Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 47
MORfiUNN
41
úr, en skyldi, fyrir þröngan fjárhag, og önnur af eðli-
legum ástæðum ekki getað komið til framkvæmda.
Af þessum framtíðarmálum er fyrst að nefna hús-
málið, og forsetinn taldi það sjálfur fyrst. Honum fórust
svo orð í ársskýrslu sinni: „Ég kem þá að því, hvar ég
held, að við ættum að byrja. Ég hygg, að húsnæðismálið
ætti fyrst að taka til íhugunar. Við höfum ástæðu til að
vera mjög þakklátir fyrir, að hafa fengið að vera hér
með fundina . . . En mikið hef ég orðið var við löngun
til þéss, að fá annað og hentugra húsnæði handa fé-
laginu“. Ég vil taka undir öll þessi orð. Við erum þakk-
lát og glöð yfir þeirri gestrisni, sem við njótum hér í
kveld, að mega í þessum fögru sölum halda þessa fagn-
aðarsamkomu vora. En ég spyr yður, félagssystkini —
og þarf þó ekki að spyrja — mundi ekki gleðibragðið,
sem á brá okkar skín, eiga sér dýpri rætur, vera eitthvað
enn þægilegri ánægjutilfinningin, sem streymir um hugi
okkar í kveld, ef við værum nú stödd í eigin salarkynn-
um, takið eptir — eigin salarkynnum — þar sem við
fyndum að við værum heima hjá okkur, sem um leið og
þau væru traustasta framtíðartryggingin fyrir félag
vort, mættu halda virðulega og verðuglega á lopti minn-
ingunni um fyrstu brautryðjendurna okkar.
Þið vitið öll, hvernig húsmálið okkar stendur, að við
höfum ekki misst sjónar á því. Við höfum fengið trygg-
ing fyrir fundarsal í háskólanum, líklega að einu eða
tveim árum liðnum. En þó að virðulegt þætti tilboðið —
og ekki er því að neita, að virðulegt er húsnæðið, sæmi-
legt og samboðið félagsskap okkar — þá er það ekki
það bezta, ekki það sem sagt verði um: holt er heima
hvat. Það bezta er, að sá ásetningur er nú orðinn fastur
hjá okkur, að halda stöðugt að markinu, þó að hægt fari,
að nema aldrei staðar unz því er náð, stíga mörg svo
falleg spor, sem okkar ágætu konur voru að stíga í gær.1
1) Félagskonur héldu bazai' fyrir húsmálið með g'óðum árangri.