Morgunn - 01.06.1939, Side 83
M O R G U N N
77
í samræmi við aðalatriði kristinnar trúar. En ég veit ekki
til, að það geti átt við annað, en að þeir yfir höfuð hallast
að frjálslyndum guðfræðisskoðunum en láta annars frjálst,
að hafa hverja guðfræðisskoðun sem hver vill, enda munu
hin eldri og íhaldssamari stefna og hin yngri og frjáls-
lyndari hvarvetna vera jafn réttháar innan kirkjunnar
og gagnvart öðrum stofnunum. Og að sjálfsögðu er sálar-
rannsóknunum jafnkært að gjöra alla hluttakandi í bless-
un þessarar þekkingar, hverja skoðun sem þeir hafa á
trúarsetningum. — Islenzkir kirkjumenn hafa lengst af
verið og eru enn frjálslyndir, hafa því yfir höfuð tekið vel
hinni nýju þekking. Um það höfðum vér ánægjulegt dæmi
á 20 ára samkomu félags vors, 19. f. m. í skeyti, er vér
fengum frá fjórum norðlenzkum prestum: „Hjartans þökk
fyrir 20 ára heillaríkt starf í þjónustu sannleikans. Minn-
umst í dag með lotningu og aðdáun látinna foringja í starfi
yðar, Einars Kvarans og Haralds Níelssonar. Áfram í
þeirra anda og kærleika Krists“. Þessi hlýja, bróðurlega
kveðja átti sinn þátt í því að gefa mér þetta „áfram“ að
fyrirsögn fyrir ávarpi mínu til yðar í kvöld. Þeir
hvetja okkur áfram og vilja samúð og samvinnu; það
munum vér einnig allir vilja, þó að til séu þeir, sem ekki
halda, að þetta tvennt gæti átt samleið, vegna tregðu kirkj-
unnar, að játa og færa sér í nyt sannanirnar. En því fer
svo fjarri, að sálarrannsóknirnar séu ekki í samræmi við
aðalatriði kristilegrar trúar, að þær veita þeim atriðum
sumum sinn bezta stuðning. Um það mætti margt segja, en
ég ætla að þessu sinni að eins að nefna upprisu Krists og
sögulegt sannleiksgildi hans. Því að hvorutveggja hafa
vantrúarvísindin hafnað, neitað því að hann hafi verið
söguleg persóna og að hann hafi þá heldur ekki risið upp.
Upprisu hans sanna sálarrannsóknirnar svo langt sem
komizt verður með því að sýna, að hið sama er að gjörast
enn í dag, að látnir menn birtast í líkama sínum. Og
bæði þetta og sögugildið sanna þær með vitnisburðum
hárra og þroskaðra anda á öðru sviði, sem hafa samband