Morgunn


Morgunn - 01.06.1973, Page 10

Morgunn - 01.06.1973, Page 10
8 MORGUNN Tók ég síðan þá ákvörðun að bíða með lántökuna, og fór með öll lánsskjölin í töskunni til Akureyrar. Nú leið og beið, þar til komið var nærri jólum. Þá hringdi til min þáverandi gjaldkeri Framkvæmdabankans, og spurði mig, hvort ég ætlaði ekki að ganga frá lántökunni. Ég þakkaði fyrir samtalið og kvaðst mundu koma eftir áramótin til Reykja- víkur og ganga þá endanlega frá þessu. Þann 7. janúar 1960 ráðgerði ég ferð til Reykjavíkur. Um nóttina þann 7. dreymdi mig enn á ný að ég væri kominn til Reykjavíkur og stæði við anddyri húss Garðars Gislasonar h.f., og sá þá, að búið var að hlaða rammbyggilega upp í dymar með múrsteinum og sömuleiðis alla glugga. Enn þóttist ég fara einn hring í kringum húsið, en fann hvergi smugu til að kom- ast inn um og sneri siðan frá húsinu og hélt aftur heim til Ak- ureyrar. Þegar ég vaknaði þóttist ég enn sannfærðari en áður um, að ég ætti ekki að taka lán þetta. Hætti ég þá við Reykjavíkurför mína og hugsaði mér að láta fara sem vildi. Og áfram leið tíminn og ekkert skeði í því máli. Þann 22. febrúar 1960 var gerð stór gengisbreyting hinnar íslenzku krónu. Þóttist ég nú viss um, að tilgangur með þessum tveim draum- um væri sá, að forða mér frá lántöku, sem hafði að bakgrunni svissneska franka. Varð því lántakan eftir gengisfellinguna miklu hagstæðari en áður. Að gengisbreytingu lokinni var ég staddur í Reykjavík; labb- aði ég af rælni inn í Framkvæmdabanka og spurðist fyrir um lánið, án þess að gera mér nokkra von um, að það væri mér ennþá falt. Ég minnist enn orða gjaldkerans, þegar ég hitti hann að máli. Honura varð þetta að orði: „Já, það getur stundum verið hagnaður að þvi að vera trassi“. Mér sýnist í fljótu bragði að þér hafið hagnazt á biðinni nálægt kr. 286.000.00, en lánið getið þér fengið. Að sjálfsögðu gekk ég frá öllu, er lánið varðaði, enda ótrufl- aður af frekari draumum í því sambandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.