Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 21
MOKGUNN
15
lega hafi hann aldrei efazt um ódauðleik mannssálai'r
innar. En hann sá hvílíkur geysistuðningur það hlyti að
verða kristindóminum og kirkjunni ef vísindaiegar sann-
anir fengjust fyrir framhaldslífinu, og því fann hann
það, hinn mikli drengskaparmaður, að hann gat ekki
Játið málið afskiftalaust. Sinn eldlega áhuga, sínar
miklu gáfur og sína ódrepandi þrautseigju lagði hann
inn í rannsóknirnar, og þeim hélt hann þrotlaust áfram
þann aldarf jórðung, sem hann átti eftir að lifa á jörð-
unni.
I erindinu „Kirkjan og ódauðleikasannanirnar“, sem
prentað er í samnefndri bók hans og tvívegis gefið út í
Reykjavík og auk þess eftir dönsku útgáfunni á sex öðr-
um tungumálum, bregður hann skíru ljósi yfir afstöðu
sína. Kafla úr því erindi ætla ég að leyfa mér að lesa yð-
ur, hann er á þessa leið: „Þegar ég lít yfir líf mitt, finnst
mér trú minni að eins hafa verið hætta búin um eitt
skeið. Það var síðai'i árin, er ég fekkst við biblíuþýðing-
una. Þá gerði ég þá uppgötvun, hve ófullkomin bók
biblían er, og hve afarröngum hugmyndum um hana
hafði verið komið inn hjá mér, jafnvel í sjálfri guðfræði-
deild Kaupmannahafnarháskóla. Það er svo um oss
flesta, að kornist skrið á sumt, finnst oss al't ætla að
hrynja. Ég tók að efa jafnvel þær frásagnir biblíunnar,
sem ég veit nú að eru sannar. En þá kom þetta mál (nfl.
sálarrannsóknamálið) eins og ljósgeisli inn í líf mitt. Eft-
ir það skildist mér að lítið gerði til, þótt ritningunni sé
ábótavant í mörgu, því að ég hafði uppgötvað hinn
ósýnihga, andiega heim.
Mér finnst allar lindir míns eigin trúarlífs hafa síðar.
fengið ný uppgönguaugu. Og ég vona að aðrir fyrirgefi
mér, þó að ég eigi erfitt með að skilja, að það sé öðrum
hættulegt, sem reynzt hefir mér hin mesta blessun. Og
annað er mér ekki síður ógleymanlegt, hvílíkan undra-
mátt það hefir átt, til þess að sprengja af mér þröng-