Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Side 19
Sigurður S. Ólafsson:
Frjálsar íbróttir
» í K.R
Félag vort var orðið stálpaður ung-
lingur, næstum tuttugu ára gamalt, er
það fyrsl lét frjálsar iþróttir til sín
taka. Það var ekki fyr en á aðalfundi
félagsins i mars 1919, að Kristján L.
Gestsson lireyfði þessu máli og sagði,
að „vel mætti nú þegar byrja að æfa
hlaup, þar til völlurinn yrði nothæfur
lil knattspyrnuæfinga". Benti hann og
á það, hve hlaupin væru stórvægilegur
þáttur í allri undirbúningsþjálfun, og
það ekki síður fyrir knattspyrnumenn
en aðra íþróttamenn. I sama streng
tóku fleiri félagar, og vildu sumir, að
reynt yrði að taka þátt i Viðavangs-
hlaupinu. Fundurinn tók vel i þetta
mál og var kosin sérstök hlaupanefnd
fyrir félagið, sem síðan kom á fót
hlaupaæfingum. — Árangur þessarar
fyrstu byrjunar varð sá, að KR-ingur-
inn Þorgeir Halldórsson tók þátt i
Viðavangshlaupinu þetta vor, 1919, og
hlaut hann 2. verðlaun, eftir að hafa
leitt lilaupið hálfa leið. Var það prýði-
leg byrjun, sem örfaði mjög til áfram-
lialds.
Iíristján Gestsson var þó ekki alls
kostar ánægður með áhuga félagsmanna
fyrir hlaupunum næsta ár, þvi að um
haustið 1920 fékk hann stjórn félagsins
til að hoða 30 áhugasömustu menn fé-
lagsins á fund með sér, og voru þeir
eindregið hvaltir til að æfa hlaup um
veturinn, bæði til að skapa sér þol und-
ir knattspyrnu næsta sumars, og svo
til þess að taka þátt í Víðavangshlaup-
inu fyrsta sumardag. 28 þeirra lofuðu
að mæta hvernig sem viðraði. Voru æf-
ingarnar vel sóttar framan af, cn er
á leið veturinn heltust margir úr lest-
inni. Þó færðist aftur lif í æfingar, er
tók að vora, og kom Kristján því til
leiðar, að Iv.R. sendi 8 menn til þátt-
töku í Viðavangshlaupinu 1921. — Öll
byrjun er erfið, segir máltækið, og það
ásannaðist hér. Fyrsti KR-ingur i mark
varð 13. í röðinni, og var það Felix
Pétursson, en sveit K.lt. hlaut 123 stig
og varð síðust.
En IvR-ingar létu þetta ekki á sig
fá. Þeir voru nú komnir af stað og
urðu ekki stöðvaðir undir forystu Krist-
jáns Gestssonar, enda var æfingum nú
haldið áfram af kappi. — 17. júní þetta
sama ár fór fram Leikmót íslands, sem
síðar var nefnt Allsherjarmót Í.S.Í., í
fyrsta sinni. K.R. sendi sveit i 4x100
metra boðlilaup og setti hún nýtt ísl.
met i þessu hlaupi; hljóp á 50.1 sek.
Þessir fyrstu methafar Iv.R. voru þeir
Björn Steffensen, Einar Waage, Gunnar
Schram og Iíristján L. Gestsson. Fékk
félagið hikar í verðlaun fyrir metið. Á
leikmóti i ágústmánuði setti Kristján
nýtt ísl. met í 400 m. hlaupi, er hann
hljóp á 50.8 sek. Auk þess sigraði hann
í langstökki, en boðhlaupssveitin misti
keflið, svo að Ármann vann boðhlaup-
ið, en náði þó ekki meti K.R. frá þvi
um vorið. Var þá íþróttaárið á enda.
En næsta ár var haldið áfram
1922 á söniu braut. — K.R. sendi 0
keppendur í Víðavangshlaupið,
og varð KR-sveitin aftur siðust; fékk
120 stig, en nú var fyrsti KR-ingur sá
0. í röðinni. — Á Allsherjarmótið 17.
júní sendi K.R. 8 keppendur. Kristján
Kristján L. Gestsson.
Gesíssoii stóð sig best af þeim og settí
tvö ný isl. met. 1 400 metra hlaupi, er
hann liljóp á 50.3 sek. og langstökki,
stökk 0.20 metra og varð fyrstur Is-
lendinga yfir 0 metra. Auk þess hljóp
Kristján 200 metra á 24.9 sek. og var
það undir meti, en fékk þó bara 3.
verðlaun þar. Ármann vann mótið.
Árið 1923 hófst með þvi stór-
1923 heillaspori, að líristján Gests-
son var kosinn formaður fé-
lagsins. Áður hafði hann verið gjald-
keri þess i 4 ár. Lét Kristján það verða
sitt fyrsta verk, að fá samþykta stór-
aukua starfsskrá fyrir félagið, Margar
stórmerkar ákvarðauir voru teknar á
fyrsta fundi hinnar nýkjörnu stjórnar.
Og alt, sem stjórnin setti sér á þess-
um fundi, var framkvæmt. Ritari fé-
lagsins hefur bókað þetta ár, að hann
muni ekki annan jafn mikilsverðan
fund í sögu félagsins, og hafði hann
þó gegnt þvi starfi í 9 ár. „Stórhugi
formanns og gifta þess stórhuga mun
lengi i minnum höfð.“ Þetta var byrj-
unin á því, sem koma átti. — K.R.
sendi 8 keppendm- í Viðavangshlaupið,
og lilaut Geir Gígja úr K.R. 3. verð-
laun, en K.lt.-sveitin varð 2. í röðinni
og skaut nú Ármanni í fyrsta sinn aft-
ur fyrir sig. — Ármann stofnaði þetta
ár til hlaups fyrir drengi, og var það
opið öllum félögum. K.R. sigraði í þessu
lilaupi og vann bikarinn, sem keppt var
um, í fyrsta sinn. Sigurður Jafetsson úr
K.R. hlaut 2. verðlaun. — Á Allsherj-
armótinu þetta sumar setti Kristján cnn
nýtt met í langstökki; stökk 0.28 m.
En auk þess fékk Iíristján flest ein-
staklingsstig á þessu móti og mátti þvi
með sanni teljast fjölhæfasti íþrótta-
maður landsins, og fékk hann silfur-
hikar í verðlaun. K.R. fékk 25 stig á
mótinu og varð nr. 3, en KR-ingar tóku
verðlaun í 13 íþróttagreinum. — Ár-
mann stofnaði þetta ár til íþróttamóts
fyrir drengi, og sigraði K.R. þar ótrú-
lega glæsilega. Fékk K.R. alls 37 stig,
en önnur félög til samans aðeins 10.
Gísli Halldórsson úr K.R. hlaut flesl
einstaklingsstig á mótinu og hlaut fyr-
ir það lítinn silfurbikar.
Árið 1924 varð milustólpi i
1924 sögu félagsins. — í Viðavangs-
hlaupinu munaði aðeins einu
stigi að K.R. sigraði Í.K., en K.R. átti
1. og 2. mann í mark. Voru það þeir
Geir Gígja og Karl Pétursson. — K.R.
vann aftur Drengjahlaupið og átti þar
einnig fyrsta og annan mann. Voru það
Óskar Þórðarson og Ásmundur Ás-
mundsson. — Þetta ár vann K.R. í
17