Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 23
MORGUNN
17
yrði að þroska vitsmunadygSirnar, svo aS eg viöhafi gamlan
málblæ guðfræðingarma. Vitsmunadygðirnar eru: fróðleiks-
þrá, hreinskilni og gætni, það er að segja, óhlutdræg fróöhúks-
þrá, óeigingjörn hreinskilni og staðföst varfærni.“
Það er vegna þessa tilfrnnanlega skorts, sem liefir verið
hjá mönnum á þessum dygðum, að málið er ekki lengra lcom.ið
•en það enn er, hvort sem vér lítum tii þeirra manna, sem
hafa látiS fylla sig með alls konar oftrúar-vitleysu og vakið
óhug annara með þeim hætti, eða til hinna, sem liafa verið
fullir af óviðráðanlegri þrjózku gegn öllum sannleika í mál-
inu, Oftrúarmennina vantar sérstaklega það sem Myers nefnir
„staðfasta varfærni.“ Iiina vantar bersýnilega allar þessar
dygðir. Eða finst ykkur ekki Osló-mennina, sem tóku að sér,
frammi fyrir allri veröldinni, að rannsaka miðilsgáfu Einars
Nielsen hafi vantað „óhlutdræga fróðleiksþrá, óeigingjarna
hreinskilni og staðfasta varfærni V ‘ Það er alveg eins og
Myers hafi stílað orð sín upp á þá. þó að liann ritaði þetta
22 árum áður en Ósló-mennirnir frömdu sitt m-ikla hneyksli.
En svo er um margt, sem spámannlega er talað, að enginn
veit, hvenær það hittir þá, sem aðliafast það, sem rangt er.
Og ekki get eg hugsað mér annað, en að slíku atferli
fylgi einhver ábyrgð. Menn eru sjaldnast látnir sæta lienni
hér í heimi. Hjá vitleysingjunum og hleypidómabelgjunum
þykja menn stundum því meiri menn, sérstaklega þeim mun
meiri vísindamenn, sem þeir þjaka ósleitilcgar sannleikanum.
Þeir þjaka honum, sumir, einmitt til þess að tryggja sér
álit og mannvirðingar. En sá búhnykkur gildir ekki út yfir
gröf og dauða. Eg er sannfærður lun, að vér höfum fengið
að vita nokkuð um annan heim — þar á meðal það, að þar
lcaupir sér enginn virðingu með því að níðast á sannleilcanum.
Yér höfum þvert á móti fengið að vita það, að þar er það
Iskyggilega varhugavert.
Enn er eitt atriði. sem mig langar til að víkja að. Það
er athugunarvert, þó að því hafi enn verið tiltölulega lítil
athygli veitt af öðrum en þeim, sem mikið hafa fengist við
tilraunir, live óhjákvæmilegt skilyröi rósemi miölanna og
2