Morgunn - 01.06.1973, Síða 11
TVÆR FRÁSAGNIR
9
II
FYRSTI FORMANNSRÓÐURINN
Um vorið 1930, þann 22. maí, skeði sá atburður, sem hér
skal greina.
Umrætt vor var ég vélstjóri á vélbáti föður míns, sem ísland
hét. Faðir minn var formaður á bátnum, þar til hann veiktist
af liðagigt og lagðist í rúmið. Fól hann mér formennsku á
bátnum, þrátt fyrir það, að ég var þá aðeins 17 ára unglingur
með takmarkaða reynslu á sjó. Að vísu hafði ég róið með hon-
um á bátum hans á sumrum allt frá 13 ára aldri.
Fyrrgreint vor kom svo mikil fiskiganga á miðin, sem nefn-
ast Tangar, út af Siglufirði, og gekls fiskurinn siðan austur
með landinu. Mikil þoka lá þá fyrir Norðurlandi dögum sam-
an og torveldaði mjög allar atliafnir fiskibátanna við að draga
björg í bú, einkum á ferðum þeirra að og frá fiskimiðunum.
Að kvöldi 22. mai vor þetta lagði ég af stað í minn fyrsta
róður sem formaður. Fór ég að öllu með gát og lét vélina ganga
með hálfu álagi og rýndi af fyllstu einbeittni í þokuna, til að
forðast árekstur við aðrar fleytur.
Búnaði okkar litlu báta var mjög ábótavant, og mun þar
mestu hafa ráðið fátækt og að einhverju leyti trassaskapur
þeirra manna, sem bátana áttu og ráku. Til dæmis var áttaviti
sjaldan hafður á sama stað. Flæktist hann gjaman i smá kassa
innan um hverskonar höld úr málmi, svo sem skrúflykla og
fleira, þangað til hann var tekinn i notkun. Yar því naumast
að furða, þótt segulnálin í áttavitanum ætti bágt með að sætta
sig við slíka meðferð, ef hún átti að sýna sæmilega réttar seg-
ulstefnur. Afrétting áttavita þótti þá hið mesta bruðl, enda
sjaldan framkvæmd.
Fátt bar til tíðinda á leið minrd á miðin. Reyndi ég eftir
mætti að hemja kassann með áttavitanum miðskips. Þóttist ég
fullviss um, að ég væri á réttri leið, og gizkaði síðan á siglda
vegalengd, þar sem enginn var vegmælirinn um borð.
Þegar ég var kominn á miðin eftir þvi sem ég bezt vissi,