Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 35
M O R G U N N
29
ar, að því yrðum við að ráða og ég bæði hann að sætta
sig við það, og bað stjórnandann að koma því til hans.
Stjórnandinn sagði, að hann heyrði sjálfur svar mitt
og hlæi þá að eins. Ég sá þá vel í huga mér glaða, góða
brosið, sem hann átti til, og ég skyldi það svo, að hann
léti sér það lynda, og — láti sér það nú geðjast, er ég
endurtek þessa ósk mína, því að ég veit vel, að nú er
hann oss nálægur í kirkjunni sinni kæru og skynjar at-
hafnir vorar; ég veit það ekki sízt vegna þeirrar vissu,
.sem hann sjálfur átti svo mikinn þátt í að afla oss. Vér
■skiljum að það er samkvæmt auðmýkt hans, sem er enn
íullkomnari á fullkomnara tilverustigi, að sækjast ekki
eftir viðhöfn né eigin vegsemd. En alt sem hefir verið
gjört honum til heiðurs í dag, hér og annarstaðar, hefir
verið gjört af einlægum huga, af ást og þakklæti fyrir
afrek hans. Sérstaklega vitum vér sálarrannsóknafélags-
menn, að allt, sem gjört er honum til virðingar og vegs-
auka, það er til vegsauka og viðgangs fyrir félag vort og
Jnálefnið, sem honum var hjartfólgið. Og þá getur þér,
vinur Haraldur, ekki annað en geðjast að því.
Hafðu þökk íyrir allt starf þitt, sem þú vannst i jarð-
lífinu, og það sem þú og minning þín mun enn vinna á
æðra tilverusviði.
1 þeim þakklætishug vil ég biðja yður öll að sitja
hljóð í 2 mínútur og einbeina til hans kærleiksríkum
-huga með bæn um blessun guðs á framhaldsbrautinni.