Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Page 20

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Page 20
Geir Gígja. fyrsta sinn Allsherjarmótið. Hlaut K.R. 48 stig, en Ármann 40. Farandbikarinn, seni fylgir mótinu, fékk K.R. þó ekki. Reis deila út af einum sundmanna K.R, sem einnig liafði verið á skrá fyrir sundfélagið Gáinn. En Gáinn hætti við þátttöku i mótinu, og keppti þá þessi maður fyrir IÍ.R. og hafði til þess sam- þykki dómaranna. En er K.R. liafði sigrað, kom annað hljóð í strokkinn. Ármann kærði til stjórnar Í.S.Í., sem ekki treystist til að afhenda bikarinn þetta ár. Bestu menn K.R. á mótinu voru þeir Kristján, Geir og Karl, og Viktor Strange. — Á Drengjamótinu sigraði K.R. aftur mjög glæsilega. Hlaut K.R. 40 stig, en önnur félög samtals 17 stig. Gísli Halldórsson varð aftur hesti maður mótsins. Setti hann ný drengja- met í 6 íþróttagreinum, og fékk silfur- bikar í verðlaun. — Hafnarfjarðar- hlaupið fór þetta sumar fram í fyrsta sinn, og sigraði þar Magnús Guðbjörns- son úr K.R., og félagi hans, Sigurjón Jörundsson, hlaut 2. verðlaun. Þessir sömu menn urðu einnig fyrstir í Ála- fosshlaupinu þetta sumar. Næsta ár, 1925, tókst K.R. lield- 1925 ur ekki að vinna Víðavangs- hlaupið. Í.K. tók nú bikarinn i 3. sinn og til eignar, en Geir Gígja hlaut 2. verðlaun. Karl Pétursson vant- aði, og reið það baggamuninn. — En Drengjahlaupið vanst í þriðja sinn og bikarinn til eignar, og hlaut Þorsleinn Jósefsson úr K.R. 1. verðl. — íþrótta- völlurinn var þetta sumar í lamasessi, og voru því engin opinber íþróttamót haldin hér þetta ár. IÍ.R. hélt þó mót innanfélags fyrir drengi og tókst það ágætlega. Jón Vestdal varð besti mað- ur mótsins; sigraði hann í 5 iþrótta- greiuum. — Magnús Guðbjörnsson sigr- aði bæði i Álafoss- og Hafnarfjarðar- hlaupinu, á betri timum en árið fyrir. Loksins vann K.R. Víðavangs- 1926 hlaupið. Var það merkilegur viðburður i sögu félagsins. Var keppt um nýjan bikar, Hreinsbikarinn. K.R. átti fjóra fyrstu mennina, þá Geir Gígju, Karl Pétursson, Þorstein Jósefs- son og Jón Þórðarson. K.R. hlaut 17 stig, en Ármann 40. — Þrem döguni síð- ar sigraði K.R. i Drengjahlaupinu, nú í fjórða sinn. Einnig þar var keppt um nýjan bikar. Tveir IÍR-ingar voru þar fyrstir i mark, Magnús Ingimundarson og Oddgeir Sveinsson. — í Allsherjar- mótinu tókst K.R. nú ekki að sigra. Í.R. vann mótið — með hjálp gam- als KR-ings, Garðars S. Gíslasonar, sem nýkominn var heim frá Kanada, þar sem hann hafði dvalið nokkur ár og getið sér góðan orðstír fyrir íþróttir. Bestir KR-inganna voru Karl Péturs- son, sem setti nýtt ísl. met í 5000 m. göngu, Jón Þórðarson og Geir Gígja. — Sökum þess að Drengjamót Ármanns fór heldur ekki frain þetta sumar, hélt K.R. aftur innanfélagsmót fyrir drengi. Þar kom fram i fyrsta sinn Ingvar Ól- afsson, sem flestir munu kannast við, þá aðeins 14 ára gamall. — Loks vann Magnús Guðbjörnsson þetta sumar það frækilega afrek, að vinna bæði þol- hlaupin, Álafoss- og Ilafnarfjarðar- hlaupið, og báða bikarana til eignar. Setti hann nýtt met i því síðara. Auk þess þreytti Magnús þetta sumar fyrst- ur íslendinga Maraþonhlaup. Hljóp hann frá Iíambabrún til Reykjavíkur (liðl. 40 km.) á 3 klst. 15 min. 15 sek. Árið byrjaði með því, að K.R. 1927 vann Víðavangshlaupið í ann- að sinn, mjög glæsilega. Geir Gígja varð fyrstur í mark, en svo koniu Þorsteinn Jósefsson og Magnús Guð- björnsson. — En K.R. tapaði þetta sum- ar Drengjahlaupinu í fyrsla sinn, fyr- ir óheppni. Valsinenn og Ármenningar voru nú sameinaðir, og gerði það sitl til. Magnús Ingimundarson hlaut aftur 1. verðlaun og Hákon Hj. Jónsson 3. verðlaun. — Þetta ár var haldið Af- reksmerkjamót í stað Allsherjarmótsins. K.R. sendi 38 menn í eldinn og fékk .8 þeirra útskrifaða sem afreksmenn í íþróttum. Það voru þeir Kristján Gests- son, Torfi Þórðarson, Sigtryggur Árna- son, Gústaf Kristjánsson, Sigurður S. Ólafsson, Sigurður Jafetsson, Bragi Steingrímsson og Helgi Guðmundsson. Á þessu móti setti Geir Gígja nýtt ísl. met i 800 m. hlaupi, á 2: 03.2; var það besla afrek mólsins. Þá þreylli Magn- ús Guðbjörnsson hlaup frá Þingvöllum til Reykjavikur og fékk bikar að laun- um. Var hann 4 klst. 10 mín. 2 sek. á leiðinni. — K.R. vann nú Drengjamótið i 3. sinn, en mótið hafði legið niðri í tvö ár. Ingvar Ólafsson var besti KR- ingurinn. — Nú var keppt um nýja bikara i bæði Álafoss- og Hafnarfjarð- arhlaupinu, og vann Magnús Guðbjörns- son þá báða i fyrsta sinn. Er þetta 4. sinn í röð, sem Magnús vinnur bæði hlaupin. — Á iþróttamót, sem K.F.U.M. hélt i Kaupmannahöfn þetta sumar, voru sendir nokkrir islenskir íþrótta- menn, og voru tveir þeirra IÍR-ingar, þeir Geir Gígja og Björgvin Magnússon. Geir setti 3 ný isl. met á mótinu. Hljóp hann 800 m. á 2:02.4 og 1500 m. á 4:10.0 og 4:11.0. Hlaut liann 2. verðl. í 1500 m. og 3. verðl. í 800 m. Björgvin keppti í sundi og varð 4. — Á meist- aramóti Í.S.Í. hinu fyrsta varð Geir Gígja þrefaldur meistari, i 800, 1500 og 5000 m. hlaupum. — Þá hljóp Magnús Guðbjörnsson enn frá Kambabrún, og var nú 11 mín. skemur á leiðinni en Árið hófst með Viðavangs- 1928 hlaupinu, að vanda, og vann K.R. enn sem fyr glæsilega, og Hreinsbikarinn til eignar. Geir var enn fyrslur i mark, en þá komu þeir Jón og Þorsteinn. — En aftur tapaði K.R. Drengjahlaupinu til Ármanns. Oddgeir Sveinsson hlaut 3. verðlaun. — Alls- herjarmótið fór fram þetta sumar og nú vann K.R. ómótmælanlega og með yfirburðum. Hafði reglum mótsins ver- ið breytt; nú fengu 0 menn stig, i stað 3 áður. Geir Gigja og Jón Þórðarson fengu flest stig KR-inganna, en mesta athygli vakti það afrek Ingvars Ólafs- sonar, hins 10 ára gamla KR-ings, að setja nýtt ísl. met í 110 m. grindahlaupi. Hljóp liann á 20.8 sek. — Á meistara- mótinu sigraði Geir Gígja i 1500 og 5000 m. hlaupum. Auk hans urðu 3 aðr- ir KR-ingar meistarar: Magnús Guð- björnsson í 10.000 m. hlaupi, Trausti Magnús Guðbjörnsson. 18

x

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939
https://timarit.is/publication/660

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.