Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 50
44
MORGUNN
stóðu styrkir og stórir, einbeittir og öruggir í farar-
broddi fyrir hið mikla málefni og yfir 20 ára starfið,
sé oss öllum til gleði og ég vona einnig í nafni vor allra
til nýrrar eflingar og áhuga fyrir félagið.
Vér nálgumst nú þann minningardaginn, sem mestur
er, þegar hann var borinn, sem fæddur í fátækt fékk
ekki rúm nema í jötu, en verið hefir hinn æðsti og mesti
andi, sem birzt hefir á þessari jörð, svo að nafn hans
ber hátt yfir öll önnur í sögu þessa hnattar, nafnið Jesús
Kristur, sem það hefir verið fallegast um sagt, að hann
var ljómi guðs dýrðar og ímynd veru hans, hann sem
kenndi oss að þekkja föðurinn og setti oss sjálfur það
mark, að vera fullkomnir ,,eins og faðir yðar á himnum
er fullkominn“.
Vér óskum að störf félags vors stefni að því háa
marki, þótt í veikleika sé, biðjum hann og föðurinn að
styrkja oss til þess með anda sínum.
Um leið og ég árna félagi voru heilla og blessunar,
óska ég yður öllum gleðilegra jóla.
Að loknu erindinu var sungið eptirfarandi kvæði, er
magister Jakob Jóh. Smári hafði ort fyrir tækifærið:
Lag: Hvað er svo glatt . . .
í lífsins bjarma ljómar félag þetta,
því lífið sjálft er eilíf náðargjöf,
og það við vitum víst, að líf má spretta
á vori fyrir handan dauða og gröf.
í fylgd með okkur birtast bjartar dísir,
því boðskap þann við færum okkar þjóð,
að yfir dauðans álum sólskin lýsir,
að aldrei slokknar kærleiks heilög glóð.
í tuttugu ár við höfum beðið, boðað,
að brúin sé á milli heima til,