Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Síða 29

Morgunn - 01.12.1947, Síða 29
MORGUNN 107 6. fundur. „Hófst miðvikudaginn 17. sept. á venjulega stað og tíma, með venjulegum hætti. Þá ávarpaði af vörum miðils- ins fundarmenn einn úr hópi stjórnenda hans, er nefndi sig Pétur. Hann kvað það vera mikið starf að æfa miðl- ana og undirbúa þá fyrir það mikilvæga hlutverk, sem þeir ættu að gegna, að útbreiða þekkinguna á þeim sann- leika, að látinn lifi. Frá því er miðillinn var 14 ára dreng- ur, kvaðst Pétur hafa stöðuglega starfað að því að æfa hann og hjálpa honum, ásamt þeim Míka og dr. Monarch og fleiri stjórnendum. Og við höldum því starfi áfram, sagði hann, því að nóg er að starfa. Við þurfum að vernda miðilinn á fundunum og hjálpa til ef krafturinn ætlar að þrjóta eða eitthvað að koma fyrir. Næstur talaði Míka. Hann kvað það afaráríðandi, eink- um um þá, er innsta hring sitja, að þeir neyttu eigi tóbaks síðustu klukkustundirnar áður en fundir hefjast, því að slíkt gæti haft mjög skaðleg áhrif á útfrymið. Að lokum lýsti hann blessun Guðs yfir fundargestunum og yfir hverj- um þeim, er í innsta hringnum sat, sérstaklega. Kl. 9,15 byrjaði Ríta að tala fyrir innan byrgistjaldið. Sagði m. a. að hjá sér stæði einhver Árnason eða Árni, sem langaði mjög mikið til að heilsa fundarmönnum. Síð- an kom hún fram fyrir tjaldið, sveif þar um, talaði enn við fundarmenn og tók undir söng þeirra. Næstur birtist dr. Monarch. Þá kom Benito fram í þrjú skipti, hvert eftir annað. Hann tók slæðurnar frá andlit- inu og sáu fundarmenn greinilega hið dökka hár hans og skegg. Hörundsliturinn á andliti lians og höndum var mjög eðlilegur, en þó fremur dökkur eins og væri hann blakkur af sól. I síðasta skiptið rétti hann fram fæturna til þess að sýna þá fundargestum. Voru fæturnir naktir og sáust mjög skýrt. Var þetta sterkasti sálgerfingurinn og sá greinilegasti, sem hingað til hefir birzt á þessum fundum. Næst kom fram vera, sem nefndist systir Lára og þá vera, sem tjáði sig vera sálmaskáldið danska, T. Kingo.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.