Morgunn - 01.06.1973, Qupperneq 22
20
MORGUNN
Signý gamla var ekki frá því, að samband við annan heim
væri mögulegt, — trúði því meira að segja, að það œtti sér stað.
„En í guðs bænum! Að ég skuli hugsa þetta. Hvað ætli heim-
ilisfólkið segði!“
Hún tók af sér gleraugun.
„Komdu, Anna litla!“
„Já,sagan, amma, þa’ va’ rétt!“
„Ég hef ekki sagt þér söguna um „Perlu-konginn. Eða
hvað?“
„Perlu-kónginn! Hver var það, amma?“
„Perlu-kóngurinn? — Það var einu sinni kóngur, sem þótti
svo fjarska mikið varið í fallegar perlur. Hann vildi eignast
kórónu úr tóminn perlum, og safnaði og safnaði, þangað til að-
eins ein perla var ófengin.
Já, það var ekki skömm að þeirri kórónu! En ekki mátti sein-
ustu perluna vanta, ekki með nokkru lifandi móti! — Og svo
sendi kóngurinn alla hirðina eitthvað út í heim að leita að perl-
unni.
Og svo komu hirðmennimir aftur heim í kóngsgarð, — en
ekki með perluna. Þeir fundu hana ekki.
Eánu sinni kom gamall maður heim í kóngsgarð, og bað um
leyfi til að líta á fallegu kórónuna kóngsins. Hann hafði heyrt,
það væri mesti dýrgripur, þessi kóróna; — hver einasta perla
væri eins björt og sólin á heiðríkasta sumarmorgni. — Og svo
bauð kóngurinn honum að skoða kórónuna.
— „En, — hvað’ ósköp! Það vantar þama eina perluna!“
Og svo benti hann á blettinn, þar sem perluna vantaði.
— „Ég á nú annars eina perlu eftir“, sagði kóngurinn, „en
það er bara eitt að: hún er svo ljót“.
„Já, en allar perlumar verða að skína eins og sólin sjálf“,
sagði gamli maðurinn. „Það vantar bara eina perlu, og ég veit,
hver hún er. Það vantar sannleiksperluna í kórónuna þína.
Þegar sú perla er fengin, þá fyrst getur öll kórónan skinið eins
og sólin sjálf“.
„Sannleiksperluna? Ha? — En hvar er hennar að leita?“
spurði kóngurinn.