Morgunn - 01.06.1933, Qupperneq 94
88
MORGUNN
milli og lýsir verunum, sem koma til fundarmanna. Öllum,
sem kynst hafa Jakob, við þessi tækifæri, þykir hann
mjög skemtilegur. Hann var tæpra tveggja ára þegar
hann dó, og eru nú síðan um 40 ár. Hann kemur altaf
sem barn, glaður og barnalegur, og hefir mest lært að
tala í sambandinu-
Jakob litli er bróðir mannsins míns og fyrst, þegar
eg varð hans vör og hann kynti sig svo nákominn okkur,
hafði eg ekki hugmynd um, að maðurinn minn hefði mist
svo ungan bróður, enda var þá svo langt liðið frá burtför
hans héðan og þeir þá báðir smábörn, að Jakob litli hef-
ir átt fáar endurminningar hjá bróður sínum, sem segist
rétt aðeins muna eftir honum.
Það er eftirtektarvert, að við mjög mörg sambönd
eru börn, sem lýsa og flytja skilaboðin. Þegar maður fer
að hugsa um, af hverju þau eru fremur valin til þess, en
fullorðnir, þá finst manni það mjög skiljanlegt, því að
börn, sem deyja ung, flytja svo fáar minningar með sér
úr jarðlífinu, að ekki er að óttast, að þær minníngar
blandist saman við það, sem þau sjá og heyra og flytja
mönnum gegnum miðilinn.
Sjálfsagt furða sig margir á því, að mannvera, sem
verið hefir um 40 ár í öðrum heimi, skuli koma fram sem
barn, þegar hún gerir vart við sig hér. Hefir hún þá
ekkert þroskast í hinu lífinu? Oss er sagt um allan heim,
að þroskinn haldi áfram þar. En að hinu leytinu virðist
reynsla fengin fyrir því, að verurnar geta tekið á sig hin
og önnur aldursgerfi. Eg hefi margsinnis horft á þá
breytingu, að úr fullvaxinni veru, sem fyrst birtist á til-
raunafundum, verður barn á þeim og þeim og þeim aldri.
Það er gert í því skyni, að aðstandendur þeirra kann-
ist við þær. Um það verður ekkert fullyrt, hvers vegna
stjórnendurnir velja svo oft barnsaldurinn, meðan þeir
eru í sambandi. En af því að þetta kemur svo oft fyrir,
hvarvetna um heiminn, er þaö sennileg ályktun, að ein-
hvernveginn geri þetta þeim hægra fyrir.