Morgunn - 01.06.1927, Page 57
MOllGUNN
51
slcyldi, og japanski þjónninn liaföi þá verið farinn burt fyrir
löngu. Walter væri með rnargar fjarstæður. Ilann væri mjög
mannleg vera, honum væri gjamt aS blóta og þegar liomun
væri skapraunað, þá léti hann út úr sér all-skýr orð að hætti
Ameríkumanna. RæSumaður kvaðst hafa lilustað á þessa
sjálfstæðu rödd með iiinni mestu athygli. Ilann hafði ná-
kvæmar gætur á Margery, til þess að athuga, hvort varir
liennar hreyfðust nokluið, en þær lireyfðust alls ekki, og það
var heldur enginn titringur á fingrum liennar; miðillinn var
með öllu hreyfingarlaus og svaf vært. Ræðumaður kvaðst ekki
sjálfur þekkja muninn á sambandsástanidi og svefni.
Walters varð nii vart og var kyntur öllum. Þegar dr.
Crandon sagði honum, að liann (ræðumaðurinn) væri afburða-
skordýrafræðingur, sagði Walter: „Ilalló! Hér er kominn skor-
dýramaður. Ilalló, veggjalúsafræðingur.“ Walter hafði verið
fjörmikill strákur, gáskafullur og gamansamur. Þessi sjálf-
stæða rödd var svo merkilegt fyrirlbrigði, að hana var ekki
unt að framleiða með búktali. Búktal væri blekking, ekki svo
mjög evrans sem augans. Ef búktalari reyndi að tala án
brúðu eða leikbrúðu, yrði liann að vera mjög góður búktal-
ari, til þess að geta blekt áheyrendurna. Ilann efaði mjög, að
nokkur gæti talað búktali í myrkri. Walter talaði í myrkri,
en einnig í rauðu ljósi og í hvítu ljósi, ])ó að iiann beiddist
[)ess, að hvíta Ijósiö væri ekki látið lifa of lengi, vegna þess
að það væri skaðlegt röddinni.
Ræðumaður sýndi næst tvær teiknaðar mvndir og ljós-
mynd af radd-tryggingaráhaldi dr. Richardsons, sem vísinda-
maður við Harvard hefir fundið upp til aö rannsaka með
fyrirbrigðin. En hvað honum sjálfiun viðviki, gæti liann sagt,
að hann hefði sjálfur liaft fulla gát á þessari tilraun; að
hendur allra og fætur hefði verið óhreyfðir, að enginn fundar-
maður liefði verið nokkurs staðar nálægt áhaldinu nema Mar-
gery. Ilaganlegri aðferð hefði verið beitt til þess aö gera
munna fundannanna óhrevfaniega; ]>annig hefði kona lians
haldið annari hendinni á munni dr. Crandons og hinni á
4*