Morgunn


Morgunn - 01.06.1973, Side 11

Morgunn - 01.06.1973, Side 11
TVÆR FRÁSAGNIR 9 II FYRSTI FORMANNSRÓÐURINN Um vorið 1930, þann 22. maí, skeði sá atburður, sem hér skal greina. Umrætt vor var ég vélstjóri á vélbáti föður míns, sem ísland hét. Faðir minn var formaður á bátnum, þar til hann veiktist af liðagigt og lagðist í rúmið. Fól hann mér formennsku á bátnum, þrátt fyrir það, að ég var þá aðeins 17 ára unglingur með takmarkaða reynslu á sjó. Að vísu hafði ég róið með hon- um á bátum hans á sumrum allt frá 13 ára aldri. Fyrrgreint vor kom svo mikil fiskiganga á miðin, sem nefn- ast Tangar, út af Siglufirði, og gekls fiskurinn siðan austur með landinu. Mikil þoka lá þá fyrir Norðurlandi dögum sam- an og torveldaði mjög allar atliafnir fiskibátanna við að draga björg í bú, einkum á ferðum þeirra að og frá fiskimiðunum. Að kvöldi 22. mai vor þetta lagði ég af stað í minn fyrsta róður sem formaður. Fór ég að öllu með gát og lét vélina ganga með hálfu álagi og rýndi af fyllstu einbeittni í þokuna, til að forðast árekstur við aðrar fleytur. Búnaði okkar litlu báta var mjög ábótavant, og mun þar mestu hafa ráðið fátækt og að einhverju leyti trassaskapur þeirra manna, sem bátana áttu og ráku. Til dæmis var áttaviti sjaldan hafður á sama stað. Flæktist hann gjaman i smá kassa innan um hverskonar höld úr málmi, svo sem skrúflykla og fleira, þangað til hann var tekinn i notkun. Yar því naumast að furða, þótt segulnálin í áttavitanum ætti bágt með að sætta sig við slíka meðferð, ef hún átti að sýna sæmilega réttar seg- ulstefnur. Afrétting áttavita þótti þá hið mesta bruðl, enda sjaldan framkvæmd. Fátt bar til tíðinda á leið minrd á miðin. Reyndi ég eftir mætti að hemja kassann með áttavitanum miðskips. Þóttist ég fullviss um, að ég væri á réttri leið, og gizkaði síðan á siglda vegalengd, þar sem enginn var vegmælirinn um borð. Þegar ég var kominn á miðin eftir þvi sem ég bezt vissi,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.