Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Side 23
Kristján Vattnes.
og Kristján i spjótkasti. Þeir stóðu sig
báðir vonum framar og voru félagi sinu
til sóma. — Meistaramótið var haldið
viku eftir heimkomu Ólympíufaranna
og hlaut K.R. 10 meistarastig. Kristján
vann 4, Ólafur Guðmundsson 3, Sveinn
1 og Sverrir 1. Og K.R. vann 4x100 m.
boðhlaup og setti nýtt isl. met (46.8).
— K.R. tók aftur Drengjamótið. Har-
aldur Guðmundsson sigraði i 3 íþrótta-
greinum og var besti maður K.R. -—
í bæjakeppninni við Vestmannaeyinga
tóku þátt 7 KR-ingar. Ólafur Guð-
mundsson sigraði þar í 400 m. hlaupi,
Georg L. Sveinsson í langstökki, og
Sverrir í 1500 og 5000 m. hlaupum. —
f bæjakeppni drengja við sama bæ, er
fram fór í Reykjavík, kepptu 5 KR-ing-
ar. Halldór Nikulásson sigraði í 80 m.
hlaupi, Jóhann Bernhard i langstökki,
Gísli Ólafsson i hástökki og Anton B.
Björnsson í kringlukasti. — Á innan-
félagsmótinu sigraði Sveinn í fjórum
greinum, en Kristján og Ólafur í 3.
Halldór Nikulásson var skarpastur hjá
eldri drengjunum, en Anton Björnsson
hjá þeim yngri, og sigraði hann i öll-
um íþróttagreinunum. — Sigurður Sig-
urðsson úr Vestmannaeyjum hlaut Af-
reksbikar K.R. fyrir að stökkva 1.80
metra í hástökki.
K.R. sigraði aftur i Viðavangs-
1937 hlaupinu 1937, eftir þriggja ára
ósigur. Hlaupið var nú fyrir 3
manna sveitir, en áður fyrir 5. Sigur-
inn var glæsilegur. Sverrir var aftur
fyrstur og þriðji maður var Pétur Jó-
hannsson úr K.R. — Drengjahlaupið
vanst einnig af K.R. Óli B. Jónsson
hlaut 3. verðlaun. — í 17. júni-mótinu
unnu KR-garparnir Sveinn, Kristján,
Ólafur og Sverrir marga sigra, og boð-
hlaupssveitin setti nýtt met í 1000 m.
boðhlaupi: 2:11.6. — í undirbúnings-
keppni undir bæjarkeppnina setti Krist-
ján nýtt met í kúluvarpi (13.43) og
Sveinn í 400 m. hlaupi (52.8). í sam-
bandi við bæjakeppnina fékk K.R. hing-
að 5 sænska íþróttamenn til að keppa
við. Á mótinu setti Kristján ný met i
spjótkasti (58.78) og kúluvarpi (13.48).
Sigraði Kristján þá Svíann Hj. Gréen,
sem er með bestu mönnum Svía. Sveinn
setti met í 200 m. hlaupi (23.3). Þá setti
boðhlaupssveit K.R. ný met i báðum
boðhlaupunum, 4x100 m. á 46.0 og 1000
m. á 2:07.0. Aðeins tveir Svíanna fóru
héðan ósigraðir. — Á meistaramótinu
hlaut K.R. tólf meistarastig. Kristján
varð fjórfaldur meistari og setti met í
kringlukasti (41.09 m.) og fimtarþraut
(2697 stig). Sveinn varð þrefaldur
meistari og setti met í 400 m. hlaupi
(52.7). Ólafur varð tvöfaldur meistari
og setti met i 100 m. grindahl. (17.0).
Haukur Einarsson varð göngumeistari
og setti met í 10.000 m. göngu, 52: 48.2.
Auk þess sigraði K.R. i báðum boð-
hlaupunum og setti met i báðum, á 45.0
og 2:05.4. Þetta var sannkallað sigur-
mót fyrir K.R. — K.R. tapaði Drengja-
mótinu að þessu sinni. Jóhann Bern-
hard og Anton B. Björnsson stóðu sig
þó ágætlega. Þrír KR-ingar kepptu i
bæjakeppni drengja i Eyjum og unnu
þar fleiri stig í 9 greinum en 7 Ár-
menningar i 10 greinum. Voru það þeir
Jóhann, Anton og Halldór Nikulásson.
Þeir sýndu ágæta KR-takta. — Á inn-
anfélagsmótinu sigraði Sveinn i 6 grein-
um og setti met i 200 m. hlaupi (23.2).
Iíristján sigraði einnig í 6 greinum og
setti met í tugþraut (5007 stig). Sverrir
sigraði i 3 greinum. — Eldri drengirn-
ir sýndu einnig ágæta hæfileika. Jó-
hann sigraði i 6 greinum og setti nýtt
drengjamet i langstökki, og Anton í 5.
Og hjá yngri drengjunum var Gunnar
Huseby bestur. — Á þessu ári hnekkti
K.R. 2 gömlum boðhlaupsmetum, í
4x400 (3:44.2) og 1500 m. boðhlaupi
(3: 34.4), utan móts. — Sveinn Ingvars-
son hlaut Afreksbikar K.R. þetta sum-
ar fyrir að hlaupa 100 m. á 11 sek.
Sumarið 1938 ætti að vera öll-
1938 um enn i fersku minni, en þó
skulu mótin lauslega rifjuð
upp. — Víðvangshlaupið vanst aftur
glæsilega, og Sverrir sigraði í þriðja
sinn. — Drengjahlaupið fór þó enn
betur. K.R. vann bikarinn til eignar,
og þeir Guðbjörn Árnason, Garðar
Þormar og Gunnar Þórðarson tóku öll
verðlaunin. Er það i annað sinn, sem
K.R. hrifsar alt til sín i þessu hlaupi.
— Á 17. júni-mótinu sigraði Kristján
i spjótkasti og vann besta afrek móts-
ins (58.52 m.). Sveinn sigraði i 100 m.
hlaupi, og Helga Helgadóttir i 80 m.
hlaupi fyrir stúlkur. — K.R. vann enn
einu sinni Allsherjarmótið, með yfir-
burðum og heldur þvi sæmdarheitinu
„Besta íþróttafélag landsins". Sveinn
sigraði í 4 greinum og setti met i öll-
um spretthlaupunum (10.9-23.1-52.6).
Þeir Kristján, Sverrir, Haukur Ein-
arsson, Helgi Guðmundsson og Jóhann
Bernhard urðu lílca sigurvegarar.
Sverrir Jóhannesson.
21