Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Side 22

Morgunn - 01.12.1947, Side 22
100 MORGUNN silkiefni, og var inni einfaldur stóll, með fremúr lágu baki, sem miðillinn sat í. Fyrir framan byrgið var boga- mynduð, þrísett röð af stólum fyrir fundargesti. 1 innstu röðinni sat að mestu sama fólkið á öllum fundunum, en aðrir fundargestir voru rúmlega tuttugu í hvert sinn. Þeg- ar fólk var setzt flutti forseti félagsins ávarp til þess að skýra líkamningafyrirbrigðin og setja fólki þær varúðar- ráðstafanir, sem stjórnendur miðilsins krefjast. Þá gekk miðillinn inn í herbergið og settist í stól sinn, en bæn var flutt og sálmar sungnir, meðan hann var að sofna. Því næst var talað til fundargestanna af vörum miðilsins all- langa stund, stundum gefnar lýsingar af framliðnu fólki, sem væri hjá fundargestunum, en síðan ávarpaði stjórn- andi miðilsins fólkið, bað þess að jakki miðilsins væri tekinn af honum, með því að hann svitnar tíðum ákaflega og þreytist í transinum. Þá voru tjöldin dregin fyrir byrg- ið og sálmar sungnir. Á fyrstu fundúnum voru Ijós mjög dauf í herberginu, en síðar voru þau aukin til muna, svo að vel Ijóst var um allt herbergið, nema fullkomið myrk- ur inni í byrginu, þar sem verurnar byggja sig upp áður en þær koma frarp til fundargesta til þess að sýna þeim sig. Einu sinni, þegar einhver truflun komst á fyrirbrigðin, lyfti stjórnandi miðilsins skyndilega tjöldunum til hliðar, sat miðillinn þá í stólnum sínum og útfrymið sást liggja eins og x smápjötlum hér og þar utan á honum og stórar slæður úr útfryminu svifu í loftinu, einkum vinstra megin - við hann. öðru sinni, þegar skilyrðin virtust sérlega góð, var einum fundarmanna, Jónasi Þorbergssyni útvarps- stjóra, leyft að fara inn í byrgið og þreifa á miðlinu en veran, sem þá var líkömuð, stóð samtímis við hlið hans. Oft komu verurnar svo þétt fram úr byrginu, að þær sá- úst tvær í einu, önnur vera að koma um leið og hin hvarf inn í byrgið. Meðan líkamningafyrirbrigðin voru að koma fram, voru allir í tveim innstu étólaröðunum látnir halda saman höndum. Fyrir kom það nokkrum sinnum, að eitt- hvað var athugavert við innsta hringinn, þá, sem í innstú

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.