Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Síða 18
mælisfagnatSi Glimufélagsins Ármann,
nú fyrir mánuði síðan, sem sé það, að
Erlendur var þar sæmdur heiðursmerki
félagsins. Ég tel þetta vera hið greini-
legasta merki þess, hversu mikill dreng-
skaparmaður Erlendur er, að hann
skuli af sínum, að ég vil segja, mestu
mótstöðumönnum á sviði íþróttanna,
vera sæmdur heiðursmerki þess félags.
Eins og menn geta ímyndað sér, hlýt-
ur á undanförnum árum margt á milli
að hafa borið hjá K.R. og Ármann,
þar sem þau félög að jafnaði hafa ver-
ið hinir skæðustu keppinautar í hvers
konar íþróttum, en alt hefur verið með
hinum mesta drengskap, að minsta kosti
þar sem Erlendar naut, eins og mig
minnir að formaður Ármanns hafi kom-
ist að orði, er hann afhenti Erlendi
heiðursmerki þetta.
Ég er alveg á þeirri sömu skoðun,
eins og maður svo oft heyrir, að erf-
itt myndi það vera, að hugsa sér K.R.
án Erlends. Ég vona að guð og gæfan
verði okkur KR-ingum hliðholl og leyfi
okkur að njóta starfskrafta hans sem
allra, allra lengst.
Eins og sjá má af því, sem að fram-
an er ritað, þá eru þessir 3 menn, þeir
mennirnir, sem hafa verið og eru enn
að mjög miklu leyti hinar traustu og
rammgeru máttarstoðir félagsins. Þeir
hafa sameiginlega hafið K.R. til vegs
og virðingar og gert úr þvi stórmerki-
legt og öflugt iþróttafélag á öllum svið-
um iþrótta, sem stundaðar eru hér á
landi. Framkoma þeirra sameiginlega
hefur skapað félaginu traust þings og
stjórnar, bæjar og einstaklinga. Mín
skoðun er sú, að ]>eir hafi siutt svo vel
hvern annan i hinu stórmerka starfi
sinu i að hyggja upp svo öflugt
iþróttafélag sem K.R. nú er, að eng-
inn af þeim hefði getað verið án liins.
Aldrei getur svo farið, að ekki verði
ávalt Ijómi um nafn þessara þremenn-
inga i sögu K.R.
P rentmy n d astofan
LEIFTUR
býr tii 1. f/okks prent-
myndir fyrir lægsta verð.
Hafn. 17. Sími 5379.
IN MEMORIAM.
TVEIR LÁTNIR HEIÐURSFÉLAGAR.
EGILL JACOBSEN
Egill Jacobsen var fæddur í Kaup-
mannahöfn 4. okt. 1880 og andaðist i
Reykjavík 21. okt. 1926. Fluttist hann
hingað til landsins 1902 og stofnsetti
hér vefnaðarvöruverslun árið 1906, sem
var ein af stærstu verslunum bæjarins.
í kringum árið 1916 byrjuðu fyrstu
afskifti hans af K.R. Hafði hann þá
á hendi knattspyrnuæfingar 1. flokks
alt til ársins 1920. Var það einsdæmi,
að maður í hans stöðu skyldi geta
int slíkt af hendi. Og þegar þess er
gætt, að hann var sjálfur gamall knatt-
spyrnumaður og hafði manna best vit
á þeirri iþrótt, var það K.R. hið mesta
happ, að fá hann í lið með sér.
15. febr. 1919, á 20 ára afmæli K.R.,
gaf hann félaginu 500 kr. til stofn-
unar slysasjóðs fyrir þá menn, sem
kynnu að meiðast á æfingum eða kapp-
leikjum. Á afmælinu fékk enginn að
vita, hver gefandinn var, nema stjórn
félagsins og vildi .Tacobsen lielst að
því yrði ávalt haldið leyndu.
Á 25 ára afmæli K.R. 16. febr. 1924,
var Jacobsen kjörinn fyrsti heiðurs-
félagi K.R. og sæmdur heiðurspeningi
félagsins.
Við lát Jacohsens misti K.R. einn
hinn tryggasta og einlægasta vin, sem
unni því af heilum hug í orði og vcrki,
mann, sem stóð á verði og hvatti, ]>eg-
ar mest á reið.
Hann kom til félagsins, þegar það
var mest hjálparþurfi. TTann kom þeg-
ar margir voru að leggja árar í bát,
eftir marga ósigra á knattspyrnuvell-
inum. f 4 ár samfleytt vann hann af
sérstakri ósérplægni að því að leið-
heina og hvetja, enda var hann elsk-
aður og virtur af félagsmönnum. Það
var svo sjaldgæft og jafnvcl einsdæmi,
að maður i hans stöðu sýndi þeim
ungu slíka nærgætni og i því var liann
fyrirmynd, eins og svo mörgu öðru.
Áhugi hans fyrir gengi knattspyrnunn-
ar var mikill og viljinn stæltur sem
stál. Auk þess styrkti hann félagið fjár-
hagslega á hverju ári og mun félagið
sennilega aldrei fá þakkað honum til
fulls hans mikla starf í þess þágu.
Jacobsen hafði altaf tima til að tala
um áhugamál félagsins og var altaf
reiðubúinn til að gera það, sem í hans
valdi stóð, því til blessunar og heilla.
Jacobsen var fyrsti hvatamaður að
stofnun Knattspyrnuráðsins og for-
maður þess um nokkur ár. Átti liann
einnig aðalþátt i þvi að fá hingað upp
•erlenda knattspyrnuflokka og kennara.
Hann var um skeið formaður Ólympiu-
nefndar knattspyrnumanna og kusu
knattspyrnuménn hann í sína mestu
trúnaðarstöðu, enda var það álit þeirra,
að í hans höndum væri málum besl
borgið.
Egill Jacobsen var óvenju vinsæll
maður og gerði sér aldrei mannamun.
Hann var göfuglyndur, orðheldinn og
réttsýnn. — Góður drengur í orðsins
fylstu merkingu.
SKÚLI JÓNSSON
Skúli Jórisson var fæddur 8. maí 1892
. og lést 16. jan. 1930, aðeins tæpra 38
ára að aldri.
Skúli var einn af elstu félögum K.R.
og var gerður heiðursfélagi á 30 ára
afmæli þess 1929. Einnig var hann
nokkru áður sæmdur heiðurspeningi
félagsins fyrir ágætt starf í þágu þess.
Frá því að Skúli var unglingur, tók
hann alla lið þátt í knattspyrnuæfing-
um K.R. og síðar í mörgum kappleikj-
um fyrir félagið. Var hann einn af
hestu bakvörðum, scm K.R. hefir átt.
Hann var hinn gerfilegasti maður á
velli, og var meðal annars sagt um
hann seni bakvörð, að hann stæði sem
kletlur úr hafinu í varnarlínu K.R. og
á þeim „kletti“ brotnuðu mörg skæð
áhlaup mótherjanna.
Auk ]iess scm Skúli var góður knatt-
spyrnumaður, var hann og hinn besti
félagi. Og þótt hann væri hætlur að
stunda íþróttir hin siðari ár, fylgdist
hann af áhuga með öllum félagsmál-
um og var hinn ágætasti styrktarmað-
ur félagsins.
Skúli var maður trygglyndur og vin-
fastur og kom það einnig i Ijós gagn-
vart K.R. En auk þess sem hann skip-
aði sæmdarsess sem iþróttamaður, var
hann einn af athafnamönnum þjóðar
vorrar á atvinnusviðiiiu og gegndi
starfi sinu með miklum dugnaði, enda
mun K.R. ávalt minnast hans sem eins
af sinum bestu mönnum.
16