Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Page 29

Morgunn - 01.12.1947, Page 29
MORGUNN 107 6. fundur. „Hófst miðvikudaginn 17. sept. á venjulega stað og tíma, með venjulegum hætti. Þá ávarpaði af vörum miðils- ins fundarmenn einn úr hópi stjórnenda hans, er nefndi sig Pétur. Hann kvað það vera mikið starf að æfa miðl- ana og undirbúa þá fyrir það mikilvæga hlutverk, sem þeir ættu að gegna, að útbreiða þekkinguna á þeim sann- leika, að látinn lifi. Frá því er miðillinn var 14 ára dreng- ur, kvaðst Pétur hafa stöðuglega starfað að því að æfa hann og hjálpa honum, ásamt þeim Míka og dr. Monarch og fleiri stjórnendum. Og við höldum því starfi áfram, sagði hann, því að nóg er að starfa. Við þurfum að vernda miðilinn á fundunum og hjálpa til ef krafturinn ætlar að þrjóta eða eitthvað að koma fyrir. Næstur talaði Míka. Hann kvað það afaráríðandi, eink- um um þá, er innsta hring sitja, að þeir neyttu eigi tóbaks síðustu klukkustundirnar áður en fundir hefjast, því að slíkt gæti haft mjög skaðleg áhrif á útfrymið. Að lokum lýsti hann blessun Guðs yfir fundargestunum og yfir hverj- um þeim, er í innsta hringnum sat, sérstaklega. Kl. 9,15 byrjaði Ríta að tala fyrir innan byrgistjaldið. Sagði m. a. að hjá sér stæði einhver Árnason eða Árni, sem langaði mjög mikið til að heilsa fundarmönnum. Síð- an kom hún fram fyrir tjaldið, sveif þar um, talaði enn við fundarmenn og tók undir söng þeirra. Næstur birtist dr. Monarch. Þá kom Benito fram í þrjú skipti, hvert eftir annað. Hann tók slæðurnar frá andlit- inu og sáu fundarmenn greinilega hið dökka hár hans og skegg. Hörundsliturinn á andliti lians og höndum var mjög eðlilegur, en þó fremur dökkur eins og væri hann blakkur af sól. I síðasta skiptið rétti hann fram fæturna til þess að sýna þá fundargestum. Voru fæturnir naktir og sáust mjög skýrt. Var þetta sterkasti sálgerfingurinn og sá greinilegasti, sem hingað til hefir birzt á þessum fundum. Næst kom fram vera, sem nefndist systir Lára og þá vera, sem tjáði sig vera sálmaskáldið danska, T. Kingo.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.