Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 60
54
M O R G U N N
ástæða til að taka fullyrðinguna um áhrif frá framliðn-
um mönnum trúanlega. En sjálfsagt er að veita slíkum
hæfileika verðskuldaða athygli, þegar hans verður vart,
taka öllu með góðvild og skilningi, en láta reynsluna
skera úr um það, hver árangurinn verður.
Stundum virðast sálrænir hæfileikar mannanna vakna
allt í einu og leita sér útrásar, þó að menn hafi ekki áð-
ur grunað, að þeir væru slíkum hæfileikum búnir um
fram aðra. Menn hafa þráfaldlega tekið eftir því, er þeir
hafa setið við glas eða borð, eða notað einhver önnur
tæki í þeim tilgangi að ná sambandi við framliðna menn
ef mögulegt væri, að kraftur sá, er hluti þessa hreyfir,
virðist koma meira frá einum en öðrum af viðstöddum,
og stundum hafa merkilegir sálrænir hæfileikar ýmsra
miðia fyrst komið í Ijós með þessum hætti.
Það mun vera nokkuð almenn reynsla þeirra, sem sál-
rænum hæfileikum eru búnir, að þeir kenni einhveira
breytinga á sjálfum sér, þau augnablik, er þeir verða
einhvers slíks varir, er bent getur til návistar ósýnilegra
vitsmunavera. Enga tæmandi lýsingu mun þó unnt að
gefa á slíku, hver og einn, sem slíkum hæfileikum er
gæddur, hefur vafalaust sína sérstöku sögu að segja að
einhverju leyti. Stundum munu þær þó ekki meiri en
svo, að hinn sálræni maður verður þeirra lítt eða ekki
var, en sennilega valda slík áhrif ávallt einhverjum
breytingum í vitundarástandi hans. Sé hann verulegum
og sterkum hæfileikum búinn til sambands við andlegan
heim, fer naumast hjá því, að slík áhrif fari vaxandi og
einatt verða þau þá svo sterk, að honum finnist ókleift
að sinna þeim ekki. Ef hinn sálræni maður tekur þann
kost, er mjög æskilegt að hann eigi kost á nærveru ein-
hvers þess, sem þekkingu hefur á sálrænum hæfileikum
og meðferð þeirra. Ef stofnað er til einhverra tilrauna
í þessu skyni, fer hinn sálræni maður að finna til sterk-
ari áhrifa. Þau lýsa sér stundum þannig, að honum finnst
sig sækja svefn, samtímis sljóvgast dagvitund hans, hon-