Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 25
Vorið 1924 brá ég mér úr einveru
sveitakyrðarinnar og til Reykjavikur.
Ég var sextán vetra og fór sérstaklega
í þeim tilgangi aS sjá fallegar stúlkur
— mér fanst þær of fáar í sveitinni.
En nóg um það. Þetta skeði i apríl-
mánuSi — seint i honum. Mér varS
sunnudag einn gengiS niður i bæ og
rakst á mannþyrpingu mikla. Ég fór
þá til einhvers í hópnum og spurði,
hver hefði verið drepinn.
„Drepinn!“ át maðurinn eftir mér.
„Já, hvers vegna er svona margt fólk
hérna á götunni, ef ekki hefur borið
slys að höndum.“ En alt i einu rann
upp fyrir mér nýtt ljós. „Það er kannske
lika vinnukonufridagur i dag?“ spurði
ég hálf-feiminn.
Maðurinn hló. „Nei, það er Drengja-
hlaupið, sem á að fara fram,“ sagði
hann. Svo hvarf hann inn í mannþyrp-
inguna og ég sá hann ekki meir. En af
þvi að ég hafði ekkerl að gera annað
en slæpast, ákvað ég að horfa á þennan
skrípaleik, sem hét: Drengjahlaupið.
Það var hópur — stór hópur drengja,
sem hljóp. Hann hét Óskar Þórðarson,
sá sein sigraði — nú er hann læknir.
Annar í röðinni varð Ásmundur Ás-
mundsson, báðir úr K.R.
Þetta var flokkalilaup, og við að
þorfa á það, óx áhugi minn fyrir því.
Mér var frá fornu fari illa við lv.R.
og átti þá eina ósk, að það tapaði
hlaupinu. En K.R. vann og það var
mér bölvanlega við.
Svo fór ég heim í sveitina aftur og
hlaupið gleymdist.
Ég varð 17 ára. Um haustið skaut
ég rjúpur og stundaði mikið göngur.
Ég var þolinn að ganga, fæturnir sterk-
ir og lungun heil. Um veturinn losnaði
kálfur út úr fjósinu heima, hann hljóp
út alt tún mcð halann upp í loftið —
og ég á eftir. Eftir langan eltingar-
leik náði ég kusa, teymdi hann heim
i fjós og þar batt ég hann. Daginn eft-
ir fékk ég þá „ideu“ í höfuðið, að ég
gæti alveg eins elt menn, eins og smá-
tarfa úr fjósum. Viku seinna skrifaði
ég kunningja mínum í Reykjavík og
bað hann að láta innrita mig i eitt-
hvert gott íþróttafélag, sem keppti í
Drengjahlaupinu; mér væri sama hvaða
félag það væri annað en K.R. Aðeins
í það vildi ég ekki ganga. Mér var illa
við það.
Hálfum mánuði síðar fékk ég svar.
Maðurinn sagðist vilja mér alt hið
besta, og þess vegna vildi hann ekki
skrifa mig inn í neitt annað félag en
einmitt K.R. Þetta svar var mér ógur-
leg vonbrigði. Ég hætti við öll hlaup,
mokaði fjós og las reyfara. Alt i einu
datt mér í liug, að ég væri nú alls
enginn hlaupari, þó ég hefði náð kálf-
skrattanum. Það gat hver sem var. Ef
ég keppti, yrði ég sennilega síðastur
— langsíðastur, og yrði mér til ævar-
andi skammar. Og einmitt þá fanst mér
heillaráð, að ganga i K.R. Mér fanst
jiað blátt áfram nautn, að geta orðið
því til skammar. Ég skrifaði kunningja
mínum um hæl, sagðist myndi ganga
í K.R. og ætlaði að koma til Reykja-
víkur mánuði fyrir hlaupið.
Á tilteknum tíma kom ég til Reykja-
víkur, saklaus, liuglaus og feiminn eins
og túnsóley eða heimasæta í sveit. Ég
liafði ekki minstu einurð á að hitta
formanninn í Iv.R., en það var Krist-
ján L. Gestsson. Ég hélt að jiað yrði
mjög hræðilegt, líkt og að láta lækni
taka úr sér tönn, eða taka inn laxer-
olíu. Samt herti ég upp hugann, labb-
aði niður i Iiaraldarbúð og spurði eft-
ir manni, sein liéti Kristján L. Gestsson.
Hann var viðstaddur, kom til mín,
heilsaði mér injög alúðlega og spurði
livað ég vildi.
Ég sagðist licita Þorsteinn Jósepsson.
Kristjáni fanst það skritið erindi, og
spurði hvort það væri ekkert annað,
sem mér þóknaðist.
Ég var kominn að þvi að segja nei
og fara. Samt herti ég mig upp, sagð-
ist vera kominn til að ganga i K.R.
og mig langaði til að lilaupa Drengja-
hlaupið.
Þá kannaðist Kristján strax við mig,
varð ennþá alúðlegri en áður og bauð
mig hjartanlega velkominn.
Þetta fanst mér óskiljanleg alúð af
KR-ing. Ég hélt þeir væru upp til hópa
eintómir tartarar, og svo var sá fyrsti,
sem ég hitti, alúðin og prúðmenskan
sjálf. Kanske var þetta alt saman lygi,
sem ég hafði heyrt um þá! Ég byrj-
aði að draga mitt eigið álit og mina
eigin sannfæringu í efa.
Kristján sagði mér að koma morg-
uninn eftir niður i Ilaraldarbúð. Það
var á sunnudegi, og þá átti ég að taka
þátt i fyrstu æfingunni. Mikið kveið
ég fyrir.
Morgundagurinn rann upp. Það var
bjartur og hlýr vordagur með sunn-
anvind og sólskin. En mér var ilt í
maganum af kvíða.
„Þér var nær“, hugsaði ég með sjálf-
um mér. „Gast verið heima og stund-
að kýrnar — gast hlaupið í kapp við
óþekka kusa, ef þú endilega vildir
hlaupa“. í millitiðinni var ég kominn
niður i Haraldarbúð og þar tók Krist-
ján Gestsson á móti mér.
Hann tók mér forkunnarvel. Fyrs't
kynti hann mér ýmsar hlaupahetjur fo-
lagsins. Þar var Ásmundur Ásmunds-
son, sem var annar í Drengjahlaupinu
árið áður og sem nú fylgdu mestar
vonir félagsins í komandi Drengja-
hlaupi — en svo voru fullorðnu hetj-
urnar þar líka samankomnar. Ég tók
sérstaklega eftir Magnúsi Guðbjörns-
syni — ég leit upp til hans eins og
músarindill lilýtur að líta upp til
hrafns. Svona mikla persónu liafði ég
aldrei séð. Mér fanst ég sjálfur upp-
hefjast til muna við það, að vera i
návist þessa manns, Ég gat hreykt mér
af því að hafa séð Magnús Guðbjörns-
son, og meira að segja tekið í liend-
ina á honum. Ég hefði ekki viljað býtta
á því og að kyssa tána á páfanum, þó
mér hefðu staðið þau skifti til boða.
Ég var kyntur hverjum á fætur öðr-
um, og við hvert nýtt andlit óx maga-
verkurinn. Mér fanst hver og einn ver.a
andstæðingur minn, sem ætlaði að
kúska mig, að pína mig og pynta.
Þetta átti að ske eftir fimm minútur.
Við klæddum okkur úr i hvelli. Ég
gnísti tönnum, fæturnir nötruðu undir
mér eins og puntstrá i roki. Svo kom
augnablikið. Fullorðnu hlaupararnir
23