Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 148
S. R. F. í.
í síðastliðnum desembermánuði hafði Sálarrannsókna-
félag Islands starfað í tuttugu ár. Starfsemi félagsins er
þess eðlis, að árangur hennar verður ekki sýndur með töl-
um, en þó fullvíst, að andlegt líf þjóðarinnar væri nú fá-
tækara, hefði sú starfsemi ekki hafizt.
Með hverju ári fer vaxandi áhuginn fyrir eilífðarmál-
unum og þekkingu á þeirri tilveru, sem bíður allra, er vér
flytjumst héðan. Það er markmið Sálarrannsóknafélags-
íns, að afla þekkingar á þessum málum, útbreiða þá þekk-
ing, að sannanir eru fengnar og fást daglega um fram-
haldslíf af sambandi við þá, sem yfir þröskuldinn eru
komnir, en það hafa svo margir ávallt efað. Félagið hefur
í þessu efni þegar unnið mikið starf undir forustu ágætra
brautryðjenda, og þó að þeirra hafi nú við misst, mun það
eptir föngum halda áfram starfsemi sinni.
Þeir, sem óska fræðslu um þessi mál, fá hana bezta með
því að ganga í félagið og lesa tímarit þess, Morgun, sem
það hefur nú að öllu tekið að sér.
Félagagjaldið er 6 kr. á ári og skírteini fást hjá gjald-
kera félagsins, Ásmundi Gestssyni, Höfn á Seltjarnarnesi
og venjulega við inngang á fundum, sem haldnir eru einu
sinni í mánuði frá sept. til maí og aukafundir ef svo ber
undir. Enn fremur í Bókavei'zlun Snæbjarnar Jónssonar,
Austurstræti 4.