Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Qupperneq 26
lögðu fyr af stað. Það var gert i þeim
tilgangi, að þeir yngri færu ekki að
strekkja við þá og ofreyna sig þá um
leið.
Áður en okkur ,busunum‘ yrði hleypt
út, tók Kristján i hendina á mér, þrýsti
hana hlýlega og sagði:
„Farðu gætilega! Þú ert óvanur að
hlaupa, og mátt ekki x-eyna of mikið
á þig. Að minsta kosti skadtu ekki
reyna við Ásmund. Hann varð annar
í Drengjahlaupinu i fyrra, og siðan er
liðið ár. Nú er hann ennþá betri. —
Gættu þín!“
Svo lögðum við af stað. Við vorum
átta eða níu strákar, en þeir fullorðnu
voru sex. Þeir voru komnir upp að
Söluturni, þegar við lögðum af stað,
en það var hlaupið inn Hverfisgötu,
og átti að hætta í Sundlaugunum.
Það var hlaupið hægt. Óþarflega
hægt, að mér fanst. Og ef ég hefði
ekki altaf verið skjálfandi af hræðslu
við Ása, hefði ég reynt að hlaupa fram
úr þeim og komast nær þeim full-
orðnu. En ég þorði það ekki — mér
fanst Ási hljóta að snuða mig, og þá
var best að vera ekki með neinn derr-
ing.
Þegar við komum inn að gasstöð, og
ég sá þá fullorðnu fara að greikka
sporið, fanst mér ástæðulaust að lötra
þetta lengur, heldur tók mig út úr
hópnum og herti á ferðinni.
Það var best að reyna hvað maður
gæti.
Ég leit einu sinni eða tvisvar við,
til að vita hvað Ási gerði. Ég var
hræddari við hann en sjálfan fjandann.
Ég var alveg fullviss um að hann
myndi gera mér einhvern grikk áður
en lyki, og hjartað i mér barðist eins
og laus skrúfa í saumavél. Ási dróst
að vísu aftur úr, en það vissi ég að
hann mundi gera af ásettu ráði til að
geta snuðað mig ennþá betur á síð-
asta sprettinum.
Svo hélt ég áfram.
Ég hljóp eins og mús undan ketli.
Ási var kötturinn. Ég sá að það dró
greinilega saman með mér og þeim
fullorðnu, og þegar við beygðum nið-
ur á Laugarnesveginn, náði ég þeirn
fyrsta. Skömmu seinna þeim næsta. Sá
þriðji veitti viðnám.
Nú var ég ekki lengur hræddur við
Ása. Mér fanst hann vera horfinn heila
eilífð aftur í timann og ekkert koma
mér við meira. Ég var allur gagnsýrð-
ur af bardagaþorsta — aðeins af þvi
að sigra eða falla. Magaverkurinn var
horfinn og ég var kaldur og öruggur,
Upphaf þess að KR-ingar fóru að
leggja stund á skíðaferðir var það, að
nokkrir áhugasamir félagar gengust
fyrir göngu- og skíðaferðum til fjalla
haustið 1934.
Viðleitni þessi fékk strax nokkurn
byr, en átti þó við nokkra örðugleika
að striða, einkum vegna þess, að skiði
og allur útbúnaður þeim viðvikjandi
var dýr, og mönnum hraus hugur við
að kosta miklu fé til alveg óþektrar
íþróttar. Voru því pöntuð um 100 pör
af skíðum og félögum seld þau á kostn-
aðarverði. Varð þetta til þess, að fleiri
fóru að sækja skíðaferðirnar og sam-
fara því óx áhuginn.
Um páskana þennan sama vetur var
efnt til ferða á Skjaldbreið, Gagnheiði
og önnur fjöll þar í gx-end. Um 50
manns tóku þátt i ferðum þessum og
var gist i Valhöll á Þingvöllum um
nætur. Ferðir þessar voru hinar á-
nægjulegustu og komu því upp hávæi--
ar raddir um það, að félagið þyrfti að
metnaðarfullur og þrár eins og ég væri
að clta kálf — óþekkan kálf með róf-
una upp í loftið.
Hvert spor var mér nautn. Hvert
skref, senx færði mig — þó ekki væri
nema einum þumlungi — nær þeim,
er á undan hlupu, var eins og svala-
drykkur dauðþyrstum manni.
Áfram! Áfram!
Ég herti á ferðinni, hljóp næstum
með fullum hraða, hristi af mér þann,
sem veitti viðnáin og hljóp nú upp með
hliðinni á þeim fjórða.
Aðeins tveir voru eftir.
Annar þessarar tveggja var guð. Ég
meina auðvitað Magnús Guðbjörnsson.
Og þá vaknaði alt í einu sú djöfullega
þrá i brjósti mínu, að stinga honum
líka aftur fyrir mig, að snuða þenna
guð minn, sem ég hafði dýrkað svo
ótakmarkað.
eiga skíðaskála i nágrenni bæjarins,
þar sem félagar gætu dvalið um lengri
eða skemri tíma.
Veturinn 1935—36 jókst þátttaka í
skiðaferðum að nokkrum mun. Ferða-
nefnd, sem kosin var af stjórn félags-
ins, gekst fyrir ferðum, og var farið
á ýms nærliggjandi fjöll, aðallega á
Hellisheiði.
Komu nú greinilega i ljós erfiðleikar
við það að fara með stóra hópa af
fólki upp um fjöll og firnindi, án þess
að hafa nokkurn vísan samastað. Var
nú farið að ræða um möguleika á þvi
að koma upp skiðaskála og hvar væri
bestur staður fyrir hann. Voru menn
ekki á eitt sáttir um hvar hann skyldi
standa, en eins og oft vill verða, kom
tilviljunin og fann lausn á því máli.
Um páskana þennan vetur var afar
snjólítið hér nærlendis og leiðinda-
veður, svo að ekki réðust nema áhuga-
sömustu menn til ferða. Tóku þá 6
skíðamenn frá Iv.R. sig upp og fóru
Einn! Tveir! Ég herti á sókninni —
ég færðist þumlung eftir þumlung nær.
Hugurinn bar mig hálfa leið. Magnúsi
var náð. Mér varð litið á hann við
hlið mér. Straumlínuskallinn hans var
blaulur af svita, hendurnar virtust
ganga langt upp fyrir höfuð honum,
en höfuðið sjálft var lotið, eins og
hann ætlaði að stanga mig. En ég sá
það, að í þetta andlit var vilji og
þrautseigja greypt, sem myndi gefa
honum marga sigra i framtíðinni.
Svo hljóp ég fram úr honum og á
eftir þeim síðasta. Ég náði honum líka
og hljóp hann af mér. Ég kom fyrstur
inn í sundlaugar — ég hafði unnið sig-
ur — stærsta sigurinn, sem ég hefi
unnið á sviði iþróttanna og jafnframt
þann eina, sem mér hefur þótt varið
í að hljóta.
24