ólafsson; það getur ekki farið hjá þvi. að 7naðurinn hlýtur að vera alveg ein- hverjum óvenjulegum kostum gæddur, að honum skuli hafa tekist þannig að endurlífga svo gersamlega, að segja má, deyjandi félag, og hafið það til þeirr- ar vegsemdar, að það eftir 7 ára starf hans, vinnur svo glæsilega sigra á knattspyrnusviðinu, að efamál er, hvort nokkurt annað knattspyrnufélag hér á landi muni nokkurntima gera hið sama. Jú, þeirri spurningu mundi ég svara á þá leið, að Guðmundur hefur flesta þá kosti til að bera, sem einn knattspyrnuþjálfari þarf að halda, en aðalkosti hans tel ég vera: staðfestu, fórnfýsi, góðan skilning á knatt- spyrnunni, gott lag á mönnum, samfara mjög mikilli rökfestu. Staðfesta. Hún hefur komið fram lijá Guð- muni m. a. á þann hátt, að hann hafði ákveðið að gerast knattspyrnuþjálfari K.R. og á þann hátt að styrkja félagið sem mest hann mátti, og staðfestu sina hefur hann sýnt best með þvi, að rækja starf þetta i 20 ár, með þeim ágætum, sem að framan er getið. Fórnfýsi. Hiin er í óvenjulega rikum mæli hjá Guðmundi. Það mun aldrei hafa kom- ið fyrir i þau 20 ár, sem hann hefur starfað sem þjálfari félagsins, að hann hafi ekki mætt á tilsettri æfingu. Það liggur i augum uppi, að i fjölmörgum tilfellum á þessum árum, hlýtur Guð- mundur að hafa orðið að neita sér um marga hluti, sem hann annars hefði getað notið, ef hann ekki hefði rækl starf sitt eins vel og um hefur verið rætt. Góður skilningur á knattspyrnunni. Það kom fljótlega í Ijós, að Guð- mundur hafði næmara auga en aðrir fyrir því, hvernig réttilega átti að leika knattspyrnu, þannig, að sein mestur ár- angur yrði af leiknum. Sem bein af- leiðing af þessu var svo það, að hann var sérstaklega laginn i því, að velia réttan mann á réttan stað. Gott Iag á mönnum, samfara óvenju mikilli rökfestu. Það hefur verið einn af Guðmundar góðu kostum, að hafa óvenju gott la« á nemendum sinum, hvort sem beir voru nngir cða gamlir. Ég hef þrá- faldlega orðið þess var, að Guðmundi hefur tekist að sannfæra menn um hluti, sem þeir i byrjun voru alger- lega á gagnstæðri skoðun um. Ég býst við því, að við allir. sem notið höfum kenslu Guðmundar á und- anförnum 20 árum, séum á eitt sáttir 14

x

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939
https://timarit.is/publication/660

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.