Morgunn - 01.06.1933, Qupperneq 81
M ORGUNN
75
sinna, og í þessu einstaka tilfelli, séu sannanir fram-
haldslífsins því sterkari í augum athugandans, sem
hann fær auðkennilegri mynd látins manns, vinar síns
eða ættingja á plötuna — og öll hugsanleg svik eru
fyrirbygð.
Hitt ,að aukamynd komi á ljósmyndaplötu, er mið-
illinn sjálfur sæti fyrir, gæti vitanlega verið og væri
sjálfsagt merkilegt atriði, en óþekt mynd á plötu hjá
óþektum manni gæti naumast, að mér skilst, orðið
neitt stórvægilegt tryggingaratriði um framhaldslífið
hjá hleypidómalausum rannsakanda.
Mig langar til þess að geta um annað dæmi, ekki
ósvipað. Segja frá öðru samtali mínu við annan mann
um líkt efni. Eg man það svo vel vegna þess, hvernig
það endaði.
Maðurinn játaði, að öll fyrirbrigðin gerðust, en
þau væru öll skýranleg út frá kunnum lögmálum nátt-
úrunnar, þ. e. þau, sem eigi væru svik.
Það væri að eins trúarþörf mannanna og gagnrýn-
iskortur, sem ylli þeirri flónsku, að setja skýranleg lög
efnis og náttúru í samband við ímyndaða heima og líf
framliðinna manna.
Þessi maður var sæmilega greindur, en fljótfær. Eg
hafði enga löngun til þess að leggja í deilur við hann,
en andmælti þó lauslega fullyrðingum hans. En þó að
eg benti á dæmi, sem — mér vitanlega — enginn efn-
ishyggjumaður hefði skýrt, fór alt að einu. Það varð
engu tauti við hann komið, — öðru en því, að hann
vildi tala um málið. Seinast datt mér til hugar að
biðja hann sjálfan að nefna þá sönnun, sem hann
tæki gilda. „Hugsaðu þér“, sagði eg, „að einhver
■ dáinn vinur þinn lifði og óskaði þess að sannfæra þig
um tilveru sína. Hvemig ætti hann að koma, til þess
að þú vildir við hann kannast?“
„Já, það er nú einmitt það“, sagði kunningi minn.
„Slíkar sannanir fáið þið aldrei. Eg vil nú meira en fá