Morgunn - 01.06.1933, Blaðsíða 122
116
MORGUNN
anir fólgnar. Sagan styðst eingöngu við frásögn einnar
manneskju, og hve frábær sem sú manneskja kann að
vera að einlægni og greind og fullkomnum áreiðanleik í
almennum efnum, þá getum vér samt ekki tekið gilda
óstaðfesta staðhæfingu hennar um jafn-mikilvæg efni
sem hér er um að tefla. Svo að eg fer ekki fram á það
við neinn, að hann trúi sögunni. Eg legg hana aðeins fram
sem mannlegt skjal, og læt við það sitja.
En þó að eg biðji menn ekki að trúa þessu, þá dirf-
ist eg að benda á það, að það kunni að vera hyggilegra
að kveða ekki þegar upp neinn dóm en að hafna sög-
unni algerlega, svo kynleg sem hún er. Ef Jesús hefir
nokkurn tíma lifað á jörðinni — og fáir efast um, að
guðspjöllin muni að minsta kosti segja eitthvert ófull-
komið ágrip af sögu manns, sem í raun og veru hafi ver-
ið til — og ef framliðnir menn geta stundum birzt jarð-
neskum mönnum og hjálpað þeim, þá er ekkert að sjálf-
sögðu ómögulegt eða ótrúlegt í sögunni. Auðvitað er
hún óvenjuleg, en hún er ekkert einstæð. Ef Jesús er lif-
andi og getur ráðið ferðum sínum, þá er skynsamlegt að
hugsa sér, að hann sé oft með þeim sem elska hann og
eru að reyna að breyta eftir honum. Venjulega er svo
um hann sem aðrar ójarðneskar verur, að menn verða
hans ekki yarir, en hann kann að geta birzt, þegar sér-
stök skilyrði eru fyrir hendi, hvort sem það er á veginum
til Emmaus eða á nútíðar Englandi, á einhverri næðis-
stund, þegar hugurinn er aðgerðalaus og hefir dregist frá
því, sem annars er alt af að hafa áhrif á skilningarvitin.
Og þessi reynsla kenslukonunnar er ekki einstæð.
Eg veit, að líkt hefir komið fyrir fleiri. Það virðist vera
að fjölga þeim atburðum, er meistarinn birtist trúlynd-
um vinum sínum, þó að þeir séu ekki æfinlega í neinum
söfnuði, né játi kristna trú; og sú reynsla hefir komið ó-
vænt og valdið undrun. Mér virðist svo sem endurkoma
Krists sé ekki jafnfráleit hugsun eins og vér höfum oft
talið hana; en endurkoman verður ekki eins mikið í því