Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Page 7

Morgunn - 01.12.1947, Page 7
MORGUNN 85 niður frá hökunni, drjúpa niður líkamann og mynda eins og hvíta svuntu, eða streyma í formlausum mökkum út frá vitum miðilsins. Þegar þetta efni er snert, eða þegar óheppi- legt ljós fellur á það, hrökk það aftur inn í líkama miðilsins, mjúklega og fljótt, eins og fálmangar á krabba. Ef tekið var eða klipið í það, rak miðillinn upp hátt hljóð. Það kom í gegn um fatnað, en skildi þó naumast merki þess á fatn- aðinum. Með leyfi miðilsins var lítið stykki skorið af þessu efni. Það leystist upp í dós, sem það var látið í, eins og það hefði verið snjór, og skildi eftir gufu og sellur líkast og væri eftir svepp. Smásjáin leiddi einnig í ljós sellur frá slím- húðinni, sem þetta efni sýndist stafa frá. Rétt er að geta þess, að við þessar tilraunir var hafður sá siður spíritistanna, að tjaldaður var klefi í kring um miðilinn, en sá klefi er kallaður byrgi. Þarna sat miðillinn á stóli, en ævinlega með framréttum höndum í öryggis skyni. Tilgangurinn með því að hafa þetta byrgi er sá, að þar safnast fyrir efni, sem líkist mest þoku eða eim, og er nauðsynlegt til þess að ectoplasmað komi fram. Á þessu vantar vísindalegar skýringar, en reynslan sýnir, að þetta byrgi kring um miðilinn er nauðsynlegt til þess að þétta efnið og safna því saman. Hinar sérkennilegu, bogadregnu slæður, sem maður sér á andamyndum, eru ráðstafanir, sem stjórnandinn hinu megin frá gerir í þessu augnamiði, og sjálfur hefi ég oft séð, að andaljósin, sem sjást á trans- fundum, eru hjúpuð einhverju þunnu efni, og er það ber- sýnilega einnig gert í sama augnamiði. Uppgötvun þessa einkennilega efnis, ectoplasma, er eitt nóg til þess að gera þessar tilraunir stórkostlega merkileg- ar, en hitt er þó miklu merkilegra við þær, að þær svara spurningunni, sem margir munu bera upp í sambandi við þetta, spurningunni: ,,en í hverju sambandi stendur allt þetta við anda?“ Það skaltu vita, hversu ótrúlegt sem þér kann að finnast það, að þegar þetta dularfulla efni er komið fram, byrjar það hjá sumum miðlum, og þar á meðal hjá -Evu, að taka á sig ýmiskonar myndir, og þessar myndir

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.