Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Side 71

Morgunn - 01.12.1947, Side 71
A víð og dreif. Eftir ritstj. Athyglisverðasta fregn, sem lengi hefir borizt um út- breiðslu spíritismans í Bretlandi, er fregnin af skoðana- könnun þeirri, sem fram fór þar í landi á liðnum vetri, um afstöðu þjóðarinnar til spíritismans. Skoðana- Það er að verða algengt víða um heim, Tcönnun að leitað sé eftir skoðunum þjóðanna á vissum málum á þann hátt, að stórblöð eða almennar fréttastofnanir sendi fyrirspurnir til fólks, sem af handahófi er valið úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Svör- in eru síðan álitin vera spegilmynd af ríkjandi skoðunum þjóðarinnar, og sýnir reynslan, að niðurstöðurnar af þess- um skoðanakönnunum gefa merkilega nákvæma mynd af af þjóðarviljanum. Á liðnum vetri var slík skoðanakönnun um afstöðu brezku þjóðarinnar til spíritismans látin fara fram, og tveim hundruðum manna, sem af handahófi voru valdir úr öllum stéttum Breta, sendar slíkar fyrirspurnir. Það voru ekki spíritistarnir, sem stóðu fyrir þessari skoð- anakönnun, heldur brezka stofnunin Mass-Observation’s National Board of Observers, og hún birti opinberlega þá niðurstöðu af skoðanakönnuninni, að ástæða væri til að ætla að 15 milljónir manna í Bretlandi aðhylltust spírit- ismann, eða því sem næst þriðjungur allrar heimaþjóðar- innar brezku. Fréttastofnunin sagði ennfremur frá því, að. af öllum þeim, sem svörin sendu, hefði aðeins rúmlega einn af hundraði neitað möguleikanum fyrir því, að yfir- venjuleg fyrirbrigði gætu gerzt. f þessu sambandi bendir fréttastofnunin á þá staðreynd, að margt bendi til hinnar

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.