Morgunn - 01.06.1973, Blaðsíða 8
6
MORGUNN
„Hver maður skal vera frjáls til þess að hverfa úr hvaða
landi sem er, að ættlandi sínu meðtöldu, og snúa aftur til
heimalands síns, þegar honum þóknast.“
Með hverjum degi finnur hver hugsandi maður á þessum
hnetti skýrar til þeirrar brýnu nauðsynjar, að hver hnattbúi
geri sér ljósa grein fyrir einleik mannkynsins. Það er blekking
aðgreiningarinnar, sem vilhr okkur sýn: mismunandi trúar-
brögð, litarháttur, þjóðemi.
Sökum aukinnar útbreiðslu fjölmiðla og sívaxandi hraða
farartækja þjappast þjóðir heimsins saman og verða jafnframt
háðari hver annari. Þjóðfélagsleg og menningarleg einangnm
er óðum að hverfa. Útrýming einangnmar og samdráttur
heimsbyggðarinnar hefur það í för með sér, að það er ekki
lengur einkamál einstakra þjóða hvað þær aðhafast í heimin-
um. Allt kemur öllum við; því áhrif þess sem gerist á einum
stað berast óðfluga til allra annara þjóða, sökum hinnar miklu
fjölmiðlunartækni nútímans.
Draumur allra góðra manna hlýtur því að vera: samstilltm:
heimur.
Þessi draumur verður að rætast.
Margvisleg samtök manna um heim allan vinna nú mark-
visst að þessu.
Framangreint ávarp til mannkynsins er tilraun i þessa átt.
Hér er verið að ala á einingartilfinningu manna með þvi að
stofna til heimsborgararéttar. Hann er að vísu ennþá að
nokkru táknræns eðlis, þareð hann hefur enn ekki hlotið viður-
kenningu einstakra þjóða eða Sameinuðu þjóðanna. Hins veg-
ar er þessi tilratm gerð til þess að flýta fyrir því að svo megi
verða. Þessi samtök hvetja menn til þess að fylgjast vel með
alþjóðamálum og kappkosta að 'hafa áhrif á þau frá sjónarmiði
velferðar og þarfa alls mannkynsins. Þannig vilja þau styrkja
Sameinuðu þjóðirnar til þess að geta haft áhrif á heimsmálin
og þá ekki sízt þau, er snerta lífsmöguleika mannsins: frið, fá-
tækt, mannfjölgun og mengun.
Æ. R. K.