Morgunn - 01.06.1973, Qupperneq 10
8
MORGUNN
Tók ég síðan þá ákvörðun að bíða með lántökuna, og fór með
öll lánsskjölin í töskunni til Akureyrar.
Nú leið og beið, þar til komið var nærri jólum. Þá hringdi
til min þáverandi gjaldkeri Framkvæmdabankans, og spurði
mig, hvort ég ætlaði ekki að ganga frá lántökunni. Ég þakkaði
fyrir samtalið og kvaðst mundu koma eftir áramótin til Reykja-
víkur og ganga þá endanlega frá þessu.
Þann 7. janúar 1960 ráðgerði ég ferð til Reykjavíkur. Um
nóttina þann 7. dreymdi mig enn á ný að ég væri kominn til
Reykjavíkur og stæði við anddyri húss Garðars Gislasonar h.f.,
og sá þá, að búið var að hlaða rammbyggilega upp í dymar
með múrsteinum og sömuleiðis alla glugga. Enn þóttist ég fara
einn hring í kringum húsið, en fann hvergi smugu til að kom-
ast inn um og sneri siðan frá húsinu og hélt aftur heim til Ak-
ureyrar.
Þegar ég vaknaði þóttist ég enn sannfærðari en áður um, að
ég ætti ekki að taka lán þetta. Hætti ég þá við Reykjavíkurför
mína og hugsaði mér að láta fara sem vildi.
Og áfram leið tíminn og ekkert skeði í því máli. Þann 22.
febrúar 1960 var gerð stór gengisbreyting hinnar íslenzku
krónu.
Þóttist ég nú viss um, að tilgangur með þessum tveim draum-
um væri sá, að forða mér frá lántöku, sem hafði að bakgrunni
svissneska franka. Varð því lántakan eftir gengisfellinguna
miklu hagstæðari en áður.
Að gengisbreytingu lokinni var ég staddur í Reykjavík; labb-
aði ég af rælni inn í Framkvæmdabanka og spurðist fyrir um
lánið, án þess að gera mér nokkra von um, að það væri mér
ennþá falt.
Ég minnist enn orða gjaldkerans, þegar ég hitti hann að
máli. Honura varð þetta að orði: „Já, það getur stundum verið
hagnaður að þvi að vera trassi“. Mér sýnist í fljótu bragði að
þér hafið hagnazt á biðinni nálægt kr. 286.000.00, en lánið
getið þér fengið.
Að sjálfsögðu gekk ég frá öllu, er lánið varðaði, enda ótrufl-
aður af frekari draumum í því sambandi.