Morgunn - 01.06.1973, Qupperneq 38
36
MORGUNN
sakast af sjálfssefjun í undirvitundinni. Hér er í rauninni að
verki sama lögmálið og veldur því að viðarsprotinn tekur að
hreyfast niður á við til jarðar, þegar leitarmaður er að leita að
vatni eða málmum í jörð og kemur að staðnum þar sem þetta
leynist i jörðu. En þar gildir hið sama og í nefndu tilviki með
svipuna, að leitarmaður verður að búa yfir einhverjum sér-
stökum sálrænum hæfileikum, sem menn vita ekki ennþá í
hverju liggja; þvi engan veginn er þetta á hvers manns færi.
Psyohometry eða hlutskyggni kalla dulsálarfræðingar það
fyrirbrigði, þegar menn á óskiljanlegan hátt geta skyggnzt um
liðna athurði með því að handileika hluti, sem nákomnir eru
þeim einstaklingum sem um er að ræða. F. W. Butt-Thompson
höfuðsmaður lýsir í bók sinni West African Secret Societies,
Vestur-afrísk leynifélög, furðulegu dæmi um slíka hæfileika,
sem gerðist i viðurvist hans í Dahomey-lýðveldinu í Vestur-
Afríku. Maðurinn, sem framkvæmdi þetta, var innfæddur di-
viner eða vatnsleitarmaður og töfralæknir. Þegar ættarhöfð-
ingi einn sneri heim frá veiðum, kallaði hann fyrir sig töfra-
lækni sinn og bauð honum að segja sér, hvort einhver eða nokk-
ur af hinum tuttugu eiginkonum hans hefði verið honum ótrú
meðan hann var að heiman. Töframaðurinn safnaði saman
tannstönglum kvennanna og snerti með hverjum þeirra fyrir
sig kinn sina. Að lokum hélt hann einum tannstönglinum upp.
Konan, sem átti hann, játaði þegar að hafa verið manni sínum
ótrú með frænda höfðingjans. Samkvæmt rannsókn málsins
var útilokað, að töfralækninum hefði getað verið kunnugt um
hjúskaparbrotið, því hann var nýkominn til þorpsins með
mönnum úr veiðileiðangri.
Inni í skógum Eþíópíu eru dvergar, sem kallaðir eru Labas-
ha, þjálfaðir frá bamæsku í beitingu sálrænna hæfileika. Eru
þeir vaktir með þvi að þeir drekka einhvem vökva, sem menn
vita ekki hvernig er samansettur, og við það falla þeir í trans
eða dá. Undir áhrifum vökvans verða þeir skyggnir og geta til
dæmis endurleikið með furðulegustu nákvæmni glæpi, sem
nýlega hafa verið framdir, og aðra atburði.
Hér kemur svo frásaga sjónarvotts um það hvernig upp