Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 95
M O R G U N N
89
þess við freistingar, bæði innan frá og utanaðkomandi,
eru meðul til að öðlast staðfasta lund og ná andlegum
þroska. Þetta eru eignirnar, sem lifa út yfir dauðann og
reynast hér dýrmæt auðæfi.
XXV.
Þegar ég nú með þessari bók er að reyna að gefa öðr-
um nokkra hugmynd um fegurð og undursamlega leynd-
ardóma andasviðanna, sem ég hef fengið að koma á, þá
hef ég innilega fundið hversu ég er óhæf til þess starfs.
Það eru svo margir gáfaðir og góðir menn á jörðinni,
sem hefðu leyst það miklu betur af hendi, hefði ein-
hverjum þeirra hlotnazt sama háleita reynsla sem mér.
En mér hefir verið úthlutað það starf, að skýra nokkuð
frá því, sem mér hefir verið opinberað, og ég verð að
halda því áfram, þó að það þyrfti til þess innblásinn
mann, að lýsa svo sem hæfði, því sem ég hef nú að segja.
Ég hef opt í andalíkama mínum stigið upp til ljós-
garðanna, sem englarnir nefna svo. Þegar ég hef komið
í aldingarð himnaríkis, þá hef ég ætíð vitað af því að
einhver af englunum hafði flutt mig þangað og næst-
um því ávalt verndarengillinn minn. En þegar ég hef
stigið upp til ljósgarðanna, þá hef ég ekki vitað af því,
að ég væri flutt þangað. Ég hef allt í einu vaknað við,
að ég var þar stödd og við hlið mér engillinn, sem mér
hefir verið sagt að kalla Leiðtoga. Hann var í sannleika
einhver hinn vitrasti og trúfastasti andlegur leiðtogi og
áður en ég hitti hann þarna, hafði hann opt birzt mér og
gefið mér upplýsingar. Það var hann, sem getið er um
í öðrum kapítula hér á undan, að gaf mér fullan skiln-
ing á hinni djúpsettu merking í setningunni: „Fátækt
og auðæfi heyra andanum til“ .
Þegar ég í fyrsta sinn kom í ljósgarðana, þá stóð ég
þar við hliðina á Leiðtoga í miðjum, stórum garði eða
ferhyrntu svæði rétt hjá fögrum hvítum gosbrunni með