Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 85
MORGUNN
79
gekk um kring og gjörði góðverk sín og máttarverk, að
hann gjörði þaó með íulltingi Belzebúls. En sama röksemd-
in, sem hann hafði þá til að hrekja andstæðinga sína, ætti
að nægja enn í dag til að sýna, að ekki getur það verið af
áhrifum hins vonda, er góðir andar frá liærri sviðum brýna
fyrir oss óþreytandi bæn til guðs og kærleika til allra
manna.
En ég held vér snúum þá að þessu sinni huga vorum
og hugleiðingum frá þessari ýmiskonar mótstöðu og and-
blæstri, sem málefni vort mætir, reyndar frá hinum ólík-
legustu áttum, viti og vísindum, sem ættu að þekkja allt,
ekki sízt þetta mál, sem þeir svo vanrækja — og frá trú-
arbrögðum, sem ættu að gleðjast yfir hverjum, sem öðl-
ast styrk í trú sinni og bót í baráttu lífs síns, en fordæma
það þó.
Við viljum heldur snúa huganum að hinu, sem er hugð-
næmara, því sem knýr oss og hvetur til að halda af áhuga
og öruggum móði áfram félagsstarfsemi vorri. Áfram
hljómar til vor úr öllum áttum: „Áfram“, sögðu skagfirzku
prestarnir, „áfram“, sagði Silver Birch, og sagði að meist-
arinn sjálfur segði það. Og „áfram“ kveður þá einnig,
vona ég, við í hjörtum okkar allra hvers og eins, og finnst
mér það hlutverk mitt að brýna það fyrir yður öllum nú,
þegar ég ávarpa yður, ef til vill í síðasta sinn, sem allt af
má búast við á mínum aldri.
Og það sem knýr oss áfram, það er bæði þrá vor og
þörf.
Það er þrá vor, löngunin eptir að öðlast fulla vitneskju
um örlög vor, hvað við tekur, þegar vér leggjum af lík-
amshjúpinn, og þessi þrá, samfara og sprottin af þörf-
inni á huggun í andstreymi lífsins og á trúarstyrk í öll-
um veikleika í þesari andstreymisbaráttu.
Þegar heimsstyrjöldin geysaði, lifðu þúsundir og milj-
ónir manna í stöðugri angist og örvæntingu vegna ást-