Morgunn - 01.06.1933, Qupperneq 57
MORGUNK
51
vallarreglan sé sú sama, sú, að læra af frjálsum rann-
sóknum, allt sem lært verður. Þeir vildu hafna krafta-
verkum, meðan svo var litið á, að þau væru yfirnáttúr-
leg verk, því sem næst ónáttúrleg, en nú hneigist skiln-
ingurinn í þá átt, að þau séu eðlileg og að eins samkvæm
iögmálum, sem vér enn ekki þekkjum. Og það er því
minni ástæða til að trúa ekki kraftaverkum Jesú, að hann
á þann hátt læknaði sjúka, sem slík verk eru að gjörast
enn í dag, sjálfsagt samkvæmt lögmálum, sem til eru í
náttúrunni, því að langt mun frá því að þau séu öll þekt.
Mér dettur í hug í þessu sambandi það, sem einn af
beztu prestum og fræðimönnum vorum, séra Björn Jóns-
son á Miklabæ ritaði í Nýtt kirkjublað 1914. Hann segir
svo: ,,Það er eins víst og tveir og tveir eru f jórir, að trúin
breytist; lifandi trú getur ekki staðið í stað, og þessi
breyting á sér stað hjá hverjum einstakling, hver ein-
staklingur á sína trúarsögu. Að standa á móti þessari
breytingu er synd, synd gegn heilögum vilja guðs. Hann
er svo löngu og átakanlega búinn að opinbera oss þessa
starfsemi sína, að oss ætti að vera farið að skiljast, að
vér gjörum ilt verk með því að spyrna á móti broddun-
um og sökin bitnar á sjálfum oss“.
Þetta eru viturleg orð góðgjarns manns, enda alveg
í samræmi við evangelisk lúterskan anda. Lúter áskildi
sér sjálfum fullan rétt til að skilja og skýra ritninguna
eftir eigin skilningi, og kunnugt er, að hann um eitt skeið
með hörðum ummælum vildi hafna einu riti Nýjatesta-
mentisins, af því honum þótti það koma í bága við mik-
ilvægar trúarskoðanir.
Ekki löngu eftir aldamótin kom hér á landi, að kalla
má í kjölfar nýguðfræðinnar, önnur ný andleg hreyfing,
sú sem er grundvöllurinn að félagsskap vorum, anda-
hyggjan eða spíritisminn. Hún var að vísu ekki ný, því að
fyrir 50—60 árum höfðu þeir atburðir gjörzt, sem taldir
eru að hafi hrundið henni á stað, er í ljós komu miðils-
4*