Morgunn


Morgunn - 01.06.1939, Page 85

Morgunn - 01.06.1939, Page 85
MORGUNN 79 gekk um kring og gjörði góðverk sín og máttarverk, að hann gjörði þaó með íulltingi Belzebúls. En sama röksemd- in, sem hann hafði þá til að hrekja andstæðinga sína, ætti að nægja enn í dag til að sýna, að ekki getur það verið af áhrifum hins vonda, er góðir andar frá liærri sviðum brýna fyrir oss óþreytandi bæn til guðs og kærleika til allra manna. En ég held vér snúum þá að þessu sinni huga vorum og hugleiðingum frá þessari ýmiskonar mótstöðu og and- blæstri, sem málefni vort mætir, reyndar frá hinum ólík- legustu áttum, viti og vísindum, sem ættu að þekkja allt, ekki sízt þetta mál, sem þeir svo vanrækja — og frá trú- arbrögðum, sem ættu að gleðjast yfir hverjum, sem öðl- ast styrk í trú sinni og bót í baráttu lífs síns, en fordæma það þó. Við viljum heldur snúa huganum að hinu, sem er hugð- næmara, því sem knýr oss og hvetur til að halda af áhuga og öruggum móði áfram félagsstarfsemi vorri. Áfram hljómar til vor úr öllum áttum: „Áfram“, sögðu skagfirzku prestarnir, „áfram“, sagði Silver Birch, og sagði að meist- arinn sjálfur segði það. Og „áfram“ kveður þá einnig, vona ég, við í hjörtum okkar allra hvers og eins, og finnst mér það hlutverk mitt að brýna það fyrir yður öllum nú, þegar ég ávarpa yður, ef til vill í síðasta sinn, sem allt af má búast við á mínum aldri. Og það sem knýr oss áfram, það er bæði þrá vor og þörf. Það er þrá vor, löngunin eptir að öðlast fulla vitneskju um örlög vor, hvað við tekur, þegar vér leggjum af lík- amshjúpinn, og þessi þrá, samfara og sprottin af þörf- inni á huggun í andstreymi lífsins og á trúarstyrk í öll- um veikleika í þesari andstreymisbaráttu. Þegar heimsstyrjöldin geysaði, lifðu þúsundir og milj- ónir manna í stöðugri angist og örvæntingu vegna ást-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.