Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 124
118
M O R G U N N
var, að hann hafði engan staf. Aðalatriðið, manninn, bar
saman um, að þeir allir sáu. Aðalatriðið, að lærisveinarnir
sáu Krist, ber öllum sögum saman um. Ályktun prófessors-
ins er því í fullum rétti, að þótt aukaatriði, tóm gröf o. f 1.,
séu eitthvað ósamhljóða, er það eptir eðli sínu og almennri
reynslu vel skiljanlegt.
Það hefir vafalaust oft tafið fyrir fram-
Þognm og gangi góðra og þýðingarmikilla mála, að
svermnn. „ ,
um þau hefir verið lengi þagað og almenn-
ingur seint fengið vitneskju um eða vaknað til meðvitund-
ar um, að þar væri mál á ferð, er nokkurs væri um vert.
Það hefir verið kallað að þegja þau í hel, annaðhvort af
ásetningi vegna vísvitandi andstöðu, eða þau hafa í eðli
sínu þurft langan tíma til að ryðja sér til rúms.
Eitt slíkra mála er sálarrannsóknamálið. Um. það ríkti
lengi mikil þögn, ef til vill af hvorritveggja ástæðunni, að
eðlilegt var, að það þyrfti langan tíma til að búa um sig
og hitt, að það mætti afarmikilli mótspyrnu í fyrstu.
Eftir að Einar H. Kvaran vaknaði til umhugsunar um
málið og fór að vinna fyrir það laust eftir síðustu alda-
mót, hafði hann ekki sjaldan orð á því, að hann furðaði
sig á, að þetta mál hefði ekki fyrri orðið fyrir honum eða
vakið athygli hans, ekki fyrri en fyrir honum varð bók
Friðriks Myers, og var hann þó sílesandi um flest áhuga-
mál mannsandans. Þá var hálf öld liðin síðan rannsókn-
irnar hófust, og fyrir 30 árum höfðu þegar mestu vísinda-
menn rannsakað málið til hlítar og ritað um það sígildar
bækur, svo sem Sir William Croolces og Sir William Bar-
ret. Fyrirlestri Crookes um niðurstöður hans, var að vísu
hafnað 1871 af vísindafélaginu enska, og fyrirlestur Bar-
rets flaut inn fimm árum síðar á einu atkvæði Sir Alfred
Russel Wallaces. Blöð og tímarit (pressan, sem stundum
er sagt), þögðu að mestu um málið, eða fluttu ádeilu og
andmæli, helzt frá vísindalegri og kirkjulegri hálfu.
Þessi þögn um alt, sem snertir þetta mál, loðir enn við.
T. d. getur blaðið Psychic News um það, að þegar blöðin